Er óeðlilegt að vildarpunktar fylgi flugmiðum?

„Opinberu starfsfólki er að sönnu óheimilt að þiggja gjafir (regla sem því miður er stundum brotin), en fylgivara í viðskiptum er ekki gjöf, hvernig sem hún er - ef hún tengist kaupunum og er hluti af skilgreindri vöru," segir Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, í aðsendri grein.

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur.

Fram er komin umræða um hvort það sé spilling að vildarpunktar fylgi farmiða sem opinberar stofnanir kaupa fyrir starfsfólk.

Fyrir kemur að verslunarvöru fylgir eitthvað smálegt. Mér finnst skipta máli að slíkur pakki tengist hinni keyptu vöru, þó það sé ekki alltaf. Þannig fylgja barnavörum oft eitthvert glingur, aukahlutir fyrir bílinn gjarnan bílakaupum, minnislykill tölvukaupum o.s.frv. Mörg flugfélög láta veitingar í ferðinni fylgja farmiðakaupum, áfenga drykki eða óáfenga, frátekt á sæti, aukinn farangur – en lággjaldaflugfélög selja miðana strípaða til að halda verðinu niðri. Þetta teljast ekki óheilbrigðir viðskiptahættir og ekki er talið að einn níðist á öðrum vegna þessa – menn selja ekki sambærilega vöru.

Ef við snúum okkur fyrst að hugtakinu spilling verðum við að muna að í stuttu máli snýst hún um að bregðast trausti – sem getur komið fyrir þá sem hafa eitthvert umboð, hvort heldur sem er opinber fulltrúi almennings eða þá í fyrirtækjarekstri. En það bregst enginn trausti sem fær í hendurnar flugmiða, sætisfrátekt, farangursheimild og vildarpunkta frá vinnuveitanda sínum – og því síður vinnuveitandinn sjálfur.

Opinberu starfsfólki er að sönnu óheimilt að þiggja gjafir (regla sem því miður er stundum brotin), en fylgivara í viðskiptum er ekki gjöf, hvernig sem hún er – ef hún tengist kaupunum og er hluti af skilgreindri vöru. Hún er innifalin í verðinu. Hvorki flugmiði né fylgivara eru laun (af þessu er ekki borgaður skattur) – og því síður eign (er hvergi eignfært) – en hvort tveggja er fullyrt. Um er að ræða venjuleg vörukaup sem eru rekstrarútgjöld vegna starfsemi.

Fargjald sem opinberir aðilar kaupa er ætlað fyrir starfsmanninn og því eðlilegt að það sem fylgir honum renni líka til starfsmannsins, bæði sætisfrátektin og annað. Vildarpunktarnir verða aðeins nýttir á vettvangi flugfélagsins. Þeir jafngilda hálfri samloku og má nota þá til kaupa á veitingum í ferðalaginu – eða mjög smálegu framlagi til annarrar flugferðar. 

Nú um stundir er mikil áhersla lögð á hagkvæm innkaup opinberra aðila. Ég þekki þó, sem gamall tölvumaður hjá hinu opinbera, að hagnýting vöru veldur meiru um hagkvæmni vörukaupa en innkaupsverðið – og oftast er betra og hagkvæmara að kaupa vandaða og dýra vöru en ódýra (þetta þekkja flestir frá heimilisrekstri og fyrirtækjarekstri). Sama á við um flugmiða. Huga þarf að hagnýtingu þeirra. 

Samstarfsfólk getur þurft að sitja saman á flugi til að nýta ferðina til vinnu; opinberir starfsmenn þurfa að hafa með sér ferðatölvuna og jafnvel annan búnað, auk annars eðlilegs farangurs. Þá getur sveigjanleiki skipt máli, t.d. tíðni flugferða til og frá áfangastað og möguleikinn á að fara til einnar borgar, ferðast annað í millitíðinni og koma svo heim frá enn annarri borg.

Þegar keyptur er flugmiði með ríkulegri þjónustu og vildarpunktum getur hann verið hagkvæmasti kosturinn þegar kemur að hagnýtingu. Munum að tíminn er líka peningar, ekki síst í opinberu lífi og hjá stjórnendum. Menn mega ekki bera saman epli og appelsínur og krefjast þess að allir selji sama ávöxtinn. Þannig eru eðlileg viðskipti ekki.

Höfundur er stjórnsýslufræðingur.

Nýtt efni
Efsti hluti Kauphallar

Rekstrartekjur skráðu fasteignafélaganna fjögurra Eikar, Heima, Kaldalóns og Reita námu samtals um 25 milljörðum króna á fyrri helmingi árs 2025 samkvæmt nýbirtum uppgjörum. Það er 9,5% aukning frá sama tímabili í fyrra. Hlutfallslega var tekjuaukningin mest hjá Kaldalóni eða 23,7%. Reitir bættu við sig 833 milljónum króna í tekjur sem jafngildir 10,5% aukningu. Eik fasteignafélag …

Sérstakar opinberar álögur á súkkulaði, sælgæti og kaffi í Danmörku verða felldar niður á næstunni. Frá þessu greinir Troels Lund Poulsen, formaður Venstre og varnarmálaráðherra Danmerkur, nú í morgunsárið.  Kaffigjaldið sem sett var á árið 1930 sem eins konar skattur á munaðarvöru heyrir brátt sögunni til en hann nemur 6,39 dönskum krónum á hálft kíló …

Það er margt líkt með norrænu flugfélögunum Play og Norse Atlantic. Bæði fóru í loftið í heimsfaraldrinum og hafa síðan þá tapað tugum milljarða króna. Hjá báðum hefur áætlunarflug verið skorið niður síðustu mánuði og í staðinn lögð áhersla á að framleigja þoturnar, sem fengust á góðum kjörum í Covid, til annarra flugfélaga. Play og …

„Þetta er mikilvægur og stefnumarkandi samningur sem við styðjum heilshugar. Fjöldi geira, þar á meðal bílageirinn, lyfjageirinn, framleiðsla örgjörva og timburs, munu njóta góðs af honum,“ segir Maros Sefcovic, viðskiptastjóri ESB, við kynningu á samningnum fyrr í dag. 15 prósenta tollur á innflutning evrópskra bíla til Bandaríkjanna gildir afturvirkt frá 1. ágúst samkvæmt samkomulaginu. Tollurinn …

Í Noregi er DNB-bankinn sá stærsti og heildareignir hans eru um átta sinnum meiri en alls íslenska bankakerfisins. Kjerstin Braathen er bankastjóri DNB og í aðdraganda kosninga til norska þingsins biður hún norska stjórnmálamenn um að setja ekki sambandið við Evrópu í hættu. Vísar hún meðal annars til þess að Framfaraflokkurinn tali um að endursemja …

Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur lengi verið umsvifamikið á Keflavíkurflugvelli en hefur dregið mikið úr Íslandsflugi síðustu misseri. Nú í byrjun mánaðar hóf félagið á ný flug til Ísrael, eftir tveggja mánaða hlé, þrátt fyrir kröfur víða um viðskiptaþvinganir gagnvart landinu í ljósi þjóðernishreinsunar á Gaza og hernaðar á svæðinu. Stjórnendur Wizz Air ætla ekki að …

Það kom ráðamönnum víða um heim í opna skjöldu þegar lokaútgáfa af tollaáformum Donald Trump Bandaríkjaforseta var birt um síðustu mánaðamót. Hér á landi var búist við að Ísland yrði í neðsta þrepi og íslenskur útflutningur til Bandaríkjanna yrði þá tollaður um 10 prósent. Í aðdraganda ákvörðunarinnar hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra meðal annars bent …

Peningastefnunefnd Seðlabankans birti fyrir stuttu ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,50 prósentum eins og almennt var búist við. Allir nefndarmenn studdu þessa ákvörðun. Meginvextir hér á landi eru mun hærri en í nágrannalöndunum og á evrusvæðinu. Það sama á við um verðbólgu þótt þar sé munurinn minni eins og sjá má hér …