Samfélagsmiðlar

Leitarniðurstöður fyrir: rss

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

Hlutafjárútboð Play hófst í morgun en þar er lagt upp með að selja almenningi nýtt hlutafé í flugfélaginu fyrir 500 milljónir króna. Hópur stærstu hluthafa auk fagfjárfesta hefur þegar veitt vilyrði fyrir 4,5 milljarða króna innspýtingu. Hlutafjáraukningin verður því aðeins meiri en lagt var upp með þegar hún var kynnt í byrjun febrúar en þá …

Komur skemmtiferðaskipa til Íslands vekja margar spurningar vegna áhrifa þeirra á umhverfi og samfélög en líka vegna þess álags sem þeim fylgir á innviði og náttúru þeirra staða sem farþegar skoða á meðan skipin staldra við. Þessi grein ferðaþjónustu er áberandi víða: Svartur reykur liðast upp í loftið frá þessum stórum skipum á siglingu inn …

Vestfirðir

Erlend kortavelta eykst ekki í takt við fjölda ferðamanna segir í greiningu Landsbankans sem birt var nýverið. Þar segir að síðustu þrjá mánuði virðist sem ferðamenn hér á landi eyði ekki eins miklu og áður. „Í desember og janúar síðastliðnum dróst kortavelta saman á milli ára á föstu gengi og þó ferðamönnum hafi fjölgað um …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í gær en í aðdraganda fundarins fór fram rafræn kosning meðal félagsmanna um þrjá meðstjórnendur í stjórn SAF til næstu tveggja ára ásamt því að kjörinn var formaður. Á fundinum var Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf., sjálfkjörinn formaður SAF til næstu tveggja ára. Tekur Pétur við …

Þegar byrjað er að ræða ímynd Íslands er eins líklegt að einhver ranghvolfi augunum, hristi höfuðið eða fussi - og spyrji síðan: Hvaða máli skiptir einhver ímynd? Viðkomandi efasemdarmanneskja gæti þá haft í huga að síðast þegar hún kom til Þingvalla gat hún ekki notið fegurðar, tignar og helgi staðarins vegna þess aragrúa ferðamanna sem …

Íslandsstofa varar við því að ríkið verji minna fé til að kynna og auglýsa Ísland sem áfangastað. Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til 2030. Um leið og því er fagnað að breyta eigi verklagi þannig að fyrirsjáanleiki verði meiri við markaðssetningu landsins gagnvart neytendum þá bendir Íslandsstofa …

Jói á Fjörukránni, eins og hann er oftast nefndur, hefur byggt upp öflugt ferðaþjónustufyrirtæki í miðbæ Hafnarfjarðar með því að „ræna“ ferðamönnum úr Keflavíkurrútunni að víkingasið - eða lokka þá að þessum undraverðu húsakynnum, sem bera svipmót norskrar stafkirkju en um leið heiðins hofs - og íslensks burstabæjar. Það er víða leitað fanga. Víkingahótelið og …

Framboðsfrestur til stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar rann út á fimmtudaginn og var Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri og annar eigenda ferðaþjónustufyrirtækjanna Katla og Viator, sá eini sem gaf kost á sér til formennsku. Pétur er því sjálfkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og tekur hann við embættinu af Bjarnheiði Hallsdóttur sem verið hefur formaður frá árinu 2018. Lög SAF kveða …

Alþjóðasamtök flugvalla (ACI) hafa sjötta árið í röð verlaunað Keflavíkurflugvöll fyrir þjónustugæði. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar þjónustukönnunar á vegum ACI sem gerð er ár hvert á um 400 flugvöllum um allan heim. Keflavíkurflugvöllur er í hópi bestu flugvalla í Evrópu í sínum stærðarflokki, 5-15 milljónir farþega á ári, þegar kemur að þjónustugæðum að því segir í tilkynningu. …

Fjölgun flugferða héðan til London og Frankfurt í vetur er dæmi um offramboð að mati stjórnenda Icelandair líkt og þeir fóru yfir á uppgjörsfundi í byrjun febrúar. Starfsfólk Icelandair mun þó ekki þurfa að horfa til Play í þýsku borginni nú í sumar því helsti keppinauturinn gerir hlé á ferðum sínum til þangað frá 1. …

„Ég er alinn upp á höfuðborgarsvæðinu en var sendur í sveit á sumrin sem unglingur. Eftir stúdentspróf lá leiðin í Bændaskólann á Hvanneyri og síðar í Háskóla Íslands. Ég réði mig í fullt starf til Bændasamtakanna árið 2002 og var þar í 19 ár í útgáfu- og kynningarmálum, stýrði meðal annars útgáfu Bændablaðsins og vann …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

„Það hafði samband við mig kona sem sagði mér frá mömmu sinni sem var um nírætt og tímdi ekki að deyja fyrr en hún kæmist að því hvernig sagan endaði,“ segir finnski rithöfundurinn Satu Rämö en sakamálabókaflokkur hennar Hildur hefur slegið í gegn í Finnlandi. Nú þegar hafa komið út þrjár bækur í bókaflokknum en …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða