Samfélagsmiðlar

Hálendisböðin opnuð í Kerlingarfjöllum

Hálendisböðin - MYND: Bláa lónið

Núna um helgina verða Hálendisböðin í Kerlingarfjöllum opnuð gestum, baðstaður með gisti- og veitingaaðstöðu sem opnaður var síðasta sumar.

Í böðunum eru heitar setlaugar, kaldur pottur og sauna með útsýni yfir fjallgarðinn. Í sumarbyrjun í fyrra var endurbætt gisti- og veitingaaðstaða í Kerlingarfjöllum tekin í notkun. Þar er nú boðið upp á ýmsa gistimöguleika og á veitingastaðnum er boðið upp á þjóðlegan matseðil.

Leiðin að Kerlingarfjöllum liggur um Kjalveg sem er fær fólksbílum á sumrin. Sætaferðir eru í boði alla daga á sumrin.

Magnus Orri Marínarson Schram

Magnús Orri Schram – MYND: ÓJ

Magnús Orri Marínarson Schram er forstöðumaður viðskiptaþróunar nýrra áfangastaða hjá Bláa Lóninu hf. en fyrirtækið stendur fyrir uppbyggingu og rekstri gistiaðstöðunnar og Hálendisbaðanna í Kerlingarfjöllum. Hann segist ánægður með fyrsta rekstrarárið:

„Fyrsta árið okkar gekk vonum framar. Það hefur verið mikil spurn eftir aðgengilegri gistingu á hálendi Íslands og einstaklega ánægjulegt að geta svarað þeirri þörf,“ segir Magnús Orri í tilkynningu.

Skálar og hótel – MYNDIR: Bláa lónið

Sveitarstjóri Hrunamannahrepps, Aldís Hafsteinsdóttir, segist ánægð með uppbyggingu á svæðinu, enda sé aukið og einfaldara aðgengi mikilvægt fyrir samfélagið:

„Með uppbyggingunni sem nú hefur átt sér stað í Kerlingarfjöllum er enn fleirum en áður gert kleift að dvelja í fjöllunum. Afar ánægjulegt hefur verið að sjá hversu vel framkvæmdirnar falla að því stórbrotna umhverfi sem þarna er.“

Frábærar gönguleiðir – MYND: Bláa lónið

Á svæðinu má finna gönguleiðir sem henta flestum. Leiðsögufólk leiðir skipulagðar göngu- og sérferðir en einnig er hægt að halda af stað á eigin vegum og kanna fjallatinda, háhitasvæðið Hveradali og Skuggafoss, að ógleymdri Kerlingu, steindranganum sem fjöllin draga nafn sitt af.

„Við leggjum okkur fram um að gera sem flestum kleift að upplifa ótrúlegt landslagið sem umlykur okkur hér í fjöllunum. Í sumar bjóðum við svo í spennandi fjallahjólahelgi auk þess sem við höldum hálendishlaupið Kerlingarfjöll Ultra, það fyrsta sem haldið hefur verið á svæðinu,“ segir Magnús Orri.

Nýtt efni

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …