„Þetta er mikilvægur og stefnumarkandi samningur sem við styðjum heilshugar. Fjöldi geira, þar á meðal bílageirinn, lyfjageirinn, framleiðsla örgjörva og timburs, munu njóta góðs af honum,“ segir Maros Sefcovic, viðskiptastjóri ESB, við kynningu á samningnum fyrr í dag. 15 prósenta tollur á innflutning evrópskra bíla til Bandaríkjanna gildir afturvirkt frá 1. ágúst samkvæmt samkomulaginu. Tollurinn …
Í Noregi er DNB-bankinn sá stærsti og heildareignir hans eru um átta sinnum meiri en alls íslenska bankakerfisins. Kjerstin Braathen er bankastjóri DNB og í aðdraganda kosninga til norska þingsins biður hún norska stjórnmálamenn um að setja ekki sambandið við Evrópu í hættu. Vísar hún meðal annars til þess að Framfaraflokkurinn tali um að endursemja …
Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur lengi verið umsvifamikið á Keflavíkurflugvelli en hefur dregið mikið úr Íslandsflugi síðustu misseri. Nú í byrjun mánaðar hóf félagið á ný flug til Ísrael, eftir tveggja mánaða hlé, þrátt fyrir kröfur víða um viðskiptaþvinganir gagnvart landinu í ljósi þjóðernishreinsunar á Gaza og hernaðar á svæðinu. Stjórnendur Wizz Air ætla ekki að …
Það kom ráðamönnum víða um heim í opna skjöldu þegar lokaútgáfa af tollaáformum Donald Trump Bandaríkjaforseta var birt um síðustu mánaðamót. Hér á landi var búist við að Ísland yrði í neðsta þrepi og íslenskur útflutningur til Bandaríkjanna yrði þá tollaður um 10 prósent. Í aðdraganda ákvörðunarinnar hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra meðal annars bent …
Þó að samningar flugfélaganna um kaup á eldsneyti séu í dollurum þá kemur veiking bandarísku myntarinnar illa út fyrir félögin, sérstaklega Icelandair. Á fyrri helmingi ársins mátti rekja 56 prósent af farþegatekjum félagsins til Norður-Ameríku en stór hluti af kostnaði er í krónum, þar á meðal launin hér á landi þar sem starfsfólk flugfélagsins er …
Þremur mánuðum eftir að hugmyndasmiðirnir að stofnun Play kynntu áform sín í Perlunni var landamærum lokað vegna Covid-veirunnar. Rekstur flugfélaga lamaðist og opinberir styrkir héldu þeim á lofti. Í þessu ástandi keypti Elías Skúli Skúlason, stjórnarformaður flugþjónustufyrirtækisins Airport Associates, hið verðandi flugfélag Play og hópur fólks hélt áfram að vinna að stofnun þess þrátt fyrir …
Innflutningur Evrópusambandsins á fljótandi jarðgasi frá Rússlandi jókst verulega á fyrri helmingi ársins, þrátt fyrir stríðsrekstur landsins í Úkraínu. Samkvæmt hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, var á fyrstu sex mánuðum ársins keypt jarðgas fyrir 640 milljarða króna frá Rússlandi. Þetta var aukning um næstum 30 prósent frá sama tímabili í fyrra. Evrópusambandið hefur sett viðskiptabann á rússneska …
Ferðamannastraumurinn hefur því aukist í ár og það sama má segja um notkun erlendra greiðslukorta hér á landi. Fyrstu sjö mánuði ársins nam erlenda kortaveltan 208,5 milljörðum króna. Það er viðbót um 7 prósent, eða nærri 14 milljörðum króna, frá sama tíma í fyrra samkvæmt tölum Seðlabankans. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá …
Íslenska flugbókunarsíðan Dohop hóf starfsemi árið 2004, afsprengi netvæðingar og nýrra viðskiptahátta. Fyrirtækið hefur vaxið töluvert en er eftir rúmlega tveggja áratuga starf enn nefnt sprotafyrirtæki. Ekki hefur enn orðið …
Póstlisti FF7
Skráðu þig til að fá fréttabréfið okkar
Ostur og skyr hafa verið aðalframleiðsluvara þeirra hjóna en í fyrra prófuðu þau að rækta og sulta rauðrófur til að bæta inn í framleiðsluflóru Fjóshornsins. Baldur var nýkominn frá því …