Evrópsku flugfélögin komast á skrið í kauphöllum

Eldsneytisreikningur flugfélaga mun að öllu óbreyttu lækka í ár. Verðið í dag er töluvert lægra en það var fyrir 12 mánuðum síðan.

Það þarf mörg tonn af eldsneyti til að koma farþegaþotu frá Íslandi. MYND: SWEDAVIA

Markaðsvirði flugfélaga hefur fallið eftir að Bandaríkjaforseti kynnti klæðaskerasaumaða tolla á heimsbyggðina á miðvikudaginn. Í dag er þó léttara yfir hlutabréfamörkuðum og gengi hlutabréfa í flugfélögum er almennt á uppleið.

Stærstu flugfélagasamsteypur Evrópu hafa allar hækkað í morgun. IAG, móðurfélag British Airways, Iberia og fleiri félaga, hefur hækkað um 6 prósent, Air France-KLM um 3,2 prósent og Lufthansa Group um 1,5 prósent. Ryanair, sem er stærsta flugfélag Evrópu í farþegum talið, hefur farið upp um 5 af hundraði í dag.

Hér heima hafa bréfin í Icelandair hækkað um nærri sex af hundraði en veltan með bréf Play er innan við 100 þúsund krónur sem er of lítið til að draga ályktanir af.

Fyrir utan léttari stemningu meðal fjárfesta í dag þá má gefa sér að lækkandi olíuverð skýri líka aukinn áhuga á flugfélögunum. Tonn af þotueldsneyti kostar í dag rétt um 650 dollara en var á 910 dollara fyrir ári síðan.

Kaup á þotueldsneyti er einn helsti kostnaðarliðurinn í rekstri flugfélaga en Icelandair og Play borguðu samanlagt 448,6 milljónir dollara fyrir eldsneyti á þotur sínar í fyrra. Sú upphæð jafngildir 60 milljörðum króna á gengi dagsins.

Félögin tvö hafa gert samninga um fast verð á hluta af eldsneytisnotkun sinni fram í tímann. Samkvæmt síðustu upplýsingum sem félögin birtu um þessa samninga þá voru kjörin töluvert lakari en fást í dag.

Með áskrift getur þú lesið greinina - 50% afsláttur: 3 mánuðir á 3.975 krónur

Nú færðu aðgang að öllum greinum FF7 með 50% afslætti í 3 mánuði. Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 3 mánuði á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]

Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.

 

Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér:

 

Nýtt efni

Sú sumaráætlun sem Play var með í sölu í mars síðastliðnum byggði í raun á afköstum átta flugvéla. Það hefur hins vegar legið fyrir lengi að þrjár af þeim tíu þotum sem félagið er sjálft með á leigu verða framleigðar annað. Síðustu vikur hefur Play svo fellt niður hluta af ferðum sínum fyrir komandi sumarvertíð. …

Auðvitað er helsta markmið funda Rachel Reeves fjármálaráðherra Bretlands með Scott Bessent, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, að ná samkomulagi um tollamál og draga úr afleiðingum nýrrar viðskiptastefnu Bandaríkjanna fyrir Bretland, sem stendur utan Evrópusambandsins. Reeves kom því hins vegar á framfæri í tengslum við vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans að tengslin við Evrópusambandið væru þó …

Bíllinn hefur verið smíðaður í Kína en þegar Biden-stjórnin bannaði notkun kínversks hugbúnaðar í innfluttum bílum var ákveðið að flytja framleiðsluna til Ghent, enda lá jafnframt fyrir að frá 2030 tæki líka gildi bann við innflutningi bíla með kínverskum smíðishlutum og sjálfkeyrandi bílum. Einnig hafði ákvörðun Evrópusambandsins um að hækka tolla á kínverskum bílum og …

Tæknirisinn Apple er milli steins og sleggju í viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Kína. Stór hluti af framleiðslu þessa bandaríska fyrirtækis fer nefnilega fram í Kína og ofurtollar Donald Trump voru því mikið högg. Síðar veitti Bandaríkjaforseti snjallsímum undanþágu frá tollunum tímabundið en helsta söluvara Apple eru iPhone-símarnir.  Stjórnendur Apple vinna nú að breytingum á framleiðslunni …

Það ríkti mikil bjartsýni á skrifstofum bandaríska flugfélagsins Alaska Air í fyrra þegar ljóst var að yfirtaka á Hawaiian Airlines fengi grænt ljós samkeppnisyfirvalda vestanhafs. Stuttu síðar tilkynntu stjórnendur flugfélagsins að samruninn myndi skila enn meiri rekstrarábata en áður hafði verið reiknað með. Af uppgjöri Alaska Air fyrir nýliðinn fjórðung að dæma þá hefur staðan …

Robert Habeck, fráfarandi atvinnumálaráðherra Þjóðverja, kynnti fyrr í dag endurskoðaða spá ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2025. Sú gerir ráð fyrir að landsframleiðsla standi í stað í ár en áður var gert ráð fyrir 0,3 prósenta vexti.  Sú spá var birt í janúar sl. en fram að því hafði ríkisstjórn Þýskalands áætlað að hagvöxtur í landinu yrði …

Alþjóðasamtök ræktenda vínviðar og víngerðar (Organisation Internationale de la vigne et du vin - OIV) áætla að heimsneysla á víni árið 2024 hafi verið 214,2 milljónir hektólítra (mhl), sem er 3,3 prósenta minnkun frá árinu 2023. Ef þetta reynist rétt þá er þetta minnsta neysla sem skráð hefur verið frá árinu 1961 og undirstrikar um leið …

Sala á Tesla-rafbílum innan aðildarlanda Evrópusambandsins dróst saman um 45 prósent á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við sama tímabil í fyrra samkvæmt nýjum tölum frá samtökum evrópskra bílaframleiðenda (ACEA). Samdrátturinn hjá bílafyrirtæki hins umdeilda milljarðamærings Elon Musk var mestur í janúar og febrúar en minni í mars. Skýringin á því liggur meðal annars í nýrri …