Samfélagsmiðlar

Frásagnir

ForsíðaFrásagnir

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Rafhleðsla, ferðamannarúta

Við höldum áfram að skoða fullyrðingar um raforkuskort á Íslandi. Í þessari þriggja greina atlögu að viðfangsefninu hefur verið lagt út frá umræðu á Alþingi frá því í nóvember 2023.  Þar lýsti þingkona Framsóknarflokksins, Ingibjörg Isaksen, yfir áhyggjum af því að í náinni framtíð yrði ekki nægilega mikið virkjað til að mæta fyrirsjáanlegri eftirspurn samvæmt …

„Sérfræðingar hafa varað við mögulegum aflskorti undanfarin ár þar sem bent er á að nýir orkukostir sem bætast inn á kerfið á næstu árum dugi ekki fyrir sívaxandi eftirspurn eftir raforku samkvæmt raforkuspá.“  Svona komst Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, að orði í umræðu á Alþingi 14. nóvember síðastliðinn um öflun grænnar orku. „Við höfum gert …

Ofninn er fornlegur enda meira en 70 ára gömul rússnesk uppfinning. Inni í ofninum er lofttæmt rými í laginu eins og kleinuhringur og er það fyllt með sömu rafgösum og sólin er búin til úr. Í gegnum lítinn glugga á ofninum er hægt að fylgjast með rafgösunum, sem líta út eins og bleik þoka, þjóta …

Í gær bar það til tíðinda á danska bókamarkaðinum að tvö af stærstu bókaforlögum landsins, Gyldendal og Lindhardt  & Ringhof, skiluðu ársreikningi fyrir árið 2023. Uppgjöranna hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu því árið 2023 einkenndist af töluverðum óróa á bókamarkaðinum. Danskir rithöfundar mótmæltu, kvörtuðu hástöfum undan bágum kjörum og kröfðust þess að fá stærri hluta …

Fatasóun er stórt og vaxandi umhverfisvandamál í heiminum og skýr birtingarmynd þess hversu skaðleg ofneysla er fyrir jörðina. FF7 sagði á dögunum frá niðurstöðum skýrslu WSGN (Worth Global Style Network), sem spáir fyrir um tilhneigingar og stílbreytingar á neytendamarkaði. Kom þar fram að upp undir 40 prósent af öllum fötum sem eru framleidd í heiminum …

Þegar þessi hárgreiðslustund fór fram á litlu hárgreiðslustofunni í Kaupmannahöfn hafði Solvej Balle slegið hressilega í gegn með bókinni sinni Ifølge loven eða Lögum samkvæmt. Bókin var seld til stórra og virðulegra forlaga út um allan heim og Solvej var fengin í ótal viðtöl við blaðamenn út um allar trissur. Þessum sirkus tók hún þátt …

Á síðustu mánuðum hefur umræðan um rýr kjör rithöfunda og forlaga verið hávær á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum. Í fyrstu voru það rithöfundar einir sem kvörtuðu sáran undan því hversu streymisveitur, það er að segja Storytel á Íslandi, greiddu skammarlega lága fjárhæð fyrir afnot af textum rithöfunda og töldu þeir að streymisveiturnar græfu …

Hún er líffræðingur, efnaverkfræðingur, doktor í læknisfræði og uppfinningar hennar hafa valdið því að sala á frosnum pítsum hefur snarminnkað í Bandaríkjunum síðustu tvö árin, að flugfélög eru farin að reikna með léttari farþegum í framtíðinni og þar með minni eldsneytisnotkun, að stórmarkaðir eru farnir að sjá á sölutölum sínum að kalóríusala (já, þetta er …

Af og til tekur stórblaðið New York Times sig til og ákveður að dusta ryki tímans af bókmenntaverki - það sem hinir bandarísku blaðamenn kalla „meistaraverk.“ Sumar af þessum enduruppgötvuðu skáldsögum hafa aldrei notið neinnar athygli og stundum  telja blaðamennirnir sig vera að enduruppgötva vinsælt snilldarverk sem algjörlega hafi óverðskuldað fallið í gleymskunnar dá. Það …

Upp undir 40% af öllum fötum sem eru framleidd á ári í heiminum eru aldrei notuð og aldrei keypt. Þau enda mikið til á haugunum. Þetta gefur ný skýrsla til kynna. Talið er að um 150 milljarðar af alls konar tegundum fata — peysum, skóm, jökkum, buxum, sokkum og þess háttar — séu framleiddir í heiminum öllum …

Rie Kudan

Á miðvikudaginn í síðustu viku var tilkynnt við hátíðlega athöfn hvaða bók hlyti hin eftirsóttu Akutagawa-bókmenntaverðlaun en þau eru eru álitin ein þau virtustu í Japan og eru veitt annað hvert ár. Bókin The Tokyo Tower of Sympathy, eins og hún heitir á ensku, eftir 33 ára gamlan rithöfund, Rie Kudan, hlaut verðlaun sem besta frumraunin.  Dómnefndin lét …

Fyrir nokkrum vikum voru frumsýndar á Netflix fjórar kvikmyndir eftir hinn fræga kvikmyndaleikstjóra Wes Anderson sem hann byggði á sögum enska barnabókahöfundarins Roald Dahl. Þetta eru stuttar kvikmyndir, stysta er 17 mínútur og sú lengsta 39 mínútur: The Wonderful Story of Henry Sugar (sú lengsta),The SwanThe Rat Catcher Poison  Benedict Cumberbatch fer með hlutverk Henry Sugar …

Fyrir nokkrum mánuðum tók Carl Blomqvist upp á því að búa til stutt myndbönd sem hann birti á TikTok og Instagram. Í myndböndunum mælir hann með tilteknum bókum og hvetur jafnaldra sína til að lesa meira. En hann gekk skrefinu lengra en bara að búa til stutt hvatningarmyndbönd. Í lok september á síðasta ári hélt …