Samfélagsmiðlar

Við teljum okkur betri en við erum

Búist er metumferð um Kaupmannahafnarflugvöll í sumar. Fræðimenn velta fyrir sér hvað valdi því að ekkert dragi úr langferðalögum með flugi þrátt fyrir stöðugar fréttir af loftslagsbreytingar af mannavöldum. Ein meginskýringin liggur í ofmati okkar á eigin ágæti, segir danskur sálfræðiprófessor.

Það má kolefnisjafna með því að ferðast um í hjólavagni, eins og þessum í Nice - MYND: ÓJ

Umferðin um Kaupmannahafnarflugvöll er komin í fullan gang. Búist er við oft fari yfir 100 þúsund farþegar á dag um völlinn á Amager. Hápunkturinn verður 21. júlí, þegar gert er ráð fyrir að farþegar verði 113 þúsund. Það verður met í nærri aldarlangri sögu flugvallarins. Búist er við að 9 milljónir farþegar fari um Kaupmannahafnarflugvöll um sumarmánuðina þrjá.

Sumarfrí hófust í skólum í Danmörku í gær og um 104 þúsund farþegar fóru um Kaupmannahafnarflugvöll og umferðin verður svipuð áfram. Flestir setja stefnuna á sólríka áfangastaði við Miðjarðarhafið, til Spánar, Frakklands, Ítalíu og Grikklands, eða til einhverra stórborga í Evrópu. 

Sumarannir á flugvellinum – MYND: Kaupmannahafnarflugvöllur

Þessi mikli ferðahugur er umfjöllunarefni Danska útvarpsins, sem leitar svara hjá John Thøgersen, prófessor í hagrænni sálfræði við háskólann í Árósum, um það hvers vegna vitneskja um slæm loftslagsáhrif virðist ekki draga úr ferðalögum – nema síður sé. Ekki skortir fréttir af hlýnun loftslags af mannavöldum. En ekkert bendi til að frásagnir af skógareldum, hitabylgjum og flóðum fái Dani ofan af því að skella sér í flug eitthvert út í heim. Þvert á móti verði ný farþegamet slegin á Kaupmannahafnarflugvelli í sumar. 

Ein skýring á þessari þversögn segir prófessorinn vera ofmat, fólk hafi tilhneigingu til að setja sig sjálft í jákvæðara ljós en innistæða sé fyrir. Flestir viðurkenni að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og að sjálfir þurfi þeir að gera eitthvað í málunum. En samt fljúgum við. Og ein skýringin gæti verið sú að fólk telji ekki að það sé hlutverk einstaklingsins að leysa loftslagsvandann – ein flugferð til og frá sé bara eins og dropi í hafið.

Einstaklingurinn lítur á loftslagsbreytingarnar sem sameiginlegt vandamál okkar allra sem hann sjálfur hefur hvorki skapað né getur leyst upp á eigin spýtur. 

Auðvitað felst lausn á sameiginlegum vanda aðeins í því að hver og einn leggi eitthvað af mörkum. Hins vegar þvælist mannleg náttúra fyrir. Flestir eru nefnilega þannig þenkjandi að þeir ofmeta eigið framlag, t.d. í þágu umhverfisins, telja sig göfugri og betri en innistæða er fyrir. Við flokkum jú ruslið og keyrum á rafmagnsbíl. Prófessorinn John Thøgersen segir einfaldlega að við, hvert og eitt okkar, höfum mikla þörf fyrir að líta okkur sjálf jákvæðum augum. „Þetta er mikilvægur eiginleiki til að vera fær um að leysa erfið verkefni en þessi þörf leiðir líka til ofmats á okkur sjálfum,“ segir hann.

Af því að Dönum þykir Svíar óþolandi montnir, þá nefnir danski prófessorinn máli sínu til stuðnings niðurstöður rannsóknar á því hversu góðir sænskir bílstjórar væru. Niðurstaðan var sú að 80% sænskra bílstjóra eru yfir meðallagi góðir – að eigin áliti. En það gengur víst ekki upp í raunveruleikanum. Prófessorinn kímir og segir að auðvitað sé þetta sérlega fyndið af því að um er að ræða Svía en að hann sé því miður hræddur um að sama eigi við um Dani. Þetta lögmál gildi líka þegar litið er á afstöðu til umhverfismála.

Við höfum tilhneigingu til að telja okkur betri en við erum í raun og leita afsökunar á því sem við ákveðum. Ef við erum ekki sérlega umhverfisvæn þá tekst okkur að finna afsökun á því með því að benda á aðstæður okkar.

Ég hlýt að eiga skilið að komast í frí út í heim!

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …