Samfélagsmiðlar

„Þetta eru viðbrögð við fjölda afbókana frá erlendum ferðamönnum í vor“

Hálfdán Sveinsson, hótelhaldari á Siglufirði - MYND: ÓJ

Hljóðið í þeim sem reka hótel og gistihús er ekkert of gott þessa dagana. Bókunarstaðan veldur vonbrigðum á þessu sumri. Ein leiðin til að bregðast við færri komum erlendra ferðamanna er að laða að þá innlendu að með góðum tilboðum.

Íslandshótel hafa brugðist við minni eftirspurn með því að bjóða 25% afslátt út ágúst þegar bókaðar eru tvær nætur eða fleiri á Fosshótelum í Reykholti, Stykkishólmi, á Patreksfirði og Húsavík.  Sambærileg tilboð má finna víðar, t.d. býður Hótel Húsafell 25% afslátt af gistingu og aðeins þarf að bóka eina nótt. Þessu fylgir m.a. 35% afsláttur af afnotum má Giljaböðunum og helmings afsláttur í golf, svo dæmi sé tekið.

Stutt yfirferð um heimasíður hótela vítt og breitt um landið og erlendar bókunarsíður leiðir í ljós að víða er í boði gisting með afslætti um hábjargræðistíma ferðaþjónustunnar og tilboð af ýmsu tagi og gjafakort eru kynnt viðskiptavinum.

Meðal tilboða sem vekur athygli er frá Hótel Siglunesi, sem býður upp á gistingu í endurnýjuðum húsakynnum og er þekkt fyrir rómaða matseld kokksins Jaouad Hbib frá Marokkó á veitingastað hótelsins. Yfirskriftin er Siglufjarðarsæla! og tilgreint er að í boði sé þriggja rétta marokkósk veisla og gisting í eina nótt fyrir tvo fyrir kr. 29.800.

FF7 leitar skýringa hjá Hálfdáni Sveinssyni:

Af hverju grípið þið til þess ráðs að bjóða svona afsláttarkjör á miðju sumri? Þetta hljómar eins og verið sé að gefa máltíð fyrir tvo.

„Já. Þetta eru viðbrögð við fjölda afbókana frá erlendum ferðamönnum í vor. Þetta tilboð er nánast framlegðarlaust fyrir Hótel Siglunes. Hugsunin er að lokka Íslendinga til okkar til þess að halda uppi atvinnustigi fyrir starfsfólkið okkar og um leið að skapa jákvæða ímynd – og umfjöllun!“ 

„Viðbrögð okkar eru þau að nostra enn betur við þá kúnna sem við fáum til okkar“ – MYND: ÓJ

Þér tókst að ná athygli okkar. Er bókunarstaðan þá síðri en búist var við?

„Mun lakari. Bókunarstaðan var á góðu róli þar til hrina afbókana dundi á okkur í vor. Sem dæmi, þá voru fleiri afbókanir í apríl en bókanir. Það höfum við aldrei upplifað áður. Ég get því bara áætlað að þetta sé fyrst og fremst tilkomið vegna jarðhræringa og eldgosa.“

Tilboðinu er beint að Íslendingum. Hver hafa viðbrögð verið?

„Mjög góð. Langt umfram væntingar. Já, við viljum leyfa Íslendingum að njóta. Það eru margir sem ekki hafa fengið borð fram að þessu.“

Talað er um samdrátt í hótelbókunum og í leigu á bílaleigubílum í sumar. Þurfið þið að bregðast við með aðhaldsaðgerðum?

„Já klárlega. Ég ætla þó að gera allt til að halda uppi óbreyttu þjónustustigi til að halda í fasta starfsfólkið. Viðbrögð okkar eru þau að nostra enn betur við þá kúnna sem við fáum til okkar.“

(Hér er tengill á viðtal sem tekið var í vetur við Hálfdán um hótelreksturinn)

Nýtt efni

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …