Samfélagsmiðlar

Fréttir

ForsíðaFréttir

Undir lok þessa mánaðar verður nýuppgerð höll Friðriks krónprins í Kaupmannahöfn opnuð almenningi. Þeir sem hafa áhuga á að kíkja á slottið verða hins vegar að hafa hraðar hendur því prinsinn flytur inn í sumar og þá verður dyrunum lokað á almúgann. Höll Friðriks áttunda við Amalienborg í Kaupmannahöfn hefur staðið tóm síðan Ingrid drottning …

 Það eru flestir með það á hreinu að Eiffelturninn er í París. Nýleg könnun leiðir í ljós að turninn er það kennileiti sem flestir ferðamenn þekkja. Það er því ekki útlit fyrir að Frakkar felli turninni í bráð þó honum hafi aldrei verið ætlað að standa lengi.Hótelbókunarsíðan Hotels.com spurði notendur síðunnar í fjórtán löndum hvaða …

Bronsstytta eftir svissneska listamanninn Alberto Giacometti var seld fyrir metfé í vikunni. Söluverðið er sextíu og fimm milljónir punda sem samsvarar rúmum þrettán milljörðum íslenskra króna. Ciacometti leysir þar með sjálfan Picasso af hólmi sem dýrasti listamaður heims samkvæmt uppboðshaldaranum Sotheby's. Verkið sem um ræðir ber heitið "L'Homme Qui Marche", eða hinn gangandi maður. Kaupandinn er …

Eftirspurnin eftir bestu sætunum í flugvélunum hefur hríðfallið síðan kreppuástandið skall á. Mörg flugfélög hafa því fækkað sætunum á fyrsta farrými því víðast hvar í heiminum hefur viðskiptaferðalöngum fækkað meira en almennum farþegum. Síðarnefndi hópurinn hefur hingað til látið sér nægja farrýmið aftan við tjöldin og nú sameinast hóparnir þar. Nýjasta dæmið um þessa þróun …

Dönskum læknum bjóðast þessa dagana sérstök kjör hjá þýska flugfélaginu Lufthansa ef þeir gerast meðlimir í vildarklúbbi félagsins og eru tilbúnir til að veita samferðarfólki sínu aðstoð í háloftunum gerist þess þörf. Læknarnir fá við skráningu í klúbbinn auka vildarpunkta sem þeir geta ráðstafað að vild og einnig munu þeir fá tilboð um ferðir á ráðstefnur í framtíðinni. Á …

Kokkurinn á El Bulli hefur fengið nóg. Þrátt fyrir að vera uppbókaður allt árið, handhafi þriggja Michelin stjarna og margsinnis sagður besti matreiðslumaður í heimi ætlar hann að loka staðnum sínum í tvö ár. Ferrán Adriá heitir hinn tæplega fimmtugi Spánverji sem galdrað hefur fram rétti sem eiga sér enga hliðstæðu. Maturinn á El Bulli …

 Orlando í Flórída er ekki lengur sú borg í Bandaríkjunum sem laðar að sér flesta ferðamenn. New York tók á móti fjörtíu og fimm milljónum gesta á síðasta ári sem gerir hana að vinsælustu ferðamannaborg landsins. Þrátt fyrir að ferðaiðnaðurinn í New York hafi dregist lítillega saman á síðasta ári þá er enginn staður í …

Íbúar Malmö þurfa ekki lengur að ferðast yfir sundið til Danmerkur til að njóta nútímalistar. Moderna í Stokkhólmi opnaði útibú í borginni á öðrum degi jóla.Dönsku nýlistasöfnin Arken og Louisiana njóta mikilla vinsælda meðal heimamanna og ekki síst Svía sem búa á Skáni. Það er því ekki að undra að forsvarsmenn menningarlífsins í Malmö hafi …

Heimsbyggðin skal ekki lengur vera í vafa um hvar hægt er að sjá norðurljós. Norðmenn telja að allir geti sæst á að þeir eigni sér norðurljósin og noti þau til að markaðssetja landið fyrir ferðamönnum. Í viðtali við Aftenposten í Noregi segir Per Arne Tuftin, forstöðumaður ferðamálaráðs landsins, það hafa verið mikil mistök að leyfa …

Ferðamenn geta upplifað jarðskjálfta, flóð og eldgos í Malmö eftir nokkur ár ef áform um einskonar skemmtigarð í borginni verða að veruleika. Borgaryfirvöld leita að einkaaðilum sem eru tilbúnir til að byggja og reka garðinn í suðurhluta borgarinnar. Eksploria á garðurinn að heita og þar verður fókusað á nátturuna frá mörgum ólíkum sjónarhornum. Er vonast …

Samkeppnin um farþegana er hörð í Danmörku og flugmiðarnir eru á útsöluprís. Hvert sem ferðinni er heitið á næstu misserum er líklega hagstæðast að fljúga í gegnum Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn.Í morgun hófst útsala stærsta flugfélags Danmerkur, SAS. Þar er hægt að kaupa ódýra miða til flestra áfangastaða félagsins í Evrópu, Asíu og Ameríku. Í …

Stór hluti atvinnulausra í hinum vestræna heimi er ungt fólk. Þessi hópur leggur nú land undir fót í auknum mæli og nýtir sér þann tilboðaham sem ferðageirinn er í. Það kostar um tuttugu til þrjátíu prósent minna að vera túristi núna en fyrir ári síðan. En það á reyndar ekki við um okkur Íslendinga.Á ferðasýningunni …

Skíðavertíðin hefst í Noregi um helgina. Nokkuð fyrr en venjulega. Skíðafærið er mjög gott samkvæmt nýjustu fréttum frá Noregi og brekkurnar í Hemsedal eru þakktar fallegum púðursnjó (sjá vefmyndavél svæðisins). Reyndar þurfa skíðaáhugamenn í Hemsedal ekki að óttast hlýindi því forsvarsmenn svæðisins lofa skíðasnjó frá 13. nóvember til 2. maí í fimm kílómetra löngum brekkunum. …

Bretar eru þjáningabræður okkar þegar kemur að gengi gjaldmiðla. Breska pundið hefur látið verulega á sjá undanfarin misseri og ferðagleði Breta hefur því minnkað til muna. Til að minnka líkurnar á að skíðatímabilið fari í súginn hafa breskar ferðaskrifstofur stillt eigendum skíðaaðstöðunnar á  Les Trois Vallées svæðinu upp við vegg. Krefjast þeir þess að eigendurnir beiti …

Flestir flugfarþegar hafa sennilega einhvern tíma stígið frá borði sannfærðir um að kvefaði maðurinn í næstu sætaröð hafi smitað þá og að fríið, sem er rétt að hefjast, sé ónýtt. Enda þykjumst við vita að loftið í farþegarýmum flugvéla sé langt frá því að vera heilsubætandi fjallaloft. Lyktin getur líka verið pirrandi jafnvel þó miðstöðvar …

Óheiðarlegir veitingamenn eru plága í Róm og fréttir af svindli þeirra á ferðamönnum voru daglegt brauð í ítölskum fjölmiðlum í sumar.Ítölsk stjórnvöld sjá sig því neydd til að skerast í leikinn til að rétta við orðspor borgarinnar. Enda segir það sig sjálft að draga mun úr heimsóknum ferðamanna til höfuðborgarinnar ef það verður regla, fremur …

Allt það vatn sem um Feneyjar flýtur virðist hafa þvaglosandi áhrif á ferðafólk. Alla vega finnst yfirvöldum þar í borg það orðið mikið vandamál hversu oft gestir borgarinnar kasta af sér vatni í síkin eða þröng húsasund. Til að ráða bót á þessum vanda verða ferðamönnum hér eftir boðin til sölu kort sem veita aðgang …

Það verða 850 herbergi á Royal Christiania hótelinu í Ósló þegar framkvæmdum við stækkun þess líkur eftir fimm ár.Hótelið verður þá langstærsta hótel borgarinnar með tæplega tvö hundruð fleiri herbergi en Plaza hótelið sem er það stærsta í dag. Royal Christiania var opnað skömmu fyrir vetrarólympíuleikana 1952 og er í eigu Choice hótelanna.Í fréttatilkynningu vegna …