Markaðsvirði flugfélaga hefur fallið eftir að Bandaríkjaforseti kynnti klæðaskerasaumaða tolla á heimsbyggðina á miðvikudaginn. Í dag er þó léttara yfir hlutabréfamörkuðum og gengi hlutabréfa í flugfélögum er almennt á uppleið.
Stærstu flugfélagasamsteypur Evrópu hafa allar hækkað í morgun. IAG, móðurfélag British Airways, Iberia og fleiri félaga, hefur hækkað um 6 prósent, Air France-KLM um 3,2 prósent og Lufthansa Group um 1,5 prósent. Ryanair, sem er stærsta flugfélag Evrópu í farþegum talið, hefur farið upp um 5 af hundraði í dag.
Hér heima hafa bréfin í Icelandair hækkað um nærri sex af hundraði en veltan með bréf Play er innan við 100 þúsund krónur sem er of lítið til að draga ályktanir af.
Fyrir utan léttari stemningu meðal fjárfesta í dag þá má gefa sér að lækkandi olíuverð skýri líka aukinn áhuga á flugfélögunum. Tonn af þotueldsneyti kostar í dag rétt um 650 dollara en var á 910 dollara fyrir ári síðan.
Kaup á þotueldsneyti er einn helsti kostnaðarliðurinn í rekstri flugfélaga en Icelandair og Play borguðu samanlagt 448,6 milljónir dollara fyrir eldsneyti á þotur sínar í fyrra. Sú upphæð jafngildir 60 milljörðum króna á gengi dagsins.
Félögin tvö hafa gert samninga um fast verð á hluta af eldsneytisnotkun sinni fram í tímann. Samkvæmt síðustu upplýsingum sem félögin birtu um þessa samninga þá voru kjörin töluvert lakari en fást í dag.
Með áskrift getur þú lesið greinina - 50% afsláttur: 3 mánuðir á 3.975 krónur
Nú færðu aðgang að öllum greinum FF7 með 50% afslætti í 3 mánuði. Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 3 mánuði á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]
Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.
Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér: