Samfélagsmiðlar

Góð meðmæli að gestirnir hefðu viljað dvelja lengur

 Árið 2014 réðist fjölskyldan á Frostastöðum í Skagafirði í gagngerar endurbætur og endurnýjun á gamla húsinu á bænum. Þar starfrækja þau nú sveitagistingu með tveimur íbúðum og bjóða bæði upp á einstaka matarupplifun og návígi við skagfirsku sveitina eins og hún gerist best.

Þórarinn, Inga Dóra, Luna María, Sara og Þóra Kristín á Frostastöðum

Á Frostastöðum búa þau Þórarinn Magnússon, sauðfjárbóndi, og Sara Regína Valdimarsdóttir, kennari. Þórarinn er fæddur og uppalinn á bænum en Sara flutti norður árið 1978. Saman eiga þau fimm dætur en fyrir átti Sara einn son. Tvær dætranna, þær Inga Dóra og Þóra Kristín, búa nú einnig á Frostastöðum með fjölskyldum sínum.

Frostastaðir í Skagafirði á björtum vordegi

 „Hér er búið með sauðfé og nokkur hross. Búskapur og ferðaþjónustan fer bara ágætlega saman. Það koma álagstímar með sauðféð en við höfum það í hendi okkar að geta lokað fyrir bókanir ef með þarf. Sumarið, þegar mest er að gera í ferðaþjónustunni, er einmitt rólegur tími hvað varðar sauðféð en við erum með opið fyrir gistinguna allt árið um kring,“ útskýrir Sara.

Hún segir ferðaþjónustuna á bænum hafa byrjað sem heimagistingu í tveimur herbergjum nýrra íbúðarhússins á bænum. Þá var aðeins opið yfir sumartímann og morgunverður innifalinn, sem hún segir hafa verið mjög skemmtilegt því þá hafi þau tekið á móti fjölda erlendra gesta sem voru þakklátir fyrir að koma inn á íslenskt heimili og spjalla við innfædda.

Húsið á Frostastöðum ná endurbótum stóð


Handmokstur, hjólbörur og fjölskylda í frábæru formi

 „Á sama tíma tókum við ákvörðun um að gera upp gamla húsið á bænum og það kom eiginlega af sjálfu sér að innrétta þar íbúðir fyrir gistingu. Þegar þær voru tilbúnar til útleigu hættum við með heimagistinguna. Við réðumst í framkvæmdir við uppbyggingu gistihússins árið 2014. Það reyndist vera heilmikið verk og miklu meira en við vorum búin að ímynda okkur. Húsið var farið að síga allverulega og stóð ekki á nógu styrkum grunni. Eitt af því fyrsta sem farið var að gera var að brjóta upp gólf, keyra það út í hjólbörum, handmoka okkur niður á fast sem gat verið á 2 metra dýpi og keyra mold út áður en að hægt var að fara að steypa nýja undirstöðuveggi og keyra inn möl. Svona fórum við frá einu herbergi til annars og keyrðum allt út og inn í hjólbörum af því að engar vinnuvélar komust inn í húsið. Þetta var gríðarlega mikið verk og Eduardo, eiginmaður Ingu Dóru, var nýmættur hingað frá Argentínu og vissi ekki út í hvað hann var kominn. Hins vegar voru allir í fjölskyldunni í frábæru formi eftir þetta þannig að þetta var ekki alslæmt.“ 

Heimilislegheitin í fyrirrúmi
Eftir allt puðið er afraksturinn fjórar, hlýlegar og fallegar íbúðir  og til stendur að bæta við herbergjum og íbúð á jarðhæðinni. Tvær íbúðir eru í eigu bændagistingarinnar á Frostastöðum. Það eru risíbúðirnar með gistiplássi fyrir 2-3. Útsýnið þaðan er einstaklega fallegt auk þess sem þar er baðherbergi og eldunaraðstaða.  Gestir hússins geta auk þess keypt morgunmat og snæða hann þá í nýja húsinu með tilheyrandi spjalli við gestgjafa.

 „Við höfum reynt að kappkosta að íbúðirnar séu heimilislegar og notalegar, sem sagt ólíkar hótelherbergjum sem oft eru keimlík. Við innréttum með nýju og gömlu í bland og flestallt gamalt er úr húsinu og hefur tilheyrt fyrrverandi íbúum þess. Gestir geta líka pantað kvöldmat sem Austan Vatna, matarhandverks- og veisluþjónustufyrirtæki Ingu Dóru og Eduardo, sér um,“ segir Sara.

 Og gestir Frostastaða eru heldur betur ánægðir en á síðasta ári hlutu þau viðurkenningu Booking.com fyrir meðaleinkunn frá gestum upp á 9,8.

„Gestirnir okkar eru yfir höfuð ánægðir með íbúðirnar og umhverfið. Hér er rólegt og falleg fjallasýn og margir þeirra segjast óska þess að þeir hefðu getað dvalið hér lengur, sem okkur finnst góð meðmæli. Við höfum verið með einkunnina 9,7 til 9,8 á Booking.com og svipað á Airbnb. Í júní, júlí og ágúst þurfa gestir að dvelja að lágmarki í tvær nætur í gistingu en síðan fyllum við yfirleitt í stöku næturnar þegar líður á sumarið. Þetta léttir vinnuna fyrir okkur en auk þess viljum við líka stuðla að því að gestir okkar staldri við í Skagafirði, sem hefur upp á svo margt að bjóða í náttúrufari og sögu.“

———-

 Að viku liðinni birta FF7 viðtal við Ingu Dóru Þórarinsdóttur frá Frostastöðum, þar sem nýtni, virðing fyrir hráefni, veisluþjónusta og argentískar matarhefðir koma meðal annars við sögu.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …