Samfélagsmiðlar

Matarævintýri á Götubitahátíð

Fjölbreytileiki og alþjóðleg áhrif eru allsráðandi í „street food" matarmenningunni þar sem matarvagnar og sölubásar bjóða allt frá einföldu snarli upp í heilar máltíðir og allt þar á milli. Dagana 19.-21. júlí verður Götubitahátíð haldin í fimmta sinn með góðan mat, drykk og stemningu í aðalhlutverki.

Götubitameistarinn Silli kokkur (Sigvaldi Jóhannesson) og eiginkona hans, Elsa Blöndal Sigfúsdóttir - MYND: Götubitinn


Róbert Aron Magnússon er maðurinn á bak við Götubitahátíðina sem hann setti á fót eftir að hafa kynnst viðlíka matarviðburðum og hátíðum í London:

„Ég var búsettur þar úti í 11 ár og þegar ég kem heim er ekkert svona í gangi hér. Svo ég sló til og setti þetta í loftið. Götubitahátíðin byrjaði af alvöru árið 2019 og hefur vaxið og dafnað síðan en á síðasta ári tóku 30 söluaðilar frá 15 mismunandi þjóðlöndum þátt og við fengum yfir 50 þúsund gesti. Í ár ákváðum við þess vegna að halda hátíðina á þremur dögu, þar sem boðið verður upp á frábæran mat og góða stemningu.“

Girnilegur götubiti – MYND: Götubitinn

Maturinn skiptir meira máli
Á stórum tónlistarhátíðum í gegnum tíðina hafa matarvagnar og sölubásar verið hluti af viðburðunum en kannski ekki veigamikill partur í gleðinni sjálfri. Róbert segir að upphaflega hafi tónlistin verið aðalmálið og maturinn aukaatriði, en nú sé þetta að snúast við:

„Maturinn er farinn að skipta miklu meira máli og á stærri tónlistarhátíðum er farið að fá inn flotta kokka og veitingastaði sem sjá um matinn í street food-stíl. Nú liggur við að fólk sé farið að sækja meira í matinn en tónlistina og það var það sem okkur langaði að búa til hér – hátíð með fókus á matinn og upplifunina í kring um hann.“

Góð stemning á síðustu Götubitahátíð – MYND: Götubitinn

Gestir Götubitahátíðar í ár eiga svo sannarlega von á góðu og enn eru fleiri söluaðilar að bætast á lista skipuleggjenda. Nú verða þeir vel yfir 30 talsins þar sem matur og drykkur verður að sjálfsögðu í fyrirrúmi en einnig afþreying fyrir yngstu kynslóðina svo foreldrar geti líka hist með vinum, notið sín og haft gaman.

Hamborgarinn er alltaf vinsæll götubiti – MYND: Götubitinn

„Við erum hægt og rólega að byrja kynningarnar því það eru sífellt fleiri að bætast við. Þarna verður mikil fjölbreytni, nýir aðilar að mæta til leiks og metnaðurinn verður alltaf meiri og meiri. Götubitahátíðin er hluti af European Street Food Awards þar sem keppt er um besta götubitann og sigurvegarinn fer svo fyrir Íslands hönd og tekur þátt í aðalkeppninni sem er haldin í september. Silli kokkur hefur sigrað keppnina hér heima undanfarin fjögur ár og ætlaði að draga sig í hlé í fyrra en svo gat hann ekki stillt sig um að vera með. Hann fór út árið 2022 og lenti þá í öðru sæti og sigraði í flokknum um besta hamborgarann. Hér heima á hátíðinni er dómnefndin skipuð þekktum matreiðslumönnum, fólki úr fjölmiðlageiranum og samfélagsmiðlum svo hún er fjölbreytt og skemmtileg. Þeirra hlutverk er að smakka hjá öllum og stundum þurfa þau að prófa á milli 50-60 rétti svo það er nóg í boði,“ segir Róbert.

Götubitahátíð 2024 verður haldin í Hljómskálagarðinum í Reykjavík dagana 19.-21. júlí.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …