16 punktar um viðskiptin í Kauphöllinni í júlí

Lífeyrissjóður sem jók hlut sinn í keppinautum, innspýtingin sem fylgir bréfum Íslandsbanka og ólík þróun hjá fasteignafélögum er meðal þess sem mesta athygli vekur í viðskiptum mánaðarins. Helgi Frímannsson tekur hér saman það helsta sem gerðist í Kauphöllinni í júlí.

Kauphöll séð frá Suðurlandsbraut

Veltan í Kauphöllinni hækkaði um 20 milljarða í júlí á milli ára. MYND: ÓJ

Það fóru fram nærri ellefu þúsund viðskipti á íslenska hlutabréfamarkaðnum í júlí sem er veruleg viðbót frá sama mánuði í fyrra og veltan jókst um 20 milljarða króna milli ára

  • Aukin umsvif í Kauphöllinni í júlí skrifast að mestu á gríðarlega mikla veltu með bréf Íslandsbanka sem nam 21,3 milljörðum króna í júlí sem er aukning úr 1,7 milljarði króna frá sama mánuði í fyrra. 
  • Af öðrum félögum sem voru með verulega aukningu má nefna fasteignafélagið Kaldalón sem hóf endurkaup á eigin bréfum í júlí sem hafði jákvæð áhrif á veltuna. Meðal þeirra sem bættu við sig í Kaldalóni var Frjálsi lífeyrissjóðurinn á meðan verðbréfasjóðir í stýringu Stefnis og Íslandssjóða seldu hluta af sínum bréfum.
  • Einnig var talsverð aukning í veltu hjá Icelandair sem birti uppgjör í lok júlí sem reyndist síðan vera langt undir væntingum markaðsaðila. 
  • Hjá Símanum var heilmikil aukning á veltu eða 1,6 milljarðar króna. Munar þar einna mest um að Lífeyrissjóður verzlunarmanna bætti við stöðu sína í félaginu um ríflega 230 milljónir króna ásamt því að endurkaup félagsins héldu áfram af krafti. 
  • Kvika var mikið í fréttum vegna samrunatilkynninga og jókst veltan meðal annars vegna umsvifamikilla kaupa Gildis Lífeyrissjóðs sem juku við hlut sinn fyrir um 400 milljónir króna í júlí.
  • Hagar sáu virkilega góða aukningu (155%) sem má rekja til ágætis uppgjörs í lok júní og svo hækkunar afkomuspár hjá samkeppnisaðilanum Festi um miðjan júlí. Lífeyrissjóður verzlunarmanna bætti við eign sína í báðum félögum í mánuðinum sem þó var gríðarlega stór fyrir. Fyrirhuguð skráning Dranga hf., móðurfélags nokkurra smásölufélaga tengd Skel og Samkaupum sem starfa á svipuðum mörkuðum og Hagar höfðu einnig áhrif á viðskipti með bréf Haga.
  • Ólík þróun var í veltu hjá fasteignafélögunum Reitum og Heimum en velta Reita dróst saman um 730 milljónir á meðan veltan með Heima var upp á 350 milljónir króna.
  • Samdráttur var einnig þó nokkur í veltu með Festi og Alvotech eða um 1 milljarður króna hjá hvoru félagi.
  • Veltan dregst áfram verulega saman í JBT Marel (áður Marel) eða um 3,2 milljörðum króna milli ára í júlí þar sem viðskipti með bréf félagsins fara nú fram að mestu á hlutabréfamarkaði í New York.

Fjöldi viðskipta rúmlega tvöfaldast

  • Í heildina eru tæplega ellefu þúsund viðskipti í júlí og aukast um sex þúsund frá fyrra ári. Líkt og þegar horft er til veltu þá er Íslandsbanki líka á toppnum þegar fjöldi viðskipta í júlí er skoðaður, nemur aukning milli ára yfir ellefu hundruð prósent. 
  • Þó að velta dragist saman með Festi þá eykst fjöldi viðskipta um 168%. 
  • Eins eru viðskipti með bréf Alvotech rúmlega tvöfalt fleiri en í fyrra þótt veltan sé að dragast saman um tæpan milljarð króna. Ef viðskipti með Alvotech eru skoðuð nánar þá er UBS-bankinn með um tvö hundruð viðskipti í mánuðinum þar sem 134 eru sölumegin.
  • Góð aukning er einnig í fjölda viðskipta með bréf Icelandair sem kemur til vegna umróts kringum uppgjör félagsins sem töluverðar væntingar voru gerðar til.
  • Mesti samdrátturinn í fjölda er hjá JBT Marel eða (-65%), sem helst í hendur við minnkandi veltu. 
  • Viðskiptum með bréf í Ölgerðinni fækkar mikið milli ára (-67%) en í lok júní 2024 birti Ölgerðin uppgjör þar sem EBITDA-afkomuspá ársins var lækkuð um 400 milljónir króna sem skapaði óvenjumikla veltu.
  • Play var skráð á First North-markaðinn í fyrra og því eru ekki samanburðartölur þar sem gögn ná bara til félaga á aðalmarkaði.

Greinarhöfundur hefur 20 ára reynslu á fjármálamarkaði, bæði sem sérfræðingur í eignastýringu og verðbréfamiðlari hjá Arion banka, og er nú einn af forsvarsmönnum kauphallarsjóðsins GlacierShares Nasdaq Iceland ETF.

Með áskrift getur þú lesið greinina - Sumartilboð: 3 mánaða áskrift með 50% afslætti

Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 3 mánuði á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]

Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.

 

Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér:

 

Nýtt efni

Verðmæti innflutnings og útflutnings í viðskiptum Þjóðverja og Bandaríkjamanna nam 125 milljörðum evra á fyrri helmingi ársins 2025 á sama tíma og viðskiptin við Kínverja fóru í 122,8 milljarða, samkvæmt útreikningum Reuters.  Í átta ár í röð hafði Kína verið helsta viðskiptaland Þjóðverja eða fram til ársins í fyrra þegar Bandaríkin veltu því úr þeim …

Í tilkynningu Turkish Airlines til kauphallar í morgun vegna áforma um að gera bindandi tilboð í minnihluta í Air Europa segir að fjárfestingin hafi verið metin í samræmi við langtímamarkmið fyrirtækisins um að styrkja sinn hag. Tyrkneska þjóðarflugfélagið er með höfuðstöðvar í Istanbúl og flýgur til fleiri staða utan heimalands en nokkurt annað flugfélag. Það …

Ný hitamet eru slegin, miklir gróðureldar og háskaleg flóð - allt hefur þetta einkennt sumarið 2025. Strax í maí mældist hiti yfir 50 gráðum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þann 1. ágúst náði hitinn 51,8 gráðum, sem er rétt undir hitameti landsins. „Öfgakenndar breytingar á hitastigi og áköf úrkoma eru tíðari,“ segir Sonia Seneviratne við fréttastofuna …

Play tapaði rétt tæpum 2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýju uppgjöri en á sama tímabili í fyrra nam tapið 1,4 milljörðum. Stjórnendur Play vöruðu fjárfesta við auknum taprekstri þann 21. júlí sl. og sögðu lakari afkomu að mestu skrifast á þætti sem „félagið hefur ekki áhrif á.“ Var þar vísað til hækkunar krónunnar, …

Kauphöll séð frá Suðurlandsbraut

Það fóru fram nærri ellefu þúsund viðskipti á íslenska hlutabréfamarkaðnum í júlí sem er veruleg viðbót frá sama mánuði í fyrra og veltan jókst um 20 milljarða króna milli ára.  Fjöldi viðskipta rúmlega tvöfaldast Greinarhöfundur hefur 20 ára reynslu á fjármálamarkaði, bæði sem sérfræðingur í eignastýringu og verðbréfamiðlari hjá Arion banka, og er nú einn …

Á þessum tíma í fyrra nýtti Play 10 þotur í áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli en núna eru þær sjö. Frá og með haustinu fækkar þeim niður í fjórar og því má segja að niðurskurðurinn í Íslandsflugi Play sé að hálfu kominn til framkvæmda. Félagið leggur nú aukna áherslu á framleigu á þotum í gegnum maltneskt dótturfélag. …

Þotur Icelandair fljúga allt að þrjár ferðir á dag til Seattle en þar hefur félagið verið í nánu samstarfi við Alaska Airlines nær óslitið frá árinu 2008 þegar íslenska félagið hóf flug til bandarísku borgarinnar. Í Seattle er Alaska Airlines umsvifamesta flugfélagið og hingað til hafa umsvif þess takmarkast við ferðir innan Norður-Ameríku. Farþegar félagsins …

Tollaálögur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á innflutning frá Evrópulöndum og tugum annarra um allan heim hafa tekið gildi. Þessir nýju og umdeildu tollar hafa áhrif á innflutning frá um 70 löndum, þar á meðal 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins, Noregi og Íslandi. Um leið og ESB sætti sig við 15 prósenta tollinn var lofað umtalsverðum evrópskum fjárfestingum í …