Samfélagsmiðlar

Vinsældir Berlínar stóraukast á ný hjá íslenskum túristum

berlin s 860

Það sem af ári hefur Íslendingum hins vegar fjölgað um nærri tvo þriðju í höfuðborg Þýskalands. Ferðamannastraumurinn til höfuðborgar Þýskalands hefur aukist hratt síðustu ár en íslenskum túristum fækkaði þar í fyrra. Það sem af ári hefur Íslendingum hins vegar fjölgað um nærri tvo þriðju.
Fyrstu þrjá mánuði ársins keyptu Íslendingar rétt tæplega sex þúsund gistinætur á hótelum Berlínar sem er aukning um 63,6 prósent frá á sama tíma í fyrra. Þetta er mikill viðsnúningur frá síðasta ári því þá fækkaði íslenskum hótelgestum í borginni um nærri fimmtung á fyrsta ársfjórðungi og um tíund allt árið samkvæmt tölum frá ferðamálaráði borgarinnar. Árið 2013 fjölgaði hins vegar ferðamönnum frá Íslandi í Berlín um 40 prósent.

Sex prósent flugu til Berlínar

Það flugu um 33 þúsund Íslendingar til útlanda frá Keflavíkurflugvelli í mars samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Á sama tíma lentu um tvö þúsund íslenskir flugfarþegar á flugvöllum Berlínarborgar. Af því gefnu að langstærsti hluti þeirra Íslendinga sem heimsækja Berlín fari þangað flugleiðina frá Íslandi þá má segja að á fyrsta ársfjórðungi hafi sex af hverjum hundrað íslenskum flugfarþegum á Keflavíkurflugvelli verið á leiðinni til Berlínar.
Yfir vetrarmánuðina er WOW air eitt um flug milli Berlínar og Íslands en yfir aðalferðamannatímabilið bjóða einnig Airberlin og German Wings upp á áætlunarflug frá þýska höfuðstaðnum til Íslands.
TILBOÐ Í BERLÍN: SÉRKJÖR Á ORLOFSÍBÚÐUM FYRIR LESENDUR TÚRISTA

Nýtt efni

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …

Sérstakar ívilnanir fyrir kaupendur rafbíla voru felldar úr gildi um síðustu áramót og nú leggst fullur virðisaukaskattur á kaupverðið. Skattaafslátturinn nam áður allt að 1,3 milljónum króna og í flestum tilfellum hækkuðu bílaumboðin verðið á rafbílunum um þessa upphæð. Önnur biðu með að gefa út nýja verðskrá og það var tilfellið hjá Vatt ehf. sem …