„Bílaiðnaðurinn er stolt Evrópu og mikilvægur fyrir velgengni álfunnar. Hann stuðlar að nýsköpun, skapar milljónir starfa og er stærsti óopinberi fjárfestirinn í rannsóknum og þróun,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þegar hún greindi frá ákvörðun um viðræður í janúar 2025 um framtíð bílaiðnaðarins í álfunni, sem hefur orðið halloka í samkeppni við …
Næstu þrjá mánuði munu Bretar streyma til landsins þó að framboð á flugi milli Bretlands og Íslands hafi dregist töluvert saman. Það er venjulega þannig að hingað koma fleiri breskir ferðamenn í febrúar en samanlagt yfir sumarmánuðina þrjá en samkeppnin við Noreg um þennan ferðamannastraum frá Bretlandi hefur harðnað. Til marks um það ætlar Easyjet …
Icelandair hefur sameinað stærstan hluta starfsemi sinnar á höfuðborgarsvæðinu undir einu þaki í nýju húsi á Flugvöllum í Hafnarfirði. Húsnæðið er viðbygging við þjálfunarsetur Icelandair. Framvegis mun bókleg og verkleg þjálfun áhafna, skrifstofustarfsemi, þjónustuver, þjónustuskrifstofa og stjórnstöð verða á einum stað, auk þess sem flugáhafnir koma saman í húsinu áður en haldið er til Keflavíkurflugvallar. …
Breska flugfélagið hefur lengi verið stórtækt í flugi hingað frá Bretlandi en flýgur auk þess hingað frá París og Mílanó. Næsta sumar ætlar félagið að bæta við flugi hingað frá Basel í Sviss en þaðan flaug félagið til Keflavíkurflugvallar síðast fyrir fimm árum síðan. Til viðbótar ætlar Easyjet líka að fljúga hingað frá Lyon í …
Agnelli-fjölskyldan hefur stundum verið sögð vera krúnuhafar ítalska iðnveldisins, auk þess að eiga fótboltafélagið Juventus í gegnum eignarhaldssjóðinn Exor, og hluti í dagblöðum og munaðarvörumerkjum. Ættfaðirinn Giovanni Agnelli kom árið 1899 að stofnun Fiat-bílasmiðjanna (Fabbrica Italiana Automobili Torino) sem fjöldaframleiddu bíla fyrir Evrópu. Mestri útbreiðslu náði Fiat 500, eitt helsta tákn efnahagslegrar endurreisnar Ítalíu eftir …
Icelandair og ítalska flugfélagið ITA hafa undirritað samning um sammerkt flug. Samningurinn gerir viðskiptavinum kleift að ferðast á auðveldan máta um leiðakerfi flugfélaganna tveggja og opnar þannig spennandi ferðamöguleika að því segir í tilkynningu. Hægt er að bóka sammerkt flug frá og með deginum í dag fyrir ferðir sem hefjast frá og með 20. janúar …
Velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu var 174 milljarðar króna í september og október sem er rúmlega 3 prósentum meira en á síðasta ári. Til samanburðar hækkaði vísitala neysluverðs um 5,2% á milli ára en fjöldi ferðamanna var sambærilegur. Flugrekstur er langstærsta greinin innan ferðaþjónustunnar en þar var rétt 2 prósent vöxtur í haust en samdráttur …
Samkeppnin frá Tesla og kínverskum bílaframleiðendum neyðir bílaframleiðendur víða um heim að endurskipuleggja sig og leita nýrra leiða til að auka hagkvæmni framleiðslu sinnar og styrkja samkeppnisstöðuna. Þetta á ekki síst við um Honda og Nissan, sem koma næst á eftir Toyota að stærð og umsvifum. Honda er raunar fjórum sinnum verðmeira fyrirtæki en Nissan, …
Í Finkenwerder í Hamborg á bökkum Saxelfar þekja verksmiðjur og flugvöllur Airbus-flugvélasmiðjanna stórt svæði. Í risastórum skemmum eru flugvélaskrokkar settir saman, innréttaðir og útbúnir öllum þeim flókna búnaði sem nútímaflugvél …
Póstlisti FF7
Skráðu þig til að fá fréttabréfið okkar
Þrátt fyrir að vera notað eins og ávöxtur í matargerð telst rabarbari til grænmetis. Rabarbaraplantan á sér langa sögu og barst hingað til lands á 18. öld en náði almennri …