Samfélagsmiðlar

Útilokar ekki íslenska fjárfestingu

Einn helsti hóteleigandi og ferðafrömuður Norðurlanda hefur aukið umsvif sín verulega síðustu ár. Ennþá hefur hann þó ekki fjárfest hér á landi. Túristi leitaði skýringa á því.

Petter Stordalen á góðri stundu.

Það líða ekki margir dagar á milli þess sem skandinavíska viðskiptapressan flytur fréttir af norska hóteljöfrinum Petter Stordalen. Og þess á milli birta slúðurblöðin svo nýjustu tíðindin úr einkalífi hans enda er Stordalen litríkur og rogginn karl sem sækist í sviðsljósið.

En burt séð frá einkalífi Stordalen þá hefur hann verið einstaklega stórtækur í fjárfestingum síðustu ár. Ný hótel bætast Choice hotels keðjuna hans með jöfnu millibili og með kaupum sínum í vor á finnsku hótelkeðjunni Kämp Collection náði hann þeim merka áfanga að vera orðinn eigandi að samtals tvö hundrað hótelum en bróðurpartur þeirra er á hinum Norðurlöndunum.

Umsvif Stordalen takmarkast þó ekki við hótelgeirann og hann var einn af þremur fjárfestum sem nú hafa tekið yfir rekstur Thomas Cook ferðaskrifstofuveldisins á Norðurlöndum. Það fyrirtæki rekur nokkrar af umsvifamestu ferðaskrifstofum Norðurlanda enda segir Stordalen að þessi hluti heimsins sé ávallt í fókus í öllu því sem hann gerir.

Þrátt fyrir að einblína á Norðurlöndin þá hefur Stordalen ekki látið til sín taka á íslenska markaðnum jafnvel þó ferðaþjónusta landsins hafi verið í örum vexti. Aðpurður um skýringar á því þá segir blaðafulltrúi Stordalen, í svari til Túrista að fyrirtækið hafi vaxið mjög kröftuglega á norræna markaðnum að undanförnu. „Við höfum ekki ennþá farið inn á íslenska markaðinn en við erum fyrirtæki sem er með vöxt í DNA-inu okkar þannig að ef áhugavert verkefni kemur inn á borð til okkar þá munum við örugglega vega það og meta.“

Þá er spurning hvort Stordalen verði innan fárra ára orðin stórtækur í íslenskum ferðageira og þannig með umsvif á öllum fimm Norðurlöndunum.
Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …