Samfélagsmiðlar

Fréttir

ForsíðaFréttir

Þeir sem eru á leið til Spánar ættu að búa sig undir steikjandi hita. Spáin gerir ráð fyrir heitasta sumrinu þar í landi frá aldarmótum. Það má gera ráð fyrir því að þúsundir Íslendinga séu á leiðinni til Spánar í sumar því landið hefur lengi notið mikillar hylli meðal íslenskra ferðamanna. Hið heita loftslag er …

Ferðamönnum á Kanaríeyjum fækkaði verulega á síðasta ári. Fjórði hver eyjaskeggi er nú atvinnulaus. Yfirvöld ætla að setja mikið fé í endurbætur á hótelum eyjanna á næstunni.Kanaríeyjar hafa lengi verið einn vinsælasti ferðamannastaður Spánar. Á síðasta ári fækkaði þó ferðamönnum á eyjunum um rúm tólf prósent. Þessar dvínandi vinsældir hafa leikið efnahag svæðisins grátt og …

Það eru ekki bara vasaþjófar sem ræna ferðamenn heldur líka tölvuþrjótar sem stela kreditkortaupplýsingum frá gististöðum. Það hefur færst mjög í vöxt að hótel verði fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Þau liggja oft á miklu magni af verðmætum kreditkortaupplýsingum og yfir þær vilja bófarnir komast samkvæmt skýrslu bandaríska öryggisfyrirtækisins Trustwave. Þessi illa fengnu kreditkortanúmer eru síðan …

Á laugardaginn dregur einkaþjálfarinn Daníel Westling hring á fingur Viktoríu krónprinsessu. Yfir því kætast Svíar þessa dagana og efna til mikillar veislu.Konungleg brúðkaup þykja mikil tíðindi meðal hinna konungssinnuðu frændþjóða okkar í Skandinavíu. Þannig flyktist fólkið til Kaupmannahafnar þegar Friðrik krónprins gekk að eiga hina áströlsku Mary fyrir sex árum síðan. Nú er röðin komin …

Aðeins þeir sem puða á þrekhjóli fá að hoppa út í splunkunýja sundlaug á Hróarskelduhátíðinni í ár.  Bakvið áhorfendastæðin við Orange senuna á Hróarskeldu er verið að koma fyrir tuttugu og fimm metra langri sundlaug sem verður í laginu eins og vörumerki Tuborg bjórframleiðandans. Hreinsibúnaður laugarinnar er knúinn áfram með rafmagni sem baðgestirnir sjálfir búa …

Það voru teknar skóflustungur að mörgum nýjum hótelum árin fyrir krísuna. Þau opna nú hvert af öðru og nálgast fjöldi hótelherbergja á heimsvísu tuttugu milljónir.Það ríkti mikil bjartsýni í ferðamannageiranum líkt og annars staðar fyrir nokkrum árum síðan. Fjárfestar kepptust um að leggja peninga í nýja gististaði og sérstaklega í Miðausturlöndum og S-Ameríku. Framboð á …

Farþegum evrópsku flugfélaganna fjölgaði jafnt og þétt fyrstu þrjá mánuði ársins. En svo setti gosið í Eyjafjallajökli strik í reikninginn.Þegar fyrsti þriðjungur ársins er gerður upp kemur í ljós að farþegum evrópsku flugfélaganna fækkaði um tæplega þrjá af hundraði. Þetta kemur fram í tölum frá samtökum fyrirtækjanna, AEA, en lággjaldaflugfélög álfunnar eru ekki í þessum …

Endurbætur á einu af kennileitum New York hófust í síðustu viku. Ferðamenn geta þó áfram gengið yfir brúnna og virt fyrir sér útsýnið yfir borgina. Brooklyn-brúin, sem tengir saman Manhattan og Brooklyn, hefur lengi verið aðdráttarafl fyrir túrista í New York. Uppi á henni liggur nefnilega gangbraut og þaðan er útsýnið til háhýsanna á Manhattan …

Verkföll og mótmæli hafa dregið úr áhuga fólks á að sækja Grikki heim í sumar. Verðlag á grískum hótelum fer hríðlækkandi.Það er ekki bara á Íslandi sem ferðamannageirinn á í vök að verjast. Grikkir eiga i miklum vanda enda hafa verkfallsaðgerðir og mótmæli haft neikvæð áhrif á straum ferðamanna til landsins. Þannig hafa hátt í …

Glæpir eru á undanhaldi í New York. Fólk hvergi óhultara í bandarískri stórborg en þar.Af tuttugu og fimm stærstu borgunum í Bandaríkjunum er glæpatíðnin lægst í New York. Morðum fækkaði um tíu af hundraði milli síðustu tveggja ára og innbrotum um sextán prósent samkvæmt tölum frá lögregluyfirvöldum þar í landi. Í heildina fækkaði glæpum um …

Þeim sem er næstum því sama hvar þeir eyða fríinu geta látið lággjaldaflugfélagið German Wings ráða ferðinni.Sumir ferðalangar eru það sveigjanlegir að það skiptir þá engu máli hvort þeir fari í verslunarferð til London eða Stokkhólms. Þeim er líka alveg sama hvort þeir sleikja sólina á Krít eða Mæjorka. Svo lengi sem þeir fá farmiðann …

Nærri þrjú þúsund baðstrendur uppfylla kröfur Bláfánans í ár. Algarve strandlengjan í Portúgal ber af.Þann fimmta júní næstkomandi verður tilkynnt hvaða 2884 baðstrendur mega draga Bláfánann svokallaða að húni í sumar.  Aldrei áður hafa strendurnar sem fá þessa hreinlætisvottun verið jafn margar. Smábátahafnirnar sem uppfylla skilyrðin eru 627. Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem …

Eigendur næst stærsta lággjaldaflugfélags í Evrópu gætu þurft að finna nýtt nafn á félagið vegna deilna við stofnanda þess.Í síðustu viku sagði stofnandi EasyJet flugfélagsins, Stelios Haji-Ioannou, sig úr stjórn félagsins. Samkvæmt fréttum var tilgangurinn sá að fá minni hlutahafa í lið með sér í deilum sínum við núverandi stjórnendur og meirihlutaeigendur. Þetta bragð Stelios …

orlofshus mynd

Hér var grein um íslenskt fyrirtæki sem leigði út orlofshús í útlöndum. Þetta fyrirtæki er ekki lengur með starfsemi en hér fyrir neðan er listi sem Túristi hefur tekið saman yfir alls kyns vefsíður þar sem hægt er að leita að orlofshúsum, íbúðum og jafnvel herbergjum.  Það getur verið mjög tímafrekt að finna sumarhús, íbúð …

Hótelverð hefur hríðlækkað á Norðurlöndum síðustu tvö ár. Ódýrustu hótelin í borgum frændþjóðanna eru í Malmö.Kostnaður vegna gistingar vegur oftast þyngst í ferðalaginu. Sem betur fer hefur hótelgeirinn þurft að laga sig að breyttum aðstæðum og lækkað verðið á þjónustunni. Á Norðurlöndunum hefur verðið lækkað mest í Stokkhólmi eða um 21 prósent samkvæmt tölum frá …

Lofthræddir ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir bóka herbergi á nýjasta hótelinu í Hong Kong. Hótelið verður það hæsta í heimi þegar það verður opnað í lok árs. Útsýnið úr herberginu er eitt af því sem skiptir hótelgesti mestu máli. Þeir sem bóka sig inn á Ritz-Carlton hótelið í Hong Kong þurfa …

Léttklæddir ferðamenn hafa löngum verið þyrnir í augum íbúa Barcelona. Stuttbuxur og bikiní eiga heima á ströndinni en ekki inn í borginni að mati heimamanna. Túristar í Barcelona þekkja ekki eða hunsa þær óskrifuðu reglur sem gilda í borginni um klæðaburð. Það þykir nefnilega ekki við hæfi að rölta um bæinn í baðfötum líkt og …

Spánn hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga um árabil. Um helgina er hægt að kynna sér það sem hæst ber í ferðamennsku þar í landi. Spænskir dagar verða haldnir á Blómatorginu í Kringlunni 8. og 9. maí. Þar verður kynnt það helsta sem í boði er í spænskri ferðamennsku, auk þess sem spænsk menning, tónlist og …