Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið næsta leik í tollastríði sínu við umheiminn þótt deildar meiningar séu í herbúðum hans um stefnuna, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Forsetinn ætlar hins vegar að bíða fram til morguns með að kynna áætlunina. Hann hefur nefnilega lýst því yfir að 2. apríl fari í sögubækurnar. Þetta verði dagurinn sem Bandaríkin hætti …
Það verða ekki einungis nýju bílarnir sem hækka í verði. Búist er við að verð á notuðum bílum í Bandaríkjunum hækki vegna aukinnar eftirspurnar. Það getur orðið harðsótt fyrir láglaunafólk vestra að eignast eigin bíl. Meðalverð á nýjum bíl í Bandaríkjunum er sem svarar rúmum 6 milljónum króna. Erfitt er að finna bíl á innan …
Nýskráðum Tesla-bílum fjölgaði umtalsvert í síðasta mánuði en þá hóf bandaríski bílaframleiðandinn að afhenda nýjustu útfærsluna af tegundinni Model Y. Í heildina voru 213 eintök af Model Y skráð hjá Samgöngustofu í mars en í heildina komu 505 nýir rafbílar á götuna í síðasta mánuði. Á sama tíma í fyrra voru nýju rafbílarnir aðeins 172 …
Það var undir lok árs 2022 sem OpenAI kynnti spjallmennið Chat GPT og þar með varð þessi nýja gervigreindartækni aðgengileg almenningi. Um leið fóru tæknirisarnir á fullt í að innleiða gervigreind og þróunin hefur verið hröð síðustu misseri. Nú nótt tilkynnti OpenAI að fyrirtækið hefði tryggt sér fjármögnun upp á 40 milljarða dollara sem er …
Þessa dagana hugsa ráðamenn hjá Airbus, eins og annarra evrópskra framleiðslufyrirtækja, mest um afleiðingar tollastefnu Trumps. Þeir telja fyrirtækið þó geta lagað sig að hverju því sem Trump ákveður. Meginástæðurnar eru tvær: Mikil spurn er eftir framleiðslunni um allan heim og fyrirtækið er með verksmiðjur í Bandaríkjunum - fyrir innan hugsanlegan tollmúr. Guillaume Faury, forstjóri …
Play Europe, dótturfélag Play, fékk flugrekstrarleyfi á Möltu í lok síðustu viku og verða þrjár af þeim tíu þotum sem Play er með á leigu skráðar á Möltu. Þaðan verða flugvélarnar leigðar áfram í vor til ónefnds flugfélags í Austur-Evrópu. Þar með verða eftir sjö þotur í flota Play en félagið þarf að bæta einni …
Það sem af er ári hefur sala á ferðum til Bandaríkjanna dregist saman um 30 prósent hjá stærstu ferðaskrifstofu Svíþjóðar, Ticket. Sú selur aðallega ferðir til einstaklinga og nam veltan í fyrra 5,4 milljörðum sænskra eða um 70 milljörðum króna. Þessi samdráttur er ekki bundinn við Ticket því fleiri ferðaskrifstofur í Svíþjóð finna fyrir þessu …
Það tók Håkan Samuelsson innan við viku að gera það upp við sig hvort hann hefði áhuga á því að verða forstjóri Volvo Cars á nýjan leik. Á þriðjudaginn tekur hann á ný við forstjórastöðunni hjá sænska bílaframleiðandanum og um leið lætur Skotinn Jim Rowan af störfum. Sá tók við af Samuelsson árið 2022. „Þetta …
Þegar ríkisstjórnin tók við völdum á vetrarsólstöðum sagði hún að unnið yrði að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi og mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renna ættu að …
Eigendur fjölskyldubúsins eru foreldrar Margrétar, þau Arnar Bjarni Eiríksson og Berglind Bjarnadóttir sem tóku við búinu árið 1990. Mjólkurframleiðsla hefur hins vegar verið óslitin í sömu fjölskyldunni frá árinu 1789. …