Samfélagsmiðlar

Ný sýning um uppgröft við Akrópólissafnið í Aþenu hefur verið opnuð

Uppgraftrarsafnið - MYND: © Acropolis Museum / Studio Panoulis Photo Agency

Akrópólissafnið í Aþenu er meðal merkustu fornminjasafna í heiminum. Safnkosturinn byggist á því sem fundist hefur við uppgröft á Akrópólishæð eða hefur verið flutt á safnið til varðveislu. Safnið var opnað í núverandi húsakynnum undir Akrópólishæð árið 2009. Um ein og hálf milljón gesta heimsækja safnið árlega – margir í framhladi af því að hafa farið um hæðina sjálfa.

Katerina Sakellaropoulou, forseti Grikklands, opnar sýninguna – MYND: © Acropolis Museum / Studio Panoulis Photo Agency

Síðustu árin hafa gestir getað virt fyrir sér rústir fornrar byggðar þarna við hlíðarfót Akrópólis af göngupöllum undir inngangi safnhússins en sýningin var ekki fullkláruð. Nú hafa verið settir upp skápar sem sýna muni sem þarna fundust. Var sýningin formlega opnað í gær, 25. júní, af Katerina Sakellaropoulou, forseta Grikklands.

Safnstjóri Akrópólissafnsins, leiðir forseta lýðveldisins um sýninguna – MYND: © Acropolis Museum / Studio Panoulis Photo Agency

Fram kom í máli safnstjórans, Nikolaos Chr. Stambolidis, að til sýnis væru 1.150 gripir sem varðveittu augnablik í sögunni frá þeim tíma þegar rómverski hershöfðinginn Súlla eyddi Aþenu árið 86 f. Kr. og heimildir um daglegt líf og athafnir karla, kvenna og barna, um hollustuhætti og heilbrigði þeirra, störf, afkomu og trúariðkun.

Gestir virða fyrir sér gersemar úr uppgreftrinum – MYND: © Acropolis Museum / Studio Panoulis Photo Agency

Stambolidis sagði að „safnið undir safninu,“ og vísaði til þess að uppgraftrarsýningin væri við inngang Akrópólissafnsins, drægi fram myndir af daglegu lífi fólks og tengdist um leið tilvist fólks í samtímanum. Fólk gengur jú ofan á rústunum. Safnstjórinn lét ekki hjá líða að minna á að Bretar ættu enn eftir að skila höggmyndum, sem þeir námu á brott úr Meyjarhofinu á sínum tíma og hafa ekki skilað þrátt fyrir ítrekaðar óskir grískra stjórnvalda, og sameina þær þeim sem eftir urðu og eru varðveittar á Akrópólissafninu. Með sameiningu allra höggmyndanna myndi skapast alveg ný upplifun á þessum mikilvægu verkum.

Ferðamannastraumurinn upp á Akrópólishæð – MYND: ÓJ

Þegar hitinn í Aþenu meinar fólki uppgöngu á hina stórfenglegu Akrópólishæð er upplagt að fara fyrst og skoða glæsilegt Akrópólissafnið í loftkældum húsakynnum og fræðast um magnaða sögu þessarar borgar en halda síðan á hæðina þegar hallar að kvöldi – eða snemma næsta dags.

Horft til Akrópólishæðar frá veitingahúsi safnsins á rigningardegi – MYND: ÓJ

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …