Samfélagsmiðlar

Kristján Sigurjónsson

HöfundurKristján Sigurjónsson
Kristján Sigurjónsson

Kristján Sigurjónsson

Kristján Sigurjónsson er annar tveggja ritstjóra FF7 og jafnframt ábyrgðarmaður og útgefandi. Kristján stofnaði Túrista, forvera FF7, árið 2009. Hann býr í Stokkhólmi. Kristján fjallar reglulega um málefni sem tengjast ferðaþjónustu og flugi í öðrum fjölmiðlum. [email protected]

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …

Áætlunarferðunum frá Keflavíkurflugvelli fjölgaði um fimmtung í mars í samanburði við sama mánuð í fyrra. Öll viðbótin skrifaðist á íslensku flugfélögin en Icelandair bætti við 180 brottförum og Play 152 samkvæmt ferðagögnum FF7. Hlutfallslega nam aukningin 22 prósentum hjá því fyrrnefnda en 54 prósentum hjá því síðarnefnda. Erlendu flugfélögin sem heild bættu aðeins við fjórum …

Hlutafjárútboð Play hófst í morgun en þar er lagt upp með að selja almenningi nýtt hlutafé í flugfélaginu fyrir 500 milljónir króna. Hópur stærstu hluthafa auk fagfjárfesta hefur þegar veitt vilyrði fyrir 4,5 milljarða króna innspýtingu. Hlutafjáraukningin verður því aðeins meiri en lagt var upp með þegar hún var kynnt í byrjun febrúar en þá …

Það voru 143 þúsund farþegar sem nýttu sér flugferðir Play til og frá Keflavíkurflugvelli í mars sem er töluverð bæting frá mánuðinum á undan. Núna var sætanýtingin líka betri eða 88 prósent og hefur hún ekki áður verið þetta há yfir vetrarmánuð að því segir í tilkynningu frá Play. Þar bendir nýr forstjóri félagsins, Einar …

Það hefur tíðkast hjá Icelandair um langt árabil að skipta farþegahópnum í þrennt; ferðamenn á leið til Íslands, íbúar á Íslandi á leið til út og svo tengifarþega. Fjöldi farþega í hverjum hópi fyrir sig var lengi vel aðeins birtur ársfjórðungslega en við fall Wow Air, í mars 2019, var upplýsingunum deilt í mánaðarlegum farþegatölum …

Fyrir heimsfaraldur tefldu stjórnendur Norwegian djarft með áætlunarferðum frá fjölda evrópskra borg til Norður-Ameríku og innanlandsflugi í Argentínu. Umsvif félagsins voru líka umtalsverð á Keflavíkurflugvelli því félagið bauð á tímabili upp á ferðir hingað frá fimm spænskum flugvöllum. Þegar Covid-19 lokaði landamærum í ársbyrjun 2020 þá var ballið í raun strax búið hjá norska flugfélaginu …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða