Samfélagsmiðlar

Viðtöl

ForsíðaViðtöl

Þegar ferðamannastraumurinn til Íslands jókst til muna fyrir rúmum áratug reyndi á ýmsa innviði en líka viðkvæma náttúru landsins – helsta aðdráttaraflið. Það átti auðvitað ekki að koma á óvart að vaxandi umferð reyndi á þolmörk en engu að síður er eins og við séum ævinlega einhverjum skrefum á eftir þróuninni. Við bregðumst við í …

Sjálfbærnifulltrúar fyrirtækja og verkefnisstjórar í umhverfismálum, og aðrir starfsmenn með svipaða starfstitla, sinna sífellt mikilvægari og umfangsmeiri viðfangsefnum, enda eru umhverfismál — með tilheyrandi kolefnisbókhaldi, úrgangstölum og markmiðum um minni sóun —farin að spila stóra rullu í öllum rekstri.  Við stefnum á að taka hús á nokkrum slíkum starfskröftum á íslenskum vinnumarkaði á komandi vikum. …

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Komur skemmtiferðaskipa til Íslands vekja margar spurningar vegna áhrifa þeirra á umhverfi og samfélög en líka vegna þess álags sem þeim fylgir á innviði og náttúru þeirra staða sem farþegar skoða á meðan skipin staldra við. Þessi grein ferðaþjónustu er áberandi víða: Svartur reykur liðast upp í loftið frá þessum stórum skipum á siglingu inn …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …

„Það sprakk allt út eftir að það birtist grein um okkur í New Scientist um daginn,“ segir Björn Þór Guðmundsson nýbakaður framkvæmdastjóri KMT, eða Krafla Magma Testbed.  KMT er ung sjálfseignarstofnun á sviði orkurannsókna og nýsköpunar, sem vakið hefur verðskuldaða athygli undanfarið á heimsvísu. KMT áformar að bora niður í ólgandi kviku jarðar, meðal annars í leit að …

Jói á Fjörukránni, eins og hann er oftast nefndur, hefur byggt upp öflugt ferðaþjónustufyrirtæki í miðbæ Hafnarfjarðar með því að „ræna“ ferðamönnum úr Keflavíkurrútunni að víkingasið - eða lokka þá að þessum undraverðu húsakynnum, sem bera svipmót norskrar stafkirkju en um leið heiðins hofs - og íslensks burstabæjar. Það er víða leitað fanga. Víkingahótelið og …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

„Það hafði samband við mig kona sem sagði mér frá mömmu sinni sem var um nírætt og tímdi ekki að deyja fyrr en hún kæmist að því hvernig sagan endaði,“ segir finnski rithöfundurinn Satu Rämö en sakamálabókaflokkur hennar Hildur hefur slegið í gegn í Finnlandi. Nú þegar hafa komið út þrjár bækur í bókaflokknum en …

Með vaxandi umferð ferðamanna um landið árið um kring vakna auðvitað spurningar um hæfni ökumanna og miðlun upplýsinga til þeirra um færð og veður. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, er lykilmaður þegar kemur að því að skoða þessi mál. Hann veitir Vegagerðinni ráðgjöf í gegnum fyrirtæki sitt Veðurvaktina um ýmislegt sem varðar veður og áhrif á umferð.  …

Þegar ógnir steðja að fólki, byggð og mannvirkjum eins og með eldsumbrotunum á Reykjanesskaga þá eru eðli máls samkvæmt mörg orð látin falla - en stundum án mikillar umhugsunar, eða að byggt sé á staðreyndum og fræðilegum grunni. En í nútímasamfélagi ferðast orðin hratt um heiminn og þau geta haft áhrif - hversu vel eða …

Á Mannamóti mátti sjá sjóbarða frumkvöðla í hvalaskoðunargeira ferðaþjónustunnar. Arnar Sigurðsson á Húsavík er einn þeirra. Hann stóð fyrir hvalaskoðun frá Húsavík á árunum 1994 til 2000 eða þar til Norðursigling keypti af honum reksturinn. Síðan vann hann hjá öðrum en lét sig gjarnan dreyma um að byrja aftur. Síðasta sumar rættist draumurinn og eikarbáturinn …

Óbyggðasetrið er meðal áhugaverðustu ferðaþjónustufyrirtækja landsins - á bóndabæ innst Fljótsdal á Austurlandi. Þar getur ferðafólk notið víðáttu og fagurrar náttúru gangandi eða á hestbaki, sökkt sér í sögu og menningu liðins tíma - notið góðra veitinga, vandaðrar gistingar og persónulegrar þjónustu. Á sumrin vinna um 20 manns á Óbyggðasetrinu en fimm yfir vetrartímann Einu …

Það sést um leið og gengið er inn í íþróttamiðstöðina Kórinn í Kópavogi að virkir þáttakendur á Mannamóti eru fleiri en í fyrra, það er meira líf í salnum og jafnvel bjartara yfir fólki. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, er í forsvari fyrir þennan árlega stórviðburð ferðaþjónustufólks af öllu landinu sem markaðsstofurnar halda og gagnast …

„Við erum stödd í miðri atburðarás og ferðaþjónustan á þar mikið undir. Ráðherra ferðamála fylgist grannt með og við vorum að tala saman,“ segir Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri, um leið og hann sest niður með kaffibolla handa okkur.  Ferðafólk þremmar í vetrarfærðinni - MYND: ÓJ Það er í mörg horn að líta á síðasta almenna …

„Ég hugsaði að ég myndi kannski fylla einn þriðja af þessum 680 fermetrum og ákvað að taka fyrst bara helminginn – svo leið mánuður og þá var ég búin fylla þann þriðjung,“ segir Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, forsprakki nýrra skapandi vinnustofa í gömlu Netagerðinni á Ísafirði. Litla systir Íshússins í Hafnarfirði Heiðrún Björk er listakona og …