Ríkisstjórnin hyggst stöðva sókn Airbnb

Framboð á gistirými á vegum bandarísku gistimiðlunarinnar jókst á síðasta ári. Aukið eftirlit og strangari skilyrði fyrir skráningu á heimagistingu eru í farvatninu.

Af þeim gistinóttum sem útlendingar kaupa hér á landi þá er nærri fimmtungur í heimagistingu. MYND: ÓJ

Ríkisstjórnin boðar frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að skammtímaleigu á húsnæði. Þetta kom fram í kynningu á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Umfang útleigu á húsnæði til ferðafólks hefur lengi verið mikið hér á landi og sérstaklega í gegnum fyrirtæki eins og Airbnb.

Þessi bandaríska gistimiðlun veitir ekki upplýsingar um umsvif sín í hverju landi fyrir sig en greiningarfyrirtækið Airdna fylgist náið með umsvifum Airbnb á hinum ýmsu mörkuðum, þar á meðal hér á landi.

Nýjar tölur sem Airdna tók saman fyrir FF7 sýna að framboð á gistikostum í gegnum Airbnb hér á landi jókst um sjö prósent árið 2024.

Að jafnaði var fyrirtækið með 7.134 íslenska gistikosti á boðstólum í fyrra sem er viðbót um 7 prósent frá árinu undan. Framboðið var enn þá meira árið fyrir heimsfaraldur eins og sjá má á grafinu. Um 36 prósent af framboðinu í fyrra var í Reykjavík eða 2.559 gistirými á mánuði að jafnaði.

Í frumvarpinu sem ríkisstjórnin boðaði í síðustu viku verður lagt til að sýslumaðurinn fái heimild til að afla „upplýsinga frá Skattinum er lúta að tekjum, gjöldum og öðrum atriðum er kunna að skipta máli vegna eftirlits sýslumanns með skammtímaleigu.“ Eftirlitið verður sem sagt aukið með leigutekjum fólks.

Önnur breyting snýr að skráningu á skammtímaleigu en reglan er sú að allir þeir sem leigja út húsnæði til skemmri tíma eigi að vera með sérstakt leyfi. Í boðuðu frumvarpi verður þessi leyfisveiting takmörkuð við lögheimili og frístundahús leigusalans. Það verður því ekki tekið við skráningu á húsnæði sem fasteignaeigandinn nýtir ekki persónulega.

Það liggur þó ljóst fyrir að stór hópur fólks sem leigir út húsnæði í gegnum Airbnb hefur ekki látið skrá sig á þennan opinbera lista sem Sýslumaðurinn heldur utan um. Í dag eru um 850 leyfi í gildi.

Þriðja breytingin sem ríkisstjórnin boðar snýr að þeim sem stunda skammtímaleigu á húsnæði sem atvinnurekstur. Nú verða rekstrarleyfin tímabundin til fimm ára ef um er að ræða fasteignir í þéttbýli. Í dag eru rekstrarleyfin ótímabundin.

Til viðbótar við þessar þrjár breytingar þá verður í frumvarpinu kveðið á um að stjórnvöld hér á landi taki til skoðunar þær breytingar sem nýverið voru innleiddar innan Evrópusambandsins á gagnaöflun um skammtímaleigu. Það er nefnilega víðar en hér á landi sem reynt er að takmarka umsvifin í skammtímaleigu til túrista.

Með áskrift getur þú lesið greinina - 50% afsláttur: 3 mánuðir á 3.975 krónur

Nú færðu aðgang að öllum greinum FF7 með 50% afslætti í 3 mánuði. Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 3 mánuði á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]

Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.

 

Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér:

 

Nýtt efni

Hlutabréf í rafbílaframleiðandanum Tesla héldu áfram að lækka á markaði í dag. Í gær lækkuðu bréfin um 5% og í fyrstu viðskiptum þriðjudags lækkuðu þau um 6%.  Þá höfðu borist fréttir frá BYD, kínverskum keppinaut Tesla, um að nýir bílar fyrirtækisins yrðu með búnað sem tryggði að hægt væri að fullhlaða þá á 5-8 mínútum, …

Rætt er á vettvangi Evrópusambandsins að koma í veg fyrir að rekstur útvarpsstöðvarinnar Radio Free Europe/Radio Liberty stöðvist eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að stöðva fjárframlög í rekstur stöðvarinnar sem flytur fréttir á 27 tungumálum í 23 löndum í Austur-Evrópu, Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum. Um 700 fréttamenn starfa á stöðinni. Meðal þeirra sem leita leiða …

Lykilatriði í nýju orkuáætluninni er að auka framboð á endurnýjanlegri orku og að efla dreifikerfi til að lækka megi orkuverð verulega til neytenda. Þá vill ESB minnka notkun á gasi, sem væri efnahagslegt högg fyrir Noreg en þaðan koma um 30% af því gasi sem ESB-ríkin flytja inn.  Svíar eru í annarri stöðu. Þeir treysta …

Samkvæmt stöðuskýrslu norskra stjórnvalda til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafa þau mikinn áhuga á að taka beinan þátt í hreiniðnaðarstefnu þess (Clean Industrial Deal), sem er viðamikil áætlun um uppbyggingu vistvæns iðnaðar.  „Noregur ætti að taka beinan þátt í stefnumótandi umræðum innan ESB um hreiniðnaðarstefnuna,“ segir í skýrslunni sem afhent var Teresu Ribera, varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, þegar Cecilie Myrseth viðskiptaráðherra …

Bandarísk flugfélög hafa síðustu daga varað fjárfesta við verri horfum sem skrifast á minni eftirspurn eftir innanlandsflugi þar í landi. Áhugi Kanadabúa á ferðum til Bandaríkjanna hefur líka snarlega minnkað. Herskár tónn Bandaríkjaforseta í garð landsins hefur farið illa í heimamenn. Forstjórar stóru bandarísku flugfélaganna hafa hins vegar ekki gefið í skyn að sala á …

Óhætt er að segja að ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta hafi notið takmarkaðra vinsælda hjá stjórnendum bandarískra flugfélaga. Áhersla stjórnarinnar á bætt réttindi flugfarþega féll ekki í kramið og hörð afstaða til samruna eða samstarfs flugfélaga var gagnrýnd. Þegar úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum lágu fyrir í byrjun nóvember síðastliðnum fullyrti Ed Bastian, forstjóri Delta-flugfélagsins, að ferskir …

Hugsunin að baki hvatningunni til ráðamanna Evrópusambandsins, um að stofnaður verði sjóður til að styðja við að endurnýjun tæknilegra innviða, er að sá lærdómur verði dreginn af viðskiptastríði við Bandaríkin að Evrópa verði sjálfri sér nóg með alla nýjustu og bestu tækni sem völ er á. Undir bréfið til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, …

Smásöluverslun í Kína jókst um 4% í janúar og febrúar, samanborið við sömu mánuði í fyrra, samkvæmt tölum sem kínverska hagstofan birti í dag. Þetta eru mikilvægar vísbendingar þar sem yfirvöld reyna að örva neyslu til að auka hagvöxt. Á sama tíma jókst iðnaðarframleiðsla um 5,9%, sem var betri niðurstaða en búist var við. Tölur …