Samfélagsmiðlar

Allt í góðu með ósonlagið

MYND: Pexels/Minan1398

Verulega hefur dregið úr magni ósoneyðandi gastegunda í andrúmsloftinu og þykir núna nokkuð ljóst, samkvæmt nýrri rannsókn, að hið alþjóðlega átak um að bjarga ósonlaginu hafi tekist framar vonum. 

Margir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir brúnaþungum sjónvarpsfréttamönnum segja frá válegum tíðindum af ósonlaginu á níunda og tíunda áratugnum, inni á milli lagstúfa frá annað hvort Duran Duran eða Wham. Ósonlagið var að hverfa, meðal annars út af yfirgripsmikilli hárspreysnotkun þessa tíma. Þetta mátti sjá af gervihnattamyndum. Hola hafði myndast við Suðurskautið. 

Ósanlagið gegnir lykilhlutverki í andrúmsloftinu umhverfis jörðu og ver lífverur fyrir skaðlegum geislum sólar. Hér var því útlit fyrir, ofan á allt annað — eins og mögulegar kjarnorkustyrjaldir þessa tíma— að mannkynið myndi stikna og brenna í útfjólubláum geislum. Þungt var yfir og áhyggjur miklar, en þessi tími í mannkynssögunni er þó meira og meira að teikna sig í söguskoðun samtímans, sem tími sátta og lausna á alþjóðavísu.  Afvopnun kjarnorkustórveldanna hófst, og spilaði leiðtogafundurinn í Reykjavík 1986 stóra rullu þar, og árið 1987 hittust þjóðir heims í Montreal og náðu tímamótasamkomulagi um að bjarga hinu mikilvæga ósonlagi. 

Montreal-samkomulagið er oft tekið sem dæmi um það að þjóðir heims geti raunverulega náð árangri ef þær standa saman að því að ná skýrum markmiðum. Þarna þurfti að banna notkun skaðlegra gastegunda, sem til dæmis voru notaðar í loftkælikerfum og ísskápum — auk hárspreyja — og það mátti engan tíma missa. Rannsóknir þessa tíma sýndu að þessar gastegundir voru að eyða ósanlaginu mun hraðar en áður hafði verið talið.

Og nú hefur semsagt komið í ljós að útfösun hinna skaðlegu gastegunda hefur gengið betur og hraðar en flestir þorðu að vona.  Það tókst að hætta algjörlega notkun á skaðlegustu gastegundunum, sem eru klórflúorkolefni (CFC), fyrir árið 2010, eins og samkomulagið kvað á um. Önnur gastegund, vetnisklórflúorefni (HCFC), er víða notuð í staðinn fyrir klórflúorefni. Hún er minna skaðleg ósonlaginu, en skaðleg þó. Samkvæmt Montreal-samkomulaginu á að hætta algjörlega notkun þess gass líka fyrir árið 2040. 

Og nú hefur semsagt hin nýja rannsókn, sem birt var í vísindatímaritinu Nature Climate Change á dögunum, leitt í ljós að útfösun þessarar minna skaðlegu gastegundar, HCFC, er fimm árum á undan áætlun.

Í viðureigninni við loftslagsvána, sem í eðli sínu snýst líka um það að minnka magn vissra gastegunda í andrúmsloftinu, er oft bent á Montreal-samkomulagið sem dæmi um að árangri sé vel hægt að ná, og jafnvel fljótt og vel.  Það er líka extra bónus í tilviki þessa góða samkomulags, að gastegundirnar sem valda eyðingu ósonlagsins eru jafnframt gróðurhúsalofttegundir. Þær valda hlýnun.  Útrýming á notkun þeirra hefur því líka beina þýðingu fyrir loftslagsmálin. 

Útblástur koltvísýrings og metans er þó mun áhrifameiri í þeirri jöfnu, og sá úblástur er vissulega erfiðari viðureignar, því hann á sér mun flóknari samfélagslegar rætur og er mun viðameiri en útblástur klórflúorkolefnis nokkurn tímann var. Þó má tileinka sér bjartsýni af þessu tilefni. 

Nú er bara að taka á kolefnisútblæstrinum og metanútblæstrinum, líkt og á klórflúorkolefnum og vetnisklórflúorefnum — ekki þjálustu orðin fyrir góð slagorð — og málið er dautt.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …