Samfélagsmiðlar

Bláa lónið byggir upp baðstað við Hoffellssjökul

Bláa Lónið hefur keypt jörðina Hoffell 2 í Austur-Skaftafellssýslu og er fyrirhugað að móta þar nýjan áfangastað ferðamanna við rætur Hoffellsjökuls.

Frá vinstri: Sigfinnur Mar Þrúðmarsson, Grímur Sæmundsen, Þrúðmar S. Þrúðmarsson, Sigursteinn Árni Brynjólfsson, Marín Ósk Björgvinsdóttir, Hólmfríður Bryndís Þrúðmarsdóttir og Aldís Aþena Björgvinsdóttir

Seljendur jarðarinnar eru hjónin Þrúðmar Þrúðmarsson og Ingibjörg Steinsdóttir. Þau hafa rekið gistiþjónustu og heitar laugar að Hoffelli síðastliðinn áratug en fagna nú frekari uppbyggingu á svæðinu og telja að bætt aðgengi að þessari náttúruperlu geti aukið aðdráttarafl og samkeppnishæfni Austurlands til framtíðar. 

„Ferðamennskan  hefur byggst upp hægt og rólega hjá okkur í gegnum árin. Margt ferðafólk fer í dagsferðir að Jökulsárlóni frá Reykjavík en fer síðan ekki lengra. Með því að fá vandaða uppbyggingu hér við Hoffell, þá vonandi fjölgar þeim sem gista yfir nótt og fara lengra austur, því hér er ótrúlega margt að sjá og upplifa,“ segir Ingibjörg Steinsdóttir, fráfarandi ferðaþjónustubóndi á Hoffelli 2.

Við Hoffell – MYND: Markaðsstofa Suðurlands

Uppbyggingin verður skammt frá Hoffellsjökli, sem er skriðjökull úr Vatnajökli, með útsýni yfir jökullónið sem þar er. Gestastofa Hoffells verður ný upplýsingamiðstöð með jöklasýningu sem byggir á heimildum sem þau hjónin hafa safnað um Hoffellsjökul, þróun og jarðfræði svæðisins. 

Bláa lónið hf. hefur gert samning við RARIK um aðgang að heitu vatni til uppbyggingar á nýjum baðstað við Hoffellsjökul.

Baðlónið við Hoffellsjökul verður einstakt að því leyti að allt vatn sem notað er, verður endurnýtt. Heitt vatn fannst þarna um síðustu aldamót og gerði það RARIK kleift að leggja hitaveitu í nærliggjandi byggðalög og útvega rafmagn. Jarðvarmaorkan frá hitaveitunni er forsenda fyrir uppbyggingu baðlónsins við Hoffell.  

„Það er afskaplega jákvætt fyrir hitaveituna að fá jafn öflugan viðskiptavin og Bláa Lónið hf. Samningurinn er því mikilvægur bæði fyrir RARIK og samfélagið í Hornafirði en nýframkvæmdir eins og hitaveitan í Hoffelli eru þungar í rekstri fyrstu árin. Samningurinn eykur fastar tekjur veitunnar og léttir því uppbygginguna,“ segir Magnús Þór Ásmundsson forstjóri RARIK.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins – MYND: ÓJ

Bláa Lónið hf. vinnur að því að byggja upp ferðaþjónustu víða um land. Félagið vill stuðla að uppbyggingu ferðamannastaða utan hefðbundinna viðkomustaða og eiga þannig þátt í því að styðja við greinina í heild sinni sem og jafna álag og aðgengi um allt land. Markmiðið er að hafa jákvæð áhrif með verkefnum sínum á nærsamfélagið á hverjum stað og eiga í góðu og uppbyggilegu samstarfi við hagaðila.

„Það er okkur afar mikilvægt að fara vel með þau svæði sem við njótum þess heiðurs að fá að byggja upp. Við horfum ávallt til framtíðar og leggjum mikið kapp á að horfa á heildaráhrif hverrar framkvæmdar, hvort sem þau áhrif eru umhverfisleg, samfélagsleg, rekstrarleg eða annað. Verkefnum er aðeins hleypt af stokkunum að vel athuguðu máli og þau gildi eiga við um uppbygginguna við Hoffellsjökul. Það er heiður að njóta trausts til að taka við svæðinu af Þrúðmari og Ingibjörgu og við leggjum mikla áherslu á að varðveita það góða starf sem hjónin hafa unnið,“ er haft eftir Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins hf., í fréttatilkynningu.

Bæjarstjóri Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson, fyrirhugaðri uppbyggingu: „Við fögnum þessum metnaðarfullu áformum við Hoffell. Þétt og gott samtal milli Bláa lónsins hf. og sveitarfélagsins hefur verið til eftirbreytni og baðlónið sem þarna mun rísa nærri stórbrotnum skriðjökli verður einstakt á heimsvísu. Ferðaþjónusta er mikilvæg lykilstoð í atvinnulífi Hornafjarðar og við hlökkum til samstarfsins.“ 

Ráðgjafi Bláa Lónsins hf. við þróunar- og hönnunarvinnu uppbyggingarinnar við Hoffell verður alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Arup.

Nýtt efni

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …

Þessa dagana er mikið rætt um samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu miðað við síðasta ár en þá er einblínt á að vöxturinn haldi ekki áfram á sama hraða og hann hefur gert eftir heimsfaraldur. Ef bornar eru saman tölur um komur erlendra ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2019 sést að …

Það fóru 212 þúsund farþegar með erlend vegabréf í gegnum vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli í júní en þessi talning er notuð til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Í júní í fyrra var þessi hópur 20 þúsund farþegum fjölmennari og miðað við aukið flugframboð á milli ára þá mátti gera ráð fyrir viðbót …