Samfélagsmiðlar

Fréttir

ForsíðaFréttir

Ferðamönnum fjölgaði töluvert á Flórída í sumar þrátt fyrir olíulekann á Mexíkóflóa. Velheppnuð auglýsingaherferð, fjármögnuð af BP olíufyrirtækinu, er talin hafa skipt sköpum. Ferðaþjónustan á svæðunum við Mexíkóflóa átti undir högg að sækja í vor. Olía gaus upp úr borholu BP undan ströndinni og rak víða upp á land. Það var því útlit fyrir að …

Minnstur tími fer til spillis á ferðalagi í Svíþjóð. Þar er meðalbið eftir afgreiðslu tvær og hálf mínúta. Í Rússlandi er ástandið slæmt.Tíminn er dýrmætur og ekki síst í utanlandsferðum þegar miklu hefur verið kostað til. Þeir sem vilja lágmarka þann tíma sem fer til spillis í fríinu ættu að ferðast til Svíþjóðar þar sem …

Það rignir að meðaltali þriðja hvern dag í Danmörku en í ágúst hefur varla liðið sá dagur að ekki falla dropi af himni.Stígvél og regnhlífar seljast eins og heitar lummur hjá frændum okkar Dönum þessa dagana. Tryggingafélög bera sig illa og láta í veðri vaka að iðgjöld á húsatryggingum verði hækkuð um tugi prósenta enda …

Bílaleigur á vinsælustu ferðamannastöðunum hafa selt sig dýrt í sumar samanborið við síðasta ár. Í Tyrklandi hefur verðið næstum því tvöfaldast á milli ára.Vikuleiga á bíl í útlöndum kostar varla undir fimmtán þúsund krónum og yfir hásumarið má reikna með tvöfalt eða þrefalt hærri upphæð. Það eru því ekki góðar fréttir fyrir ferðamenn að verðið …

Allir flugfarþegar eiga að sitja í sínu eigin sæti að mati bandarísks slysavarnarráðs. Líka börn yngri en tveggja ára sem í dag þurfa að sitja í fanginu hjá fullorðnum.Slysum á ungabörnum í flugvélum myndi fækka ef þau nytu sama öryggis og þeir sem eldri eru. Þetta er mat slysavarnarráðs vestanhafs sem beinir þeim tilmælum til …

Tune Hotels vonast til að valda byltingu í ferðaþjónustunni líkt og Ryanair og Easyjet gerðu á sínum tíma. Um mánaðarmótin opnar fyrsta hótel þeirra í London. Gistingin kostar frá 6500 krónum og fólk borgar aukalega fyrir þrif og handklæði. Lággjaldaflugfélögin eru mörg hver lunkin við að rukka farþegana aukalega fyrir farangur, sætaskipan og fleira. Ryanair …

Nú er það ekki aðeins í Péturskirkjunni þar sem berar axlir og hné mega ekki sjást. Bannið á núna við um allt Vatíkanið, ferðamönnum og óbreyttum Rómverjum til mikils ama. Það er ekki óalgengt að ferðamönnum í stuttbuxum sé snúið við í anddyri kaþólskra kirkna við Miðjarðarhafið. Í Péturskirkjunni í Vatíkaninu í Róm hefur það …

Mikill skortur er á íbúðarhúsnæði í miðborgar Parísar. Yfirvöld ætla að beita gömlum lögum til að koma heimamönnum inn í orlofsíbúðir útlendinga og ráða þannig bót á vandanum. Það er óheimilt að leigja út íbúð til skemmri tíma en eins árs í höfuðborg Frakklands. Þessum lögum hefur ekki verið fylgt hingað til en nú kann …

Tveir tuttugu og fjögurra hæða turnar sem halla í fimmtán gráður munu hýsa stærsta hótel Norðurlanda sem opnar í Kaupmannahöfn næsta sumar.Ráðstefnuhöllin Bella Center í Ørestad hverfinu í Kaupmannahöfn er ekki mikið fyrir augað. Forsvarsmenn hennar vonast þó líklega til að Bella Sky hótelið, sem er sambyggt ráðstefnuhöllinni, muni verða eitt af kennileitum þessa hlutar …

Þó flugmiðarnir séu fyrir löngu í höfn og hótelgistingin líka þá vill það oft gleymast að kanna hvort vegabréfið er ennþá í gildi. Skyndiútgáfa vegabréfa er algeng hér á landi. Í júní síðastliðnum var sjöundi hver nýr passi afgreiddur með forgangi, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Þess háttar afgreiðsla kostar næstum því helmingi meira en hefðbundin, …

Aukið álag á skrifstofu besta veitingastaðar í heimi er ástæðan fyrir nýlegum verðhækkunum.  Veitingastaðurinn Noma í Kaupmannahöfn var valinn sá besti í heimi síðastliðið vor. Í kjölfarið töldu danskir blaðamenn það næsta víst að verðin á matseðlinum myndu hækka hressilega því matgæðingar heimsins myndu nú fjölmenna á staðinn og ekki setja verðið fyrir sig. Í …

Hollenskum kaffihúsum sem selja kannabisefni verður bannað að afgreiða útlendinga ef Evrópudómstóllinn tekur undir álit aðallögmanns ESB.Ferðamenn í hassvímu valda miklum vanda í Hollandi. Af þeim sökum hefur lengi verið um það rætt í landinu hvort banna eigi útlendingum að sækja hin sérstöku kaffihús þar sem má kaupa og neyta marijúana og hass. Yfirvöld í …

Sífellt fleiri Norðmenn hafa efni á að kaupa sér gistingu á bestu hótelum heims. Þessi hópur kann sig samt ekki innan um allt fína fólkið.Norsurum er stundum legið á hálsi fyrir að vera sveitalegir. Það þarf því ekki að koma á óvart að framkoma hins ört stækkandi hóps nýríkra Norðmanna þyki ekki til fyrirmyndar meðal …

Þriðji hver Dani er sannfærður um að það hafi jákvæð áhrif á fjölskylduna að fara í frí saman. Sumarfríið er ekki aðeins kærkomin hvíld frá vinnu og hversdagsleikanum heldur einnig gullið tækifæri til að treysta fjölskylduböndin. Samkvæmt nýrri könnun fríblaðsins 24timer í Danmörku er þriðji hver Dani á þeirri skoðun að stemningin í fjölskyldunni verði …

Hið eina sanna Tívolí í Kaupmannahöfn er sá staður í Danmörku sem laðar að flesta gesti. Vinsældir danska ríkislistasafnsins hafa stóraukist frá fyrra ári.Þrátt fyrir að gestum Tívolí hafi fækkað á milli ára þá trónir þessi sígildi skemmtigarður ennþá á toppi listans yfir vinsælustu ferðamannastaðina í Danmörku. Bakken á Sjálandi er í öðru sæti og …

Þeir sem sækja Barcelona heim í framtíðinni gætu þurft að greiða sérstakan skatt við komuna til borgarinnar.Efnahagsástandið er ekki gott í Evrópu og niðurskurðarhnífurinn því víða á lofti. Í Barcelona er útlit fyrir að opinberir styrkir til markaðssetningar á borginni verði lækkaðir verulega á næstunni. Af þeim sökum hafa ferðamálayfirvöld borgarinnar lagt til að settur …

Ferðaskrifstofur í Englandi þéna aukalega eina milljón punda á dag vegna lélegs árangurs enska landsliðsins á HM að mati dagblaðsins Telegraph. Ferðagleði Englendinga var í sumarbyrjun í algjöru lágmarki, meðal annars vegna verkfalla hjá British Airways og ástandsins sem askan úr Eyjafjallajökli olli. En nú er stemmningin önnur og er ástæðan helst rakin til ófaranna …

Ólíkt hafast kynin að í fríinu. Ný könnun sýnir að drykkja karlmanna eykst þegar þeir ferðast á meðan konur hafa samfarir oftar en venjulega. Á meðan að meirihluti karla situr á hótelbarnum eru fleiri konur en ella uppi á herbergi að njóta ásta. Þetta eru niðurstöður könnunar meðal viðskiptavina dönsku ferðaskrifstofunnar Star tour. Þar kemur …