Samfélagsmiðlar

Frásagnir

ForsíðaFrásagnir

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

Að morgni nýliðins föstudags lagðist að Skarfabakka í Sundahöfn þýska skemmtiferðaskipið Mein Schiff 3, sem er rúmlega 100 þúsund rúmlestir, 293 metra langt, smíðað í Finnlandi fyrir áratug. Þá lýsti eigandi skipsins því yfir að Mein Schiff 3 væri fyrirmyndarskip þegar kæmi að tækni sem bætti nýtingu eldsneytis. Byrjað var að taka tillit til loftslagsumræðunnar, …

Á hverju ári hittast fulltrúar þjóða heimsins á loftslagsráðstefnu, sem sífellt verður stærri og stærri. Þá síðustu, COP28 í Dubai, sóttu um 100 þúsund manns. Næsta ráðstefna, COP29, mun fara fram í Aserbædjan í nóvember.  Það sem færri hins vegar vita, er að árlega fer fram önnur loftslagsráðstefna þjóðanna, á sumri hverju. Það fer minna …

Ný aðgerðaráætlun í loftslagsmálum hefur nú verið kynnt og viðbrögðin eru smám saman að koma í ljós. Eftirvæntingin var töluverð. Kvittur hafði verið á sveimi allt frá byrjun árs um að áætlunin yrði kynnt á hverri stundu. Þann 14. júní síðastliðinn kom svo loksins að því.  Samkvæmt lögum á að uppfæra aðgerðaráætlun á fjögurra ára …

Akrópólissafnið í Aþenu er meðal merkustu fornminjasafna í heiminum. Safnkosturinn byggist á því sem fundist hefur við uppgröft á Akrópólishæð eða hefur verið flutt á safnið til varðveislu. Safnið var opnað í núverandi húsakynnum undir Akrópólishæð árið 2009. Um ein og hálf milljón gesta heimsækja safnið árlega - margir í framhladi af því að hafa …

Kaffihúsið er rekið af Ögur Travel sem er fyrirtæki í eigu fjölskyldunnar frá Ögri. Það er staðsett í gömlu ungmennafélagshúsi sem var byggt árið 1925 og er eingöngu opið yfir sumarmánuðina. Frá árinu 2014 hefur daglegur rekstur verið í höndum Guðfinnu Hreiðarsdóttur og Jónu Símoníu Bjarnadóttur sem hafa gefið út kökubækur undir heitinu Þjóðlegt með …

Gámar

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Sauðfjársetrið var stofnað árið 2002 af heimamönnum og hefur vaxið og dafnað í þeirra umsjá allar götur síðan. Nýverið hlaut það tilnefningu til Íslensku safnaverðlaunanna fyrir samfélagslegra nálgun í safnastarfi. Í umsögn með tilnefningunni segir meðal annars að hér sé um að ræða mikilvæga og öfluga menningarstofnun sem hafi gríðarmikið gildi fyrir samfélagið á Ströndum. …

Um 160 hefðbundnir vitar gamallar eru við sæbarða strönd Nova Scotia og þekktastur þeirra er sá í fiskimannaþorpinu Peggy’s Cove. Þar búa víst aðeins um 40 manns en gestagangur er mikill eiginlega alla daga ársins. Um 700 þúsund ferðamenn koma til Peggy´s Cove árlega, að stórum hluta eru það skipafarþegar. Flestir sem starfa í Peggy´s Cove …

Íslendingar sem komnir eru yfir miðjan aldur muna kannski eftir Halifax í Kanada úr skipafréttum í Ríkisútvarpinu. Þessi hafnarborg er aðsetur fylkisstjórnar Nova Scotia og státar af mikilli sögu tengdri útgerð og siglingum. Allir sem kynnt hafa sér átakanlega endalok skemmtiferðaskipsins Titanic í apríl 1912 vita auðvitað að þeir sem björguðust fóru til New York …

Eftir því var tekið þegar Jón Gnarr forsetaframbjóðandi lýsti undrun sinni á því, í kappræðum frambjóðenda á Stöð 2 á dögunum, að hann hefði aldrei verið spurður af neinum fjölmiðli út í viðhorf sín til umhverfismála. Þau væru jú einhvers stærstu mál samtímans. Hins vegar væri endalaust verið að tala um málskotsréttinn, sem forsetar beittu …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …

Danski bærinn Kalundborg er á vesturströnd Sjálands, um 100 km vestur af Kaupmannahöfn. Íbúarnir eru nú um það bil 20.000. Fyrir mörgum árum var bærinn þekktastur fyrir verksmiðju sem framleiddi Carmen-rúllur. Carmen-verksmiðjan var stofnuð árið 1963 og hafði í upphafi sex starfsmenn á launaskrá. Uppúr 1970 urðu Carmen-rúllur skyndilega algjör metsöluvara og voru hárrúllurnar svo …

Icelandair

"Við erum sannfærð um að víðtæk reynsla okkar úr fluggeiranum og virðisaukandi nálgun muni styðja við vöxt Icelandair til hagsbóta fyrir alla hluthafa." Þetta fullyrti Matthew Evans, framkvæmdastjóri hjá Bain Capital Credit, í tilkynningu sem gefin var út í tengslum við kaup bandaríska sjóðsins á 16,6 prósent hlut í Icelandair í júní 2021 fyrir 8,1 …

Hlutur hreinna, endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu heimsins er nú í fyrsta skipti kominn yfir 30 prósent. Þetta sýna nýjar tölur um raforkuframleiðslu á heimsvísu, fyrir árið 2023. Það er sjálfstætt alþjóðlegt rannsóknarsetur á sviði loftslags- og orkumála, Ember, sem heldur þessum tölum til haga. Í glóðvolgri skýrslu um málið fullyrða rannsakendur að á síðasta ári hafi …