Samfélagsmiðlar

Fréttir

ForsíðaFréttir

Léttklæddir ferðamenn hafa löngum verið þyrnir í augum íbúa Barcelona. Stuttbuxur og bikiní eiga heima á ströndinni en ekki inn í borginni að mati heimamanna. Túristar í Barcelona þekkja ekki eða hunsa þær óskrifuðu reglur sem gilda í borginni um klæðaburð. Það þykir nefnilega ekki við hæfi að rölta um bæinn í baðfötum líkt og …

Spánn hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga um árabil. Um helgina er hægt að kynna sér það sem hæst ber í ferðamennsku þar í landi. Spænskir dagar verða haldnir á Blómatorginu í Kringlunni 8. og 9. maí. Þar verður kynnt það helsta sem í boði er í spænskri ferðamennsku, auk þess sem spænsk menning, tónlist og …

Nokkrar símaklefar í París hafa gengið í endurnýjun lífdaga. Þeir eru nú útbúnir nýmóðins símtækjum með nettölvu.Það eru fáir nú til dags sem vippa sér inn í símaklefa til að hringja. Hvorki hér heima né í útlöndum. Í París er nýlega hafin tilraun til að glæða klefana nýju lífi. Í nokkrum þeirra hefur verið komið …

Veitingahúsið Noma í Kaupmannahöfn var í kvöld valið það besta í heimi. Danir líkja sigrinum á San Pellegrino hátíðinni við ólympíugull. Danskir fjölmiðlar hafa verið með öndina í hálsinum í kvöld vegna kjörsins á besta veitingahúsi heims á San Pellegrino hátíðinni í London. Dómnefnd hátíðarinnar er skipuð meistarakokkum víðs vegar að úr heiminum og velkjast fáir …

Innan tíðar þarf ekki að gera sér ferð til Washington til að borða á Ben´s Chili Bowl, uppáhalds pylsusjoppu Bandaríkjaforseta. Þangað flykkjast daglega fjöldi ferðamanna og eigendurnir telja sig því eiga mikla möguleika í útlöndum. Ben´s Chili Bowl hefur ávallt notið vinsælda í Washington og verið vel sóttur af fræga fólkinu. Tónlistarmenn eins og Miles …

Savoy, eitt glæsilegasta hótelið í London, opnar í sumar eftir að hafa verið lokað í tvö og hálft ár vegna viðhalds. Áætlaður kostnaður við endurreisnina er talinn vera nærri fjörtíu milljarðar, í íslenskum krónum talið.Eigendur Savoy hótelsins, sem stendur á besta stað við bakka Thames-árinnar í London, hafa kostað miklu til að hefja það upp …

Starfsmenn Intercontinental hótelanna krota ekki lengur á landakort þegar þeir aðstoða hótelgesti við að rata í útlöndum. Þess í stað draga þeir upp iPad, nýjustu Apple græjuna, til að sýna þeim staðsetningar á landakortum Google. Tæknin gerir starfsfólkinu líka kleift að blaða í gegnum matseðla veitingahúsa á skjánum með gestunum og sýna þeim myndir frá …

Í Danmörku og Noregi hefur sala á sólarlandaferðum fyrir sumarið gengið vel síðustu daga þrátt fyrir ástandið. Ferðir með brottför á komandi vikum seljast hins vegar verr en ella. Þeir farþegar sem hafa þurft að hætta við ferðalög vegna áhrifa gossins velja langflestir að bóka nýjar ferðir í stað þess að fá endurgreiðslu samkvæmt frétt …

Klukkan ellefu á fimmtudaginn opnar þekktasti skemmtigarður Norðurlanda eftir vetrarfrí. Rasmus Klumpur á að laða gestina að Tívolí í Kaupmannahöfn í ár.   Tívolí í Kaupmannahöfn skipar virðulegan sess hér á landi. Heimsókn í garðinn hefur verið fastur liður í Kaupmannahafnareisum landans og Stuðmenn hafa lagt sitt að mörkum til að gera hann ódauðlegan í hugum …

Hinn rúmlega áttatíu ára gamli Pál Sarkozy, faðir Frakklandsforseta, sýnir eigin listsköpun í galleríi í París næstu vikurnar. Málverk af forsetahjónunum og nöktum konum verða áberandi á sýningunni. Pál Sarkozy er ungverskur aristókrati sem flúði heimalandið árið 1948 þegar kommúnistar tóku þar völdin. Hann settist að í Frakklandi og vann fyrir sér sem teiknikennari og …

Fyrsti danski pylsusalinn sem leggur áherslu á lífrænt hráefni hafði betur í samkeppninni við víðfræg veitingahús þegar matsölustaður ársins í Kaupmannahöfn var valinn. Það eru margir Íslendingar sem láta það vera sitt fyrsta verk þegar þeir koma til Kaupmannahafnar að kaupa sér pylsu. Danir eru sjálfir sólgnir í þennan sígilda rétt. Þess vegna er aldrei …

Changi flugvöllurinn í Singapore er sá besti í heimi. Þetta er niðurstaða könnunnar meðal hátt í tíu milljóna farþega um heim allan. Skytrax nefnast samtök sem reglulega meta gæði þjónustunnar og aðstöðunnar á flugvöllum heimsins með hjálp flugfarþega. Changi í Singapore bar sigur úr bítum í ár en sigurvegarinn frá því í fyrra, Incheon í …

Ferðamálafrömuðir í Nottingham vænta þess að ný Hollywood mynd um Hróa hött muni auka ferðamannastrauminn til borgarinnar í vor og sumar. Myndin verður frumsýnd í næsta mánuði og verður efnt til mikillar dagskrár af því tilefni í Notthingham og nágrenni. Á sérstakri heimasíðu ferðamálaráðs Bretlands er að finna upplýsingar um hvað hægt er að gera …

Tæpar tvær milljónir farþega hafa verið snuðaðar af leigubílstjórum í New York síðustu tvö ár. Með því að ýta á einn hnapp á gjaldmælinum gátu bílstjórarnir rukkað hærri taxta en leyfilegt var. Þannig höfðu þeir aukalega nokkra dollara út úr túrnum. Þrjátíu og fimm þúsund leigubílstjórar í borginni tóku þátt í svindlinu.Upp komst um glæpinn …

Fjöldi umhverfisvænna gististaða á lista Green Travel Finder eykst jafnt og þétt. Í byrjun árs bættist áttunda þúsundasta hótelið á skrá síðunnar. Ferðamenn sem vilja taka tillit til nátturunnar geta því fundið gistingu við sitt hæfi víðast hvar í heiminum. Það eru þó ekki aðeins hótel á listanum heldur líka gistiheimili, farfuglaheimili og heimagisting. Eina …

Næsta vetur geta hommar og lesbíur bókað gistingu á hótelum sérstaklega ætluð samkynhneigðum á Ensku ströndinni á Kanarí. Það er ferðaskrifstofan Star tour í Noregi sem sem ætlar að brydda upp á þessari nýbreytni. Tvö af bestu hótelum ferðaskrifstofunnar á Ensku ströndinni, Bohemia og Vival hafa verið tekin frá sérstaklega fyrir þennan markhóp. Enda segir …

Einn veitingastaður í Kaupmannahöfn var sæmdur Michelin stjörnu í dag. Bætist hann við hóp ellefu matsölustaða í borginni sem hlotið hafa þennan gæðastimpil sem flesta veitingamenn dreymir um. Kaupmannahöfn ber höfuð og herðar yfir höfuðborgir Norðurlanda þegar kemur að fjölda stjörnuveitingahúsa. Dekkjaframleiðandinn Michelin tilkynnti í morgun hvaða veitingastaðir á Norðurlöndum hljóta Michelin stjörnur í ár. …

Málverkið "La Bella Principessa", sem nýlega var eignað Leonardo da Vinci, verður til sýnis í Eriksberghallen í Gautaborg næstu mánuði. Myndin er metin á 100 milljónir punda og er hápunktur sýningar á verkum helstu meistara endurreisnartímabilsins, da Vinci, Michelangelo og Rafael. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem svo stór sýning á verkum þeirra er …