Samkvæmt frumvarpi stjórnarinnar geta sveitarfélögin norsku innheimt gjald sem nemur allt að 5% af gistikostnaði. Áætlað er að þessi gjaldtaka geti skilað sem svarar 18 milljörðum íslenskra króna í tekjur á ári. Hótelrekendur í Noregi hafa brugðist hart við þessari tillögu og sagt að hún komi verst við hótelgesti og þátttakendur á ráðstefnum og fundum, …

Skip og rútur

Alþingi hefur samþykkt að leggja innviðagjald á skemmtiferðaskip í millilandasiglingum, sem greitt verður fyrir hvern farþega á meðan skipið dvelur í höfn eða annars staðar á tollsvæði Íslands. Gjaldið verður 2.500 krónur á farþega fyrir hvern byrjaðan sólarhring. Hins vegar féllst meirihlutinn í efnahags- og viðskiptanefnd á rök hagsmunaaðila um að fresta afnámi tollfrelsis. Þið …

„Við vitum ekki fyrir víst hver staðan verður þann 20. janúar en við vitum, að hluta til, hvers er að vænta.“ Svona lýsir Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, stöðunni eftir að Donald J. Trump var á ný kjörinn forseti Bandaríkjanna en sá hefur talað fyrir auknum tollum og takmörkunum í utanríkisverslun. Af þeim sökum telur …

Breska flugfélagið Easyjet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl og aftur í október á næsta ári. Áður stóð til að fljúga út mars næstkomandi og hefja áætlunarflugið að nýju í nóvember. Breska flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að …

Nú styttist í að íslenskir skíðakappar fjölmenni í Alpana og stór hluti þeirra mun þá fljúga frá Keflavíkurflugvelli til ítölsku borgarinnar Verona. Systurfélögin Úrval-Útsýn og Heimsferðir eru með sínar eigin flugferðir til borgarinnar og selja sætin í þær í flestum tilfellum sem hluta af pakkaferð. Til viðbótar halda Icelandair og Play úti vikulegu flugi til …

Vínbændur í Frakklandi muna auðvitað vel áfallið sem fylgdi 25% Trump-tollinum sem lagður var á frönsk vín árið 2019. Þetta átti við um allt vín undir 14% styrkleika sem tappað var á minna en tveggja lítra flöskur. Þetta voru viðbrögð Trump í framhaldi af deilu um hvort Airbus nyti óeðlilega mikilla ríkisstyrkja í samkeppni við …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP29, var sett í Bakú í Aserbaídsjan í byrjun vikunnar og er þetta í annað skiptið í röð sem loftslagsógnir eru ræddar í olíuauðugu einræðisríki. Á næsta ári verður fundurinn haldinn í Belém í Brasilíu og þá undir heitinu COP 30. Gera má ráð fyrir að þátttakan þar verði meiri en í …

Þetta hefur auðvitað verið rætt á Íslandi. Til stóð að samþykkja ný lög um kíló­metra­gjald af öku­tækj­um fyr­ir ára­mót til að vega upp á móti tekjutapi ríkisins vegna rafbílavæðingar en frumvarpið nær ekki fram að ganga vegna andstöðu í þinginu. Í staðinn verða kol­efn­is­gjald, ol­íu­gjald, kíló­metra­- og bens­íngjöld hækkuð um 2,5%. Þessar aðferðir gætu dugað …