Samfélagsmiðlar

Vill ekki segja afhverju gögnin um WOW voru gerð opinber

Sá sem er forsvari fyrir fjármögnun WOW vill ekki tjá sig um stöðu mála og afhverju viðkvæmar upplýsingar um flugfélagið voru birtar í vikunni.

Fjárhagsleg staða WOW air hefur ekki verið upp á borðinu síðustu misseri og til að mynda birta fyrirtækið nú í sumar í fyrsta sinn upplýsingar um afkomu sína árið 2017. Fyrr í þessari viku birtust svo óvænt mjög ítarleg gögn á heimasíðu norræna fjármálafyrirtækisins Pareto um rekstur WOW air og framtíðaráform þess. Um var að ræða kynningu á skuldabréfaútgáfu íslenska flugfélagsins upp á  6 til 12 milljarða króna og hafa íslenskir fjölmiðlar birt fjölda margar fréttir byggðar á þessum upplýsingum síðustu daga. Meðal annars hefur komið að taprekstur WOW air hefur aukist í ár.

Það mun vera mjög óvenjulegt að svona viðkvæmar upplýsingar séu gerða opinberar með þessum hætti í tengslum við skuldabréfaútboð samkvæmt því sem viðmælendur Túrista, úr íslenskum fjármálaheimi, segja. Venjan er frekar sú að stutt samantekt sé send fjárfestum og fjármálafyrirtækjum og þessi aðilar geti í framhaldi óskað eftir ítarlegri gögnum en skrifi um leið undir þagnareið. Þessi leið var ekki farinn í tilviki WOW air sem fyrr segir.

Sá starfsmaður Pareto fjármálafyrirtækisins sem sér um skuldabréfaútboð WOW air vill hins vegar ekki tjá sig um framkvæmdina. „Ég vil ekkert segja. Þessu samtali er lokið,“ endurtók viðkomandi nokkrum sinnum þegar þegar Túristi náði af honum tali nú í morgun og bar upp spurningar um skuldabréfaútboðið.

Eins og fram hefur komið þá ætla forsvarsmenn WOW air ekki tjá sig um skuldabréfaútgáfuna fyrr en síðar.

 

 

Nýtt efni
MYND: ÓJ

Í fyrra flugu 2,2 milljónir ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli og ný hagspá Landsbankans gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna í ár og þeim fjölgi svo um 100 þúsund á næsta ári og aftur á því þarnæsta. Spá Ferðamálastofu er í nærri sama takti því samkvæmt henni verða ferðamennirnir í ár 2,4 milljónir í ár og 2,6 …

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …