Þegar viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir var tekið upp árið 2012 stóðu vonir til þess að önnur lönd myndu taka upp álíka fyrirkomulag. Í dag reiknar sennilega enginn með að núverandi forseti Bandaríkjanna muni innleiða hið evrópska kerfi og kínversk stjórnvöld sýna þessu heldur ekki áhuga. Það eru því eingöngu flugfélög innan EES-svæðisins sem borga fyrir …
Vegahandbók Michelin hefur úthlutað 68 veitingahúsum í Frakklandi nýjum stjörnum í viðurkenningarskyni fyrir veitingar og þjónustu. Tvö veitingahús komust í hóp þeirra sem skarta þremur stjörnum í frönsku handbókinni 2025: Christopher Coutanceau í La Rochelle og sjávarfangsstaðurinn Le Coquillage á norðanverðum Bretagne-skaga. „Heimurinn er þjakaður af áhyggjum, spenna, ógnir og stríð knýja dyra í Evrópu. …
Tvö umsvifamestu erlendu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli, Easyjet og Wizz Air, hafa dregið töluvert úr Íslandsflugi. Í nýliðnum mars nam samdrátturinn hjá því síðarnefnda 39 prósentum en 12 prósentum hjá Easyjet. Play hefur líka dregið úr flugi til og frá Keflavíkurflugvelli. Í mars fækkaði brottförum félagsins um 67 samkvæmt ferðagögnum FF7 sem jafngildir 16 prósenta minnkun. …
Verð á meira en 250 vörum var lækkað í Vinmonopolet, áfengisverslunum norska ríkisins, í dag. Verðbreytingin var á bilinu 10 norskir aurar og upp í 760 norskar kr. eða um 9.700 íslenskum krónum. Frá þessu greinir norski miðillinn DinSide en flaskan sem lækkar mest er Marchand Corton Perrières Grand Cru frá árinu 2019. Eftir verðbreytinguna …
Það verða ekki einungis nýju bílarnir sem hækka í verði. Búist er við að verð á notuðum bílum í Bandaríkjunum hækki vegna aukinnar eftirspurnar. Það getur orðið harðsótt fyrir láglaunafólk vestra að eignast eigin bíl. Meðalverð á nýjum bíl í Bandaríkjunum er sem svarar rúmum 6 milljónum króna. Erfitt er að finna bíl á innan …
Nýskráðum Tesla-bílum fjölgaði umtalsvert í síðasta mánuði en þá hóf bandaríski bílaframleiðandinn að afhenda nýjustu útfærsluna af tegundinni Model Y. Í heildina voru 213 eintök af Model Y skráð hjá Samgöngustofu í mars en í heildina komu 505 nýir rafbílar á götuna í síðasta mánuði. Á sama tíma í fyrra voru nýju rafbílarnir aðeins 172 …
Það var undir lok árs 2022 sem OpenAI kynnti spjallmennið Chat GPT og þar með varð þessi nýja gervigreindartækni aðgengileg almenningi. Um leið fóru tæknirisarnir á fullt í að innleiða gervigreind og þróunin hefur verið hröð síðustu misseri. Nú nótt tilkynnti OpenAI að fyrirtækið hefði tryggt sér fjármögnun upp á 40 milljarða dollara sem er …
Forsvarsmenn flugfélagsins Virgin Atlantic tilkynntu í morgun að reksturinn í fyrra hefði verið réttum megin við núllið, í fyrsta sinn frá árinu 2016. Þessi tímamót féllu þó í skuggann af yfirlýsingunni sem fylgdi um minnkandi eftirspurn eftir flugi milli Bandaríkjanna og Bretlands. Segja má að stjórnendur flugfélagsins hafi þarna verið þeir fyrstu til að vara …
Þegar ríkisstjórnin tók við völdum á vetrarsólstöðum sagði hún að unnið yrði að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi og mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renna ættu að …
Vegahandbók Michelin hefur úthlutað 68 veitingahúsum í Frakklandi nýjum stjörnum í viðurkenningarskyni fyrir veitingar og þjónustu. Tvö veitingahús komust í hóp þeirra sem skarta þremur stjörnum í frönsku handbókinni 2025: …