Samfélagsmiðlar

Fréttir

ForsíðaFréttir

Veitingahúsið Noma í Kaupmannahöfn var í kvöld valið það besta í heimi. Danir líkja sigrinum á San Pellegrino hátíðinni við ólympíugull. Danskir fjölmiðlar hafa verið með öndina í hálsinum í kvöld vegna kjörsins á besta veitingahúsi heims á San Pellegrino hátíðinni í London. Dómnefnd hátíðarinnar er skipuð meistarakokkum víðs vegar að úr heiminum og velkjast fáir …

Innan tíðar þarf ekki að gera sér ferð til Washington til að borða á Ben´s Chili Bowl, uppáhalds pylsusjoppu Bandaríkjaforseta. Þangað flykkjast daglega fjöldi ferðamanna og eigendurnir telja sig því eiga mikla möguleika í útlöndum. Ben´s Chili Bowl hefur ávallt notið vinsælda í Washington og verið vel sóttur af fræga fólkinu. Tónlistarmenn eins og Miles …

Savoy, eitt glæsilegasta hótelið í London, opnar í sumar eftir að hafa verið lokað í tvö og hálft ár vegna viðhalds. Áætlaður kostnaður við endurreisnina er talinn vera nærri fjörtíu milljarðar, í íslenskum krónum talið.Eigendur Savoy hótelsins, sem stendur á besta stað við bakka Thames-árinnar í London, hafa kostað miklu til að hefja það upp …

Starfsmenn Intercontinental hótelanna krota ekki lengur á landakort þegar þeir aðstoða hótelgesti við að rata í útlöndum. Þess í stað draga þeir upp iPad, nýjustu Apple græjuna, til að sýna þeim staðsetningar á landakortum Google. Tæknin gerir starfsfólkinu líka kleift að blaða í gegnum matseðla veitingahúsa á skjánum með gestunum og sýna þeim myndir frá …

Í Danmörku og Noregi hefur sala á sólarlandaferðum fyrir sumarið gengið vel síðustu daga þrátt fyrir ástandið. Ferðir með brottför á komandi vikum seljast hins vegar verr en ella. Þeir farþegar sem hafa þurft að hætta við ferðalög vegna áhrifa gossins velja langflestir að bóka nýjar ferðir í stað þess að fá endurgreiðslu samkvæmt frétt …

Klukkan ellefu á fimmtudaginn opnar þekktasti skemmtigarður Norðurlanda eftir vetrarfrí. Rasmus Klumpur á að laða gestina að Tívolí í Kaupmannahöfn í ár.   Tívolí í Kaupmannahöfn skipar virðulegan sess hér á landi. Heimsókn í garðinn hefur verið fastur liður í Kaupmannahafnareisum landans og Stuðmenn hafa lagt sitt að mörkum til að gera hann ódauðlegan í hugum …

Hinn rúmlega áttatíu ára gamli Pál Sarkozy, faðir Frakklandsforseta, sýnir eigin listsköpun í galleríi í París næstu vikurnar. Málverk af forsetahjónunum og nöktum konum verða áberandi á sýningunni. Pál Sarkozy er ungverskur aristókrati sem flúði heimalandið árið 1948 þegar kommúnistar tóku þar völdin. Hann settist að í Frakklandi og vann fyrir sér sem teiknikennari og …

Fyrsti danski pylsusalinn sem leggur áherslu á lífrænt hráefni hafði betur í samkeppninni við víðfræg veitingahús þegar matsölustaður ársins í Kaupmannahöfn var valinn. Það eru margir Íslendingar sem láta það vera sitt fyrsta verk þegar þeir koma til Kaupmannahafnar að kaupa sér pylsu. Danir eru sjálfir sólgnir í þennan sígilda rétt. Þess vegna er aldrei …

Changi flugvöllurinn í Singapore er sá besti í heimi. Þetta er niðurstaða könnunnar meðal hátt í tíu milljóna farþega um heim allan. Skytrax nefnast samtök sem reglulega meta gæði þjónustunnar og aðstöðunnar á flugvöllum heimsins með hjálp flugfarþega. Changi í Singapore bar sigur úr bítum í ár en sigurvegarinn frá því í fyrra, Incheon í …

Ferðamálafrömuðir í Nottingham vænta þess að ný Hollywood mynd um Hróa hött muni auka ferðamannastrauminn til borgarinnar í vor og sumar. Myndin verður frumsýnd í næsta mánuði og verður efnt til mikillar dagskrár af því tilefni í Notthingham og nágrenni. Á sérstakri heimasíðu ferðamálaráðs Bretlands er að finna upplýsingar um hvað hægt er að gera …

Tæpar tvær milljónir farþega hafa verið snuðaðar af leigubílstjórum í New York síðustu tvö ár. Með því að ýta á einn hnapp á gjaldmælinum gátu bílstjórarnir rukkað hærri taxta en leyfilegt var. Þannig höfðu þeir aukalega nokkra dollara út úr túrnum. Þrjátíu og fimm þúsund leigubílstjórar í borginni tóku þátt í svindlinu.Upp komst um glæpinn …

Fjöldi umhverfisvænna gististaða á lista Green Travel Finder eykst jafnt og þétt. Í byrjun árs bættist áttunda þúsundasta hótelið á skrá síðunnar. Ferðamenn sem vilja taka tillit til nátturunnar geta því fundið gistingu við sitt hæfi víðast hvar í heiminum. Það eru þó ekki aðeins hótel á listanum heldur líka gistiheimili, farfuglaheimili og heimagisting. Eina …

Næsta vetur geta hommar og lesbíur bókað gistingu á hótelum sérstaklega ætluð samkynhneigðum á Ensku ströndinni á Kanarí. Það er ferðaskrifstofan Star tour í Noregi sem sem ætlar að brydda upp á þessari nýbreytni. Tvö af bestu hótelum ferðaskrifstofunnar á Ensku ströndinni, Bohemia og Vival hafa verið tekin frá sérstaklega fyrir þennan markhóp. Enda segir …

Einn veitingastaður í Kaupmannahöfn var sæmdur Michelin stjörnu í dag. Bætist hann við hóp ellefu matsölustaða í borginni sem hlotið hafa þennan gæðastimpil sem flesta veitingamenn dreymir um. Kaupmannahöfn ber höfuð og herðar yfir höfuðborgir Norðurlanda þegar kemur að fjölda stjörnuveitingahúsa. Dekkjaframleiðandinn Michelin tilkynnti í morgun hvaða veitingastaðir á Norðurlöndum hljóta Michelin stjörnur í ár. …

Málverkið "La Bella Principessa", sem nýlega var eignað Leonardo da Vinci, verður til sýnis í Eriksberghallen í Gautaborg næstu mánuði. Myndin er metin á 100 milljónir punda og er hápunktur sýningar á verkum helstu meistara endurreisnartímabilsins, da Vinci, Michelangelo og Rafael. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem svo stór sýning á verkum þeirra er …

Ef velja á sér fylgdarmann í næstu sólarferð úr röðum fjölskyldunnar þá myndu fleiri taka mömmu sína með en kærustu og kærasta. Feður eru sísti kosturinn að mati ungra Breta. Þetta eru góðar fréttir fyrir mæður. Alla vega þær bresku því samkvæmt nýlegri könnun þar í landi getur unga fólkið ekki hugsað sér betri ferðafélaga …

Þá sem langar að búa á fimm stjörnu hóteli í Kaupmannahöfn í vor ættu ekki að leita langt yfir skammt. Hótel skilanefndar Landsbankans í Kaupmannahöfn, D´Angleterre býður nefnilega þessi misserin þriðju nóttina fría. Þetta er kostaboð fyrir þá sem vilja lúxus gistingu við Kóngsins nýjatorg. Ef hótelherbergið er bókað á vef Hotels.com kostar nóttin rúmar …

Það getur reynst dýrkeypt að stíga upp í leigubíl í London á skítugum skónum. Leigubílstjórar borgarinnar eru nefnilega í fullum rétti til að leggja 40 pund ofan á fargjaldið ef farþegarnir ganga illa um bílinn. Það borgar sig því að ganga úr skugga um að enginn hundaskítur eða önnur drulla leynist undir skónum áður en …