Samfélagsmiðlar

Bandarískar hátíðir sem bragð er að

Að þræða matarhátíðir er frábær leið til að upplifa ólíka matarmenningu nýrra slóða. Í Bandaríkjunum úir og grúir af slíkum hátíðum árið um kring, allt frá grillhöfuðborginni Austin til bragðlaukasprengjunnar New York. 

Fjölbreytileikinn er allsráðandi á matarhátíðum New York-borgar - MYND: New York City Wine and Food Festival

Hátíðirnar eiga það sameiginlegt að bjóða bæði upp á mat sem er einstakur fyrir svæðið og tengdur því á einhvern hátt, en einnig rétti frá öllum heimshornum enda rekja Bandaríkjamenn rætur sínar víða. Hér eru nokkrar af helstu matarhátíðum vestanhafs á næstu misserum.

Austin Food + Wine Festival
Hátíðin fer fram í byrjun nóvember og er þekkt fyrir að bjóða upp á alvöru Texas matarhefðir með fágaðri nálgun. Smökkun, námskeið og lifandi tónlist eru aðalsmerki hátíðarinnar sem einnig er þekkt fyrir risa grillveislur og keppnir.

New York City Wine & Food Festival
Hér mæla reynsluboltar með því að sækja smærri viðburðina og litlu veitingastaðina til að hámarka einstaka upplifun sem fæst ekki á hverjum degi. Dagana 17.-20. október er borgin svo gott sem undirlögð af þessu matgæðingaævintýri sem matarhátíðin í Stóra eplinu er. Hér koma saman allir þeir ótal þræðir matargerðar og menningar sem einkenna borgina og viðburðirnir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir, allt frá margrétta kvöldverðum til frjálslegra smakkviðburða. Matarhátíðin er jafnframt einn helsti stuðningsaðili góðgerðasamtakanna God‘s Love We Deliver sem útbýr heilsusamlegar máltíðir og afhendir þær fólki sem þjáist af langvinnum sjúkdómum.

Líf og fjör á Maine Lobster Festival – MYND: Maine Lobster

Maine Lobster Festival
Ef fólk er enn að velta fyrir sér hvað það eigi að aðhafast um verslunarmannahelgina gæti humarhátíðin í Maine verið góður kostur. Hátíðin er árlegur viðburður sem haldinn er í Rockland þar sem sambandi íbúanna við sjóinn er fagnað með úrvali girnilegra humarrétta, lifandi tónlist og leiftrandi andrúmslofti. Þetta er uppáhald heimamanna en jafnframt heitasti staðurinn fyrir fólk sem elskar sjávarfang sem kemur hvaðanæva að til að taka þátt í hátíðarhöldunum.

Kentucky Bourbon Festival
Í september er búrbonviskíi fagnað á upphafsslóðum þess þar sem áhugafólk um drykkinn kemur saman til að smakka, fræðast og taka þátt í viðburðum og skemmtunum í Baradstown, hvaðan hefðin á bak við búrbonið og iðnaðurinn sem myndaðist í kringum það kom fram.

Það rigndi vel á gesti One Bite Pizza Festival á síðasta ári

One Bite Pizza Festival
Á Miami fá þau sem elska pizzu viðburð við sitt hæfi. Hér er öllu sem tengist pizzum á allan mögulegan hátt fagnað þar sem yfir 35 af bestu pizzastöðum landsins eiga fulltrúa. Gestir geta valið á milli þess að borga sig inn á botnlaust hlaðborð á meðan þeir hlusta á lifandi tónlist og njóta stemningarinnar.

Nýtt efni

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …