Samfélagsmiðlar

Kristján Sigurjónsson

HöfundurKristján Sigurjónsson
Kristján Sigurjónsson

Kristján Sigurjónsson

Kristján Sigurjónsson er annar tveggja ritstjóra FF7 og jafnframt ábyrgðarmaður og útgefandi. Kristján stofnaði Túrista, forvera FF7, árið 2009. Hann býr í Stokkhólmi. Kristján fjallar reglulega um málefni sem tengjast ferðaþjónustu og flugi í öðrum fjölmiðlum. [email protected]

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

„Ég hef varið öllum mínum starfsferli í fluggeiranum og þekki því til Icelandair og þeirra hlutfallslega miklu áhrifa sem félagið hefur haft síðustu áratugi. Núna þegar við erum að komast út úr heimsfaraldrinum þá verða flugfélög um leið að endurskilgreina viðskiptamódel sín. Ég tel að sterk staða Icelandair á markaði fyrir almenn ferðalög sé traustur …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …

Sérstakar ívilnanir fyrir kaupendur rafbíla voru felldar úr gildi um síðustu áramót og nú leggst fullur virðisaukaskattur á kaupverðið. Skattaafslátturinn nam áður allt að 1,3 milljónum króna og í flestum tilfellum hækkuðu bílaumboðin verðið á rafbílunum um þessa upphæð. Önnur biðu með að gefa út nýja verðskrá og það var tilfellið hjá Vatt ehf. sem …

Stjórn Play kynnti 8. febrúar sl. áform sín um að selja nýtt hlutafé í flugfélaginu fyrir þrjá til fjóra milljarða króna til styrkja lausafjárstöðu þess. Tilkynning um hlutafjárútboðið kom í tengslum við birtingu á uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár. Nú liggur fyrir að stærstu hluthafar flugfélagsins hafa skráð sig fyrir nýju hlutafé upp á 2,6 …

Bjartsýni ríkti meðal fjárfesta í garð Icelandair dagana áður en uppgjör félagsins fyrir annan ársfjórðung var birt þann 20. júlí í fyrra. Gengi hlutabréfa í flugfélaginu hafði þá hækkað um 12 prósent frá byrjun júlímánaðar og kostaði hver hlutur 2,27 krónur daginn sem uppgjörið var birt. „Besta rekstrarniðurstaða félagsins á öðrum ársfjórðungi síðan 2016" sagði …

Þotur ungverska flugfélagsins Wizz Air verða ekki eins áberandi á Keflavíkurflugvelli næstu mánuði eins og lagt var upp með. Í ársbyrjun var félagið með 504 flugferðir á dagskrá til Íslands í mars til júní en núna eru þær 378 samkvæmt ferðagögnum FF7. Samdrátturinn nemur fjórðungi. Í sætum talið þá dregst framboð Wizz Air á Íslandsflugi …

„Ebit-afkoman hefur aldrei verið hærri og hagnaðarhlutfallið ekki heldur,” sagði Geir Karlsen, forstjóri Norwegian, þegar hann kynnti uppgjör flugfélagsins fyrir nýliðið ár nú í morgun. Rekstrarafkoman (Ebit) var jákvæð um 2,2 milljarða norskra króna sem jafngildir 29 milljörðum íslenskra kr. Hagnaðarhlutfallið var 9 prósent. Til samanburðar var það rétt 1,6 prósent hjá Icelandair en félagið …

Icelandair hagnaðist um 1,1 milljarð króna fyrir skatt í fyrra og svo bættist við skattainneign upp á 400 milljónir króna vegna tapreksturs áranna á undan. Afkoman var töluvert frá þeim markmiðum sem sett voru í ársbyrjun í fyrra. Þá var lagt upp með að rekstrarafkoman (Ebit) yrði allt 6 prósent af tekjum en niðurstaðan var …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða