Samfélagsmiðlar

Fjórði hver hefur farið til útlanda ótryggður

Margir hafa farið til útlanda án þess að vera með ferðatryggingu.

Fjórði hver lesendi Túrista hefur farið til útlanda á síðastliðnum fimm árum án þess að vera með ferðatryggingu samkvæmt netkönnun síðunnar sem hátt í sjö hundruð svör fengust í.

Þetta er hátt hlutfall ótryggðra því eins og áður hefur verið greint frá leiddi bresk könnun í ljós að fimmti hver Breti fer til útlanda án trygginga. Treysta margir þeirra á Evrópska sjúkratryggingakortið í staðinn. Niðurstaðan var stjórnvöldum þar í landi áhyggjuefni.

Veitir ekki rétt til heimflutnings

Evrópska sjúkratryggingakortið veitir aðgang að hinu opinbera heilbrigðiskerfi EES-landanna og fær ferðamaðurinn aðstoð samkvæmt reglum dvalarlandsins. Kortið veitir hins ekki rétt til heimflutnings til Íslands og bætir ekki kostnað sem verður til vegna breytinga á ferðaáætlun samkvæmt því sem kemur fram á vef Sjúkratrygginga Íslands sem gefur út kortið. Það er því nauðsynlegt fyrir ferðamenn að hafa sérstakar tryggingar ætli þeir að fá tjónið bætt umfram það sem kortið dekkar.

Gefa út bráðabirgðaskirteini

Samkvæmt upplýsingum Túrista hjá Sjúkratryggingum Íslands getur fólk fengið bráðabirgðaskirteini eftir að það hefur veikst í útlöndum. Þó er mælst til að fólk hafi kortið með sér og skoði líka tryggingar sínar hjá tryggingafélugum áður en lagt er af stað. Tekið er við beiðnum um bráðabirgðaskirteini á símatíma Sjúkratrygginga á virkum dögum á milli tíu og hálf fjögur.

TENGDAR GREINAR: Fimmti hver ferðast ótryggður
NÝJAR GREINAR: Fimm bestu borgaranir í New York

Mynd: Kenjonbro/Creative Commons

 

 

Nýtt efni

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …