Samfélagsmiðlar

Leitarniðurstöður fyrir: rrs

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …

Það hefur tíðkast hjá Icelandair um langt árabil að skipta farþegahópnum í þrennt; ferðamenn á leið til Íslands, íbúar á Íslandi á leið til út og svo tengifarþega. Fjöldi farþega í hverjum hópi fyrir sig var lengi vel aðeins birtur ársfjórðungslega en við fall Wow Air, í mars 2019, var upplýsingunum deilt í mánaðarlegum farþegatölum …

Vueling, A320neo

Endurnýjun flugflota er mikilvægur liður í að draga úr losun og minnka hávaðamengun - gera flugið sjálfbærara. Nýir flugvélamótorar nýta orkuna betur og eru lágværari en eldri gerðir. Innan Evrópu eru næstum tveir þriðju áætlunarferða í lofti farnar á mjóþotum og verða þær helst fyrir valinu þegar flugfélög endurnýja flota sinn. Valið stendur yfirleitt um …

Keflavíkurflugvöllur og stærsta flughöfn Evrópu, Heathrow í London, eru einu flugvellirnir í álfunni sem eru heimahöfn tveggja tengiflugfélaga. Á öðrum evrópskum flugvöllum er rekstur tengimiðstöðvar á hendi eins flugfélags. Á Schiphol er það KLM, Lufthansa situr eitt að Frankfurt, SAS er með tengimiðstöðina í Kaupmannahöfn og svo mætti áfram telja. Þessi dæmi rakti Bogi Nils …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Árið 2018 var gott í vestrænum flugrekstri en hér heima var staðan allt önnur. Icelandair, sem hafði verið rekið með vænum hagnaði í mörg ár, tapaði um 7 milljörðum og þáverandi forstjóri sagði upp vegna ástandsins.  Wow Air hélt á sama tíma mislukkað skuldafjárútboð fyrir opnum tjöldum og þá kom í ljós hversu illa félagið …

Flugfélög vestanhafs geta á ný tekið í notkun Boeing Max 9 þotur sínar en flugvélar af þeirri gerð voru kyrrsettar í ársbyrjun eftir að hleri losnaði af einni slíkri stuttu eftir flugtak. Mikil mildi þykir að ekki urðu slys á fólk en enginn sat í sætunum þar sem stórt gat myndaðist á skrokki flugvélarinnar. Í …

Allt frá því að hleri losnaði af farþegarými Boeing Max 9 þotu í ársbyrjun þá hafa spjótin ekki aðeins beinst að flugvélaframleiðandanum sjálfum heldur líka Spirit Aero Systems, fyrirtækinu framleiðir stóran stóran hluta af flugvélaskrokkum Boeing. Þar á meðal hina umtölu hlera sem settir eru í stað neyðarútgangs á flestar Boeing Max 9 þotur, þó …

Hjá United Airliens er ekki lengur gert ráð þotur af gerðinni Boeing Max 10 verði hluti af flota félagsins. Engu að síður hefur flugfélagið pantað 277 eintök af þessari þotu samkvæmt frétt Bloomberg. „Boeing getur ekki staðið við samninga um afhendingu á þessum flugvélum," sagði Scott Kirby, forstjóri United Airlines, á uppgjörsfundi í gær þar …

Bandaríska flugöryggisstofnunin hefur gefið út að alla þær 170 Boeing Max 9 þotur sem bandarísk flugfélög nota í dag megi ekki fara í loftið. Þessi tilskipun kemur í kjölfar þess að stórt gat kom á skrokk einnar vélar af þessari tegund í gærkvöld. Sú var tekin í notkun fyrir tveimur mánuðum síðan og er í …

Stjórnendur bandaríska flugfélagsins Alaska Airlines ákváðu nú fyrir stundu að kyrrsetja allar Boeing Max 9 þotur félagsins en þær eru 65 talsins. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að stærðarinnar gat kom á farþegarými flugvélar félagsins í nærri 5 kílómetra hæð. Þotan var á leið frá Portland í Oregon og snéri við eftir atvikið og …

Asíufólk á Akrópólis

Það fór að bera á því víða á samfélagsmiðlum árið 2021 að talað væri um revenge travel, sem ekki er einfalt að snúa með góðu móti yfir á íslensku. Revenge þýðir auðvitað hefnd, að hefna sín, ná fram hefndum. Túristi velur að leika sér svolítið með meininguna og tala frekar um það í þessu samhengi …

pittsburgh a

Halifax í Kanada var lengi fastur liður í sumaráætlun Icelandair en fyrir sumarvertíðina 2019 varð félagið að hætta flugi þangað vegna skorts á þotum sem rekja mátt til kyrrsetningar Boeing Max flugvélanna. Næsta sumar ætlar Icelandair hins vegar að snúa aftur til Halifax og er fyrsta ferð á dagskrá þann 31. maí. Flogið verður þrisvar …

Í könnun sem Gallup gerði fyrir Túrista í ágúst og birt var í nýliðinni viku kom fram að 58 prósent aðspurðra telja að erlendir ferðamenn hafi verið of margir á landinu í sumar. Þeir sem voru þessarar skoðunar skiptust í tvo hópa: 21 prósent taldi ferðamennina hafa verið alltof marga en 37 prósentum þóttu þeir …

Tveimur vikum eftir gjaldþrot Wow Air boðaði Icelandair aukið flug til sólarlanda en flugfélag Skúla Mogensen var mun stórtækara á þeim markaði en Icelandair hafði nokkurn tíma verið. Ekkert varð þó af þessum áformum því kyrrsetning á Boeing Max þotunum allt árið 2019 gerði það að verkum að Icelandair átti fullt í fangi með að …

Segja má að rekstur Icelandair hafi verið hálfgerð eyðimerkurganga frá árinu 2018. Þá fór kapphlaupið við Wow Air með reksturinn og þáverandi forstjóri sagði starfi sínu lausu. Árið eftir varð helsti keppinauturinn gjaldþrota en þá höfðu Boeing Max þotur félagsins verið kyrrsettar og aftur fór leiðakerfið úr skorðum. Tap Icelandair var mikið þessi tvö ár …

Hálkuvarnir á flugbrautum og flughlöðum eru misjafnar því vetrarfærðin er með ýmsum hætti. Á Keflavíkurflugvelli nýtist afísingarvökvi ekki í skafrenningi og er þá gripið til þess að setja sand á flugvallarsvæðið. Sá sandur verður að vera í samræmi við ákveðna staðla og hefur Icelandair í áraraðir unnið með Isavia að þessum málum.

Það voru 343 þúsund farþegar sem flugu til og frá Keflavíkurflugvelli með Icelandair í maí sem er viðbót 18 prósent frá sama tíma í fyrra. Óseldu sætin í þotunum voru líka mun færri núna en þá, sætanýtingin í síðasta mánuði var 80,7 prósent en aðeins 74,1 prósent í fyrra. Samanburðurinn við maí árið 2019, fyrir …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða