Samfélagsmiðlar

Frásagnir

ForsíðaFrásagnir

Íslenskur bókamarkaður hefur nokkra sérstöðu á heimsvísu þar sem um það bil 80 prósent af allri bóksölu fer fram á þrjátíu dögum; frá 24. nóvember til 24 desember. Þetta hefur sína kosti og sína galla. Mikil bókastemmning getur skapast fyrir jólin þar sem þorri almennings verður var við bókaiðnaðinn; bókaauglýsingar eru áberandi, rithöfundar keppast við …

Á nýjum bóksölulista Eymundsson vekur athygli að bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Snjór í paradís, situr sem fastast á toppi listans. Að vísu er ekki í frásögur færandi að bækur Ólafs Jóhann seljist eins og heitar lummur á Íslandi. Allt frá því hann gaf út sína fyrstu bók Níu lyklar árið 1986 hefur höfundurinn verið fastur gestur á tindi …

Ýmislegt hefur komið bókaáhugamönnum skemmtilega á óvart í yfirstandandi bókaflóði og má nefna mikinn sigur Bjarts-Veraldar á metsölulistum landsmanna. Fjórar bækur útgáfufyrirtækisins  (Frýs í æðum blóð, Yrsa Sigurðardóttir, Snjór í Paradís, Ólafur Jóhann Ólafsson, Hvítalogn, Ragnar Jónasson og Heim fyrir myrkur, Eva Björg Ægisdóttir) eru í efstu sex sætum skáldverkalistans.  Sigurganga Eiríks Arnar Norðdahl með Náttúrulögmálin hefur vakið athygli, einnig árangur bókaforlagsins …

Oft heyrist á áhugamönnum um útgáfu bóka að nú, þegar jólin eru alveg á næsta leyti, að það sé orðið þreytt á því að hitta alltaf sama fólkið í þessum standandi útgáfuhófum. „Bara ef það væru nú stólar,“ dæsti einn af eldri rithöfundum þjóðarinnar þegar hann hafði staðið nokkuð lengi með volga hvítvínsglasið sitt á …

Í upphafi jólabókavertíðar var töluvert rætt og ritað um að nú væri tími stuttu bókanna. 500 síðna doðrantar ættu ekki lengur upp á pallborðið hjá lesendum sem á síðari tímum eiga erfitt að einbeita sér lengur en tvær mínútur í senn. Lestur langra bóka er því mörgum jafn torveld raun og að ganga upp á efsta tind …

Það eru gerðar þúsund rannsóknir og aðrar þúsund rannsóknir og niðurstaðan er alltaf sú sama: Drengir, og karlmenn almennt, eru að dragast aftur úr úr kvenkyninu á flestum sviðum samfélagsins. Sérstaklega þegar kemur að árangri í skóla, menntun, lestri bóka og þátttöku í menningarlífi. Um 25 prósent karla opna aldrei bók, hvorki fagbók né fagurbókmenntir, …

Hinn nýbakaði Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum, Jon Fosse, er bóndasonur. Hann ólst upp á litlum bóndabæ við Strandebarm á vesturströnd Noregs og átti hamingjuríka æskudaga þar. Þó lenti hann í alvarlegu óhappi þegar hann var sjö ára og var nær dauða en lífi. Vetrardag einn átti Jon Fosse einhver erindi með glerflösku fulla af appelsínusafa út …

Fyrir nokkrum dögum var haldin samkoma í London á samkomustað sem kallast Old Billingsgate. Mörg hundruð prúðbúnir einstaklingar biðu í ofvæni eftir því að formaður dómnefndar Bookerverðlaunanna gengi í pontu til að tilkynna heiminum hver hefði hlotið þann mikla heiður að hreppa hin eftirsóttu bókmenntaverðlaun – og 50.000 pund. Samkvæmt veðbönkum var Paul Lynch, írskur …

Fólkið á skráningarborðinu tók mér vel, það voru engar raðir og merkingar skýrar. Ég var kominn með passann um hálsinn og mættur á loftslagsráðstefnuna í Dúbæ. Ég gekk vasklega inn í stærsta ráðstefnusalinn á svæðinu, þann allra fínasta, framhjá fánum og fyrirmennum og áhrifavöldum að taka sjálfur með flóknum tæknibúnaði, og settist niður. Leit upp …

Klukkan 02:08 í nótt voru tveir menn handteknir í bíl fyrir utan Marriott-hótelið inni í miðri Kaupmannahöfn. Í bílnum fannst mikið magn af því sem lögreglan kallar „ólöglegir flugeldar“. Þótt enn sé langt til áramóta kom þessi flugeldafundur lögreglunni ekki sérlaga mikið á óvart því snemma á sunnudag bókuðu leikmenn tyrkneska fótboltaliðsins Galatasaray sig inn …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …