Samfélagsmiðlar

leifsstöð

Forsíðaleifsstöð

Fimmtán ólíkar tegundir af jólabjór eru nú fáanlegar í Fríhöfninni í Leifsstöð en þetta árstíðabundna brugg kemur ekki í hillur Vínbúðanna fyrr en 14. nóvember. Síðustu ár hefur Túristi fylgst með verðlagningunni á jólabjórnum í Fríhöfninni og það eru litlar verðbreytingarnar í ár. Sumar tegundir eru til að mynda ódýrari að þessu sinni en fyrir …

Það kemst enginn bareigandi upp með það lengur að hafa aðeins hefðbundinn lagerbjór á krana. Nú gera viðskiptavinirnir nefnilega kröfu um eitthvað bragðmeira og úrvalið af bjór hefur því gjörbreyst undanfarin áratug. Einstaka flugfélaga hefur áttað sig á þessum breytta smekk og eitt þeirra er Icelandair sem hleypti af stokkunum sínum eigin bjór í lok …

airportexpress

Bílstjórar hópferðabifreiða og strætisvagna sem fara að Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að sækja farþega þurfa í dag ekki að greiða fyrir afnot að sérstöku rútustæði sem þar er. Á því verður hins vegar veruleg breyting þann 1. mars næstkomandi þegar gjaldskylda verður tekin upp á stæðinu. Þar með þurfa þeir sem eru á minni rútum …

Það eru vafalítið ófáir sem skoða flugáætlun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar áður en lagt er í hann út á völl. Bæði þeir sem eru á leið til útlanda en líka hinir sem ætla að taka á móti vinum og vandamönnum við komuna til landsins. Hingað til hafa verið aðgengilegar á heimasíðu Keflavíkurflugvallar upplýsingar um flugtíma dagsins …

„Verðið hefur ekki hækkað í rúmt ár þrátt fyrir aukin kostnað, til dæmis vegna launahækkana," segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, aðspurður um ástæður þess að fargjöld Flugrútunnar hækkuðu um síðustu mánaðarmót. Þá fór stakt fargjald úr 2.500 kr. í 2.700 kr. og farmiði, báðar leiðir, er nú á 4.900 kr. Hækkunin nemur um 9 prósentum. …

kef farthegar

Þriðji hver farþegi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar telst vera tengifarþegi og stoppa þeir að jafnaði í flugstöðinni í um klukkustund áður en þeir halda ferð sinni áfram milli Evrópu og N-Ameríku. Á biðsvæði fyrir þessa farþega munu Epal og Ísey opna verslanir í svokölluðu „pop-up" rými sem Isavia býður út í nokkra mánuði í einu. …

isavia oryggisleit

Júlí er vanalega annasamasti mánuðurinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og aldrei hafa farþegarnir verið fleiri en í nýliðnum mánuði þegar um 1,1 milljón farþega átti leið um flughöfnina. Það er viðbót um 22 prósent frá sama tíma í fyrra þegar farþegarnir voru 900.081. Þrátt fyrir þessa miklu viðbót þá var meðalbiðtíminn í vopnaleitinni stuttur því …

Á mörgum alþjóðaflugvöllum geta farþegar með einum eða öðrum hætti borgað aukalega fyrir að komast hraðar en aðrir í gegnum vopnaleit.

loksinsbar

Fyrr í sumar ákváðu sveitarstjórnarmenn í Bergen í Noregi að afturkalla þá undanþágu sem ríkt hefur um áfengisveitingar í flugstöðinni við Flesland. Farþegar geta því ekki lengur pantað sér áfengi á flugvallarbörunum fyrir klukkan átta líkt og á gengur og gerist á öðrum vínveitingahúsum í Bergen og nágrenni. Áður mátti opna barina á Flesland klukkan …