Samfélagsmiðlafyrirtækið Meta ætlar að gefa notendum Facebook og Instagram í Evrópu færi á að draga úr fjölda þeirra auglýsinga sem sérstaklega er beint að viðkomandi. Með þessu reynir risinn að sefa vaxandi áhyggjur ráðamanna í Evrópusambandinu vegna þeirrar ágengu auglýsingastefnu sem samfélagsmiðlarnir fylgja og byggist á söfnun persónuupplýsinga um notendur, um áhugasvið þeirra, smekk og …

Það hefur verið pólitískur vilji fyrir því að sjá betur til þess að skipin sem sigla hingað og á milli hafna með farþega, sem skjótast í land og skoða áhugaverða staði í þægilegri ökufjarlægð, greiði meira til íslensks samfélags. Hótel- og gistihúsaeigendur hafa bent á að samkeppnisstaðan sé ójöfn. Á sama tíma og innlendu rekstraraðilarnir …

Ítalska ríkisflugfélagið ITA Airways verður að öllum líkum hluti af Lufthansa Group. Þetta liggur fyrir eftir samningafund sem lauk í gærkvöld en samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins höfðu gefið viðsemjendum frest þar til miðnættis til að ganga frá samningi um kaup þýsku samsteypunnar á 41 prósents hlut í ITA. Upphaflega var samið um það í fyrra að Þjóðverjarnir …

Ferðamálayfirvöld á Mallorca viðurkenna að þeim hafi ekki tekist að draga úr troðningstúrisma á eynni með því að hemja eftirpurn með verðlagningu. Átroðningurinn er enn eitt helsta vandamálið á Mallorca í augum íbúanna - þó þeir átti sig á því það er ferðaþjónustan skilar samfélaginu miklar tekjur. Nærandi og sjálfbær ferðaþjónusta var eitt helsta umræðuefnið …

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands í fyrstu viku nóvember leiðir í ljós að flestir telja að veiðar á langreyðum veiki stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum. Spurningin var þessi: Telur þú að veiðar á langreyðum styrki eða veiki stöðu Íslendinga í alþjóðlegum viðskiptum? 46,3% segja veiðarnar hvorki styrkja né veikja hana; 40,4% telja að hvalveiðarnar …

Síðar í þessum mánuði fær Icelandair fyrsta eintakið af Airbus A321LR en félagið hefur gert samninga um bæði leigu og kaup á fjölda flugvéla frá evrópska framleiðandanum. Næsta sumar er ætlunin að fjórar Airbus þotur verði nýttar til að fljúga farþegum Icelandair og þá fyrst og fremst innan Evrópu líkt og Högni Helgason, forstöðumaður flotastýringar …

Verðlag í Danmörku hækkaði lítils háttar í október og mældist 1,6 prósentum hærra en á sama tíma ári áður. Í september var verðbólgan rétt 1,3 prósent en greinendur áttu von á því að hún færi upp á við í október. Danska hagstofan segir í tilkynningu að hækkunin skrifist fyrst og fremst á hærra raforkuverð. Þetta …

Bitcoin rafmyntin náði nýjum hæðum í nótt þegar verðið fór yfir 80 þúsund bandaríkjadali í fyrsta sinn. Hæst fór verðið á einni bitcoin í 81.891 dollara aðfaranótt mánudags. Verðgildi bitcoin hefur nú hækkað um fimmtung frá kosningasigri Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs á þriðjudag. Hækkunin síðastliðinn mánuð er nærri tvöfalt meiri eða nærri 40 prósent …