Ríkasta prósentið búið með ársskammtinn

Frá Akureyrrarflugvelli: Cessna 680 Citation Sovereign í eigu einkaþotuþjónustu - MYND: ÓJ

Ef við lítum svo á að jarðarbúar ættu að axla jafna ábyrgð á þeirri kolefnislosun sem bætast má við án þess að meðalhiti hækki um meira en 1,5°C þá kláraði ríkasta eina prósentið sinn skammt áður en 10 dagar voru liðnir af nýja árinu. Nú ættu þessar 77 milljónir manna: milljarðamæringar, milljónamæringar – og raunar allir með kaupmátt upp á jafnvirði um 19 milljóna íslenskra króna árlega – að hafa hægt um sig alla 355 dagana sem eftir eru af árinu. 

Þetta eru niðurstöður útreikninga sem mannúðarsamtökin Oxfam hafa látið gera. Þau nefna þennan áfanga Pollutocrat Day, eða bara Auðsóðadaginn, til að undirstrika hvernig ábyrgðin á losuninni deilist ójafnt niður á íbúa jarðar. Losunin er knúin áfram af hinum ofurríku. Það tekur fátækari helming jarðarbúa næstum þrjú ár, eða 1.022 daga, að nýta sinn hluta árlegrar kolefnislosunar. 

Á meðan ríkasta eina prósentið er ábyrgt fyrir yfir tvöfalt meiri kolefnislosun en fátækasti helmingur mannkyns er það einmitt fólkið sem minnst hefur stuðlað að loftslagsbreytingum sem verður verst fyrir áhrifum þeirra. Oxfam segir að ef ná eigi hinu lífsnauðsynlega markmiði að hitastig aukist ekki umfram 1,5°C verði ríkasta eina prósentið að hafa dregið úr losun sinni um 97% árið 2030: 

„Framtíð jarðar er mjög óviss. Engu að síður leyfist hinum ofurríku að ógna framtíð mannkyns með eyðslusömum lífsstíl og fjárfestingum sem menga. Ríkisstjórnir verða að hætta að dekra ríkustu mengunarvaldana en láta þá í staðinn greiða sanngjarnan hlut fyrir þá eyðileggingu sem þeir standa fyrir. Leiðtogar sem bregðast ekki við bera sína ábyrgð á hörmungum sem ógna lífi milljóna manna,“ segir Chiara Liguori, ráðgjafi Oxfam í Bretlandi, sem vill að notkun hinna ofurríku á snekkjum og einkaþotum verði skattlögð í þágu aðgerða til stuðnings þeim sem gjalda fyrir loftslagslagsbreytingar. 

Einkasnekkjur á Eyjahafi – MYND: ÓJ

Oxfam hefur reiknað út að umhverfisskattar á snekkjur og einkaþotur í Bretlandi hefðu getað aflað sem svarar 335 milljörðum íslenskra króna árið 2023 og nýst í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Samtökin hafa áætlað að 50 ríkustu milljarðamæringar heimsins skilji að meðaltali á innan við þremur klukkustundum eftir dýpra kolefnisspor með fjárfestingum sínum, snekkjum og einkaþotum en meðal Bretinn gerir á allri ævi sinni. 

Nýtt efni

Í nýja eigendahópnum eru nokkrir sem átt hafa hluti í Hurtigruten en kaupin þýða aðskilnað við Hurtigruten Expeditions Holdings Ltd. (HX) sem gerir út leiðangursskip sem sigla um fjarlægar slóðir, m.a. kringum Ísland. Markmiðið með viðskilnaðinum er að tryggja betur rekstrargrundvöll Hurtigruten sem fyrirtækis í strandsiglingum meðfram strönd Noregs, sem það hefur sinnt í 132 …

Þrátt fyrir að umferð um evrópska flugvelli sé á heildina litið orðin heldur meiri en fyrir Covid-19-faraldurinn þá hafa 47% flugvallanna enn ekki endurheimt fyrri umferð. Ástæðurnar eru margþættar: Breytingar hafa orðið á flugmörkuðum og heimspólitíkin sett strik í reikning margra, bæði einstakra þjóðríkja í heild og á afmörkuðum svæðum. Minni flugvellir álfunnar eru enn …

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur lengi haldið úti áætlunarflugi til Keflavíkurflugvallar frá Ósló og Kaupmannahöfn. Félagið spreytti sig á ferðum hingað frá Stokkhólmi sumarið 2018 en hefur ekki tekið upp þráðinn á ný. Það verður hins vegar gert næsta sumar því þotur SAS munu fljúga hingað tvisvar í viku frá 22. júní til 11. ágúst. Í …

Stærsti framleiðandi eldisfisks í heiminum er norska fyrirtækið Mowi sem jafnframt er meirihlutaeigandi Arctic Fish á Ísafirði. Nú í morgun kynntu stjórnendur fyrirtækisins uppgjör fyrir síðasta fjórðung nýliðins árs og þar með allt árið 2024. Veltan á fjórða ársfjórðungi var meiri en nokkru sinni fyrr á þessum tíma árs eða um 1,5 milljarðar evra. Rekstrarafkoman …

Það er óhætt að segja að Norðmaðurinn Bjørn Kjos hafi teflt djarft þá tæpu tvo áratugi sem hann stýrði flugfélaginu Norwegian sem hann stofnaði með bróður sínum árið 1993. Félagið byrjaði í innanlandsflugi í heimalandinu, síðan bættist við Evrópuflug frá norskum borgum og síðan náði félagið fótfestu í nágrannalöndunum. Fall Sterling-flugfélagsins haustið 2008, sem þá …

Portúgölsk stjórnvöld eru nú sögð stefna að sölu á 49% hlut ríkisins í þjóðarflugfélaginu TAP. Söluferlið er sagt eiga að hefjast í næsta mánuði og ljúka um eða eftir næstu áramót. Fyrri ríkisstjórn landsins ætlaði að selja 51%. Luís Montenegro, sem tók við embætti forsætisráðherra í apríl í fyrra, hefur sagt að hann vilji að …

Stærsti rafbílaframleiðandi heims, kínverski BYD, eykur enn forskotið á Tesla og aðra keppinauta með því að ætla að bjóða upp á sjálfkeyrslutækni í flestum tegundum bíla sinna - jafnvel einum sem kostar 9.555 dollara í Kína eða jafnvirði 1,3 milljóna króna. Enginn keppinautanna getur enn sem komið er boðið betur. Allir bílar BYD sem kosta …

Næstum allt það ál sem framleitt er á Íslandi er selt til aðildarríkja Evrópusambandsins. Sá 25 prósenta viðbótatollur sem Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði í gærkvöld á innflutning á áli og stáli kemur því ekki beint niður á íslenskum álgeira. Ekki frekar en þeim norska því frá Noregi fer líka næstum allt álið til ESB. „Ég …