Samfélagsmiðlar

Fréttir

ForsíðaFréttir

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …

Það styttist í að Strætó geti boðið farþegum upp á að greiða með bankakortum á snertilausan hátt í vögnum sínum. „Loksins!“ segja vafalaust margir óreglulegir notendur þjónustunnar, sem hafa pirrað sig á því hversu flókið og fráhrindandi greiðslukerfi Strætó er - að þurfa að hlaða niður Klapp-appinu (smáforriti), kaupa sérstaka passa með fyrirframgreiddum fargjöldum og …

Áætlunarferðunum frá Keflavíkurflugvelli fjölgaði um fimmtung í mars í samanburði við sama mánuð í fyrra. Öll viðbótin skrifaðist á íslensku flugfélögin en Icelandair bætti við 180 brottförum og Play 152 samkvæmt ferðagögnum FF7. Hlutfallslega nam aukningin 22 prósentum hjá því fyrrnefnda en 54 prósentum hjá því síðarnefnda. Erlendu flugfélögin sem heild bættu aðeins við fjórum …

Hlutafjárútboð Play hófst í morgun en þar er lagt upp með að selja almenningi nýtt hlutafé í flugfélaginu fyrir 500 milljónir króna. Hópur stærstu hluthafa auk fagfjárfesta hefur þegar veitt vilyrði fyrir 4,5 milljarða króna innspýtingu. Hlutafjáraukningin verður því aðeins meiri en lagt var upp með þegar hún var kynnt í byrjun febrúar en þá …

„Við þrengjum verulega að þjónustuaðilum á meðan verið er að byggja húsið en erum með ýmiskonar mótvægisaðgerðir og vonumst til að þetta gangi snurðulaust fyrir sig. Það sýna þessu allir skilning. Allir vilja sjá þessu verkefni lokið. Við hlökkum til vorsins 2026,“ sagði Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, um fyrirhugaða farþegamiðstöð á Skarfabakka í viðtali nýverið …

vegabref 2

Það voru 15.729 ný vegabréf gefin út á fyrsta fjórðungi ársins og leita þarf aftur til 2016 til að finna blómlegri útgáfu þessum tíma árs. Þá voru nýju passarnir 17.748 en það ár flugu 536 þúsund íslenskir farþegar frá Keflavíkurflugvelli en þeir voru 591 þúsund í fyrra.

Það voru 143 þúsund farþegar sem nýttu sér flugferðir Play til og frá Keflavíkurflugvelli í mars sem er töluverð bæting frá mánuðinum á undan. Núna var sætanýtingin líka betri eða 88 prósent og hefur hún ekki áður verið þetta há yfir vetrarmánuð að því segir í tilkynningu frá Play. Þar bendir nýr forstjóri félagsins, Einar …

Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, hefur tekið við formennsku í Cruise Iceland, samtökum þeirra sem veita skemmtiferðaskipum sem hingað koma þjónustu. Fráfarandi formaður, Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Auk Sigurðar Jökuls voru kjörin í stjórn þær Emma Kjartansdóttir, Iceland Travel, sem er varaformaður, Anna B. Gunnarsdóttir, Atlantik, Íris …

Það hefur tíðkast hjá Icelandair um langt árabil að skipta farþegahópnum í þrennt; ferðamenn á leið til Íslands, íbúar á Íslandi á leið til út og svo tengifarþega. Fjöldi farþega í hverjum hópi fyrir sig var lengi vel aðeins birtur ársfjórðungslega en við fall Wow Air, í mars 2019, var upplýsingunum deilt í mánaðarlegum farþegatölum …

Kínverski viðskiptaráðherrann, Wang Wentao, er staddur í París og ræðir í dag við fjármálaráðherra Frakklands, Bruno Le Maire, um hratt vaxandi útflutning á kínverskum rafbílum inn á Evrópumarkað. Bílaframleiðendur í Evrópu hafa þrýst á mótvægisaðgerðir til að geta keppt við flóð ódýrra bíla frá Kína. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf fyrr á árinu rannsókn á því hvort …

Það var flogið frá Keflavíkurflugvelli til rúmlega sjötíu borga í Evrópu og Norður-Ameríku í síðasta mánuði og langoftast settu þoturnar stefnuna á London. Þar á eftir komu Kaupmannahöfn og New York samkvæmt ferðagögnum FF7. Að jafnaði voru flugferðirnar héðan til London nærri níu á dag sem er aukning um 9 prósent frá mars í fyrra …