Samfélagsmiðlar

595 milljónir í rafbílastyrki

Hleðsla fyrir rafbíl í höfuðborginni. MYND: ÓJ

Kaupendur nýrra rafbíla geta sótt um allt að 900 þúsund króna styrk frá Orkustofnun í tengslum við viðskiptin samkvæmt reglum sem tóku gildi í ársbyrjun. Áður fékkst sjálfkrafa skattaafsláttur upp á rúmar 1,3 milljónir króna við kaup á nýjum rafbíl.

Á fyrri helmingi ársins voru 698 styrkir afgreiddir í takt við nýja fyrirkomulagið og samtals greiddar út 595 milljónir króna til eigenda nýrra rafbíla samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun. Þar er áætlað að allt að 300 styrkir hafi enn ekki komið til greiðslu því að jafnaði hafa um 200 nýir rafbílar verið skráðir í mánuði nú í ár.

Rafbílar sem komu nýir á götuna strax eftir áramót voru þó flestir keyptir þegar skattaafslátturinn var í gildi en sala á rafbílum hefur dregist mikið saman það sem af er ári. En til viðbótar við lægri opinberan stuðning þá var í byrjun árs innleitt kílómetragjald á rafbíla og tengiltvinnbíla.

Þessar breytingar hafa haft mikil áhrif á markaðinn líkt og Brynjar Elefsen Óskarsson, forstjóri BL, fór yfir í viðtali við FF7.

„Samdráttur í sölu rafbíla á einstaklingsmarkaði hefur verið um 75% frá febrúarmánuði. Enginn bati er sjáanlegur. Flestir sem eru að kaupa rafbíl í dag áttu rafbíl fyrir. Þeir sem koma til að skoða og hafa áhuga á að kaupa rafbíl snýst yfirleitt hugur þegar við förum að ræða kílómetragjaldið.“

Brynjar bendir jafnframt á nú þurfi kaupendur nýrra rafbíla að leggja út fyrir öllu kaupverðinu og svo að sækja um rafbílastyrkinn í framhaldinu. „Það ráða ekki allir við það,“ útskýrði forstjóri BL.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …