Samfélagsmiðlar

Þrúgandi heitir dagar

Ferðamenn á Akrópólishæð á sama tíma í fyrrasumar. Þá var heitt en bærilegt - MYND: ÓJ

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa tryggt sér aðgöngumiða fá að nota hann þegar opnað verður að nýju. 

Samkvæmt upplýsingum frá grísku veðurstofunni er búist við að hitinn nái allt að 43 gráðum á nokkrum stöðum um miðbik og sunnanvert Grikkland í dag. Á hádegi var hitinn í Aþenu um 38 gráður. Búist er við hann fari lækkandi landinu um helgina, verði um eða yfir 31 gráða. Þessi mikli hiti sem nú hrjáir Grikki og gesti þeirra er ættaður frá Norður-Afríku og með vindinum sem flytur hann berst mikið ryk. 

Mörgum skólum og barnaheimilum hefur verið lokað í landinu vegna ástandsins og innanríkisráðuneytið mælist til þess við heilsutæpa ríkisstarfsmenn að þeir haldi sig heima við út vikuna.  

Borgaryfirvöld í Aþenu reyna að létta almenningi og ferðamönnum lífið á meðan þessi þrúgandi ógnarhiti varir. Vísað er á húsakynni þar sem hægt er að njóta loftkælingar og viftum hefur verið dreift í menntaskóla og háskóla þar sem próf fara fram. 

Kortið sýnir gróðurelda árið 2023 – MYND: © EU, 2024 – GWIS

Þessi mikli júníhiti í Grikklandi vekur ugg um hvers vænta megi í sumar. Miklir gróðureldar fylgdu hitanum og langvarandi þurrkum. Mest varð tjónið þegar hátt í 100 þúsund hektarar lands nærri Alexandroupoli brunnu í ágúst.

Evrópusambandið og aðildarlönd þess hafa aukið viðbúnað í ár vegna hættu á gróðureldum. Á sjötta hundrað slökkviliðsmenn frá 12 löndum verða til taks til að hjálpa heimamönnum þar sem hættan er talin mest. Floti 28 sérútbúinna flugvéla og 4 þyrlna frá 10 sambandslöndum á að sinna slökkvistörfum vítt og breitt um álfuna. 

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …