Samfélagsmiðlar

Magurt ár hjá flugvélaframleiðendum

Valdimar Björnsson fer hér yfir stöðuna hjá flugvélaframleiðendum í ár. Afhendingar á þotum hafa dregist umtalsvert saman í heimsfaraldrinum.

„Miðað við afhendingartölur flugvéla í ár þá má búast við að 2021 verði hvorugum risanum gjöfult," segir Valdimar Björnsson í grein sinni.

Stærstu flugvélaframleiðendur heimsins, Boeing og Airbus, hafa afhent samtals 514 flugvélar fyrstu sjö mánuði ársins. Þessi fjöldi endurspeglar þá erfiðu stöðu sem ríkir í flugrekstri vegna Covid-19 hjá langflestum flugrekendum og þar með flugvélaframleiðendum. Ekki liggja fyrir tölur frá öðrum flugvélaframleiðendum sem af er árinu. 

Árið 2019 afhentu Boeing, Airbus, Embraer (Brasilíu), Bombardier (Kanada), Sukhoi (Rússlandi) og Comac (Kína) í allt sextán hundruð flugvélar og árið eftir voru þær um eitt þúsund. Fækkunin á milli þessara tveggja ára skýrist meðal annars af þeim vandræðum sem Boeing lenti í vegna hönnunargalla í MAX vélunum.

Eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan þá fer Boeing frá því að vera með markaðsráðandi stöðu í að verða jafningi Airbus árið 2018. Tveimur árum síðar afhenti Airbus svo fleiri flugvélar en keppinauturinn og það sama á við sem af er þessu ári.

344 flugvélar hafa flogið frá verksmiðjum Airbus en 170 frá Boeing. Sá síðarnefndi hefur þó afhent ögn fleiri breiðþotur en keppinauturinn, 43 á móti 41.

Þegar afhendingatölur í ár eru skoðaðar nánar þá kemur í ljós að Airbus hefur afhent fleiri flugvélar í öllum mánuðum ársins en Boeing ef janúar er undanskilinn.

Southwest er það flugfélag sem hefur fengið flestar Boeing vélar það sem af er ári eða alls nítján, allt 737 MAX. United Airlines er með næst flestar þotur eða ellefu eintök, bæði 737 MAX og Dreamliner. Jafn margar hafa farið til Ryanair og þar af níu 737 MAX vélar nú í júlí.

Boeing hefur afhent alls 127 MAX þotur í ár og nemur það þremur fjórðu af öllum þeim flugvélum sem Boeing hefur afhent flugfélögum í ár.

Hjá Airbus þá er það Delta Air Lines sem hefur fengið flestar þotur í ár eða 25. Þar af sextán A321ceo vélar. Þar á eftir kemur China Eastern Airlines með átján vélar.

Airbus hefur afhent mest af A320 neo flugvélum í ár eða alls 147. Þar á eftir koma 112 A321 neo. Airbus afhenti þrjár A320neo vélar til Spirit og þrjár A321neo vélar til Wizz Air í júli í ár.

Vinsældir flugvéla með minna drægi, færri sætum og með einn gang („narrowbody“), skýrist að miklu leiti af innanlandsflugi í landfræðilega víðfeðmu löndunum. Eftirspurn eftir innanlandsflugi í Bandaríkjunum og Kína hefur verið meiri en í millilandaflugi í faraldrinum.

Til að átta sig á stærð félaganna tveggja þá var samanlögð heildarvelta þeirra í fyrra 15.207 milljarðar króna, umreiknað í krónur á loka gengi ársins. Þetta eru tuttugufaldar áætlaðar skatttekjur íslenska ríkisins.

Samanlagður starfsmannafjöldi Boeing og Airbus telur 272.363 manns eða 74 prósent af íbúum Íslands. Bæði félögin skiluðu tapi á síðasta ári og var afkoma Boeing meira en áttfalt lakari en hjá Airbus.

Airbus tapaði 182 milljörðum árið 2020 en bandaríski keppinauturinn 1.524 milljörðum. Miðað við afhendingartölur flugvéla í ár, samanborið við árið 2020, þá má búast við að 2021 verði hvorugum risanum gjöfult.  

Um höfundinn: Valdimar Björnsson er flugvélaverkfræðingur með einkaflugmannspróf og hefur lokið áfanga í flugslysarannsóknum. Hann er með MBA gráðu með áherslu á flugrekstur og hefur starfað hjá Icelandair, Icelandair Cargo og Primera Air.

Nýtt efni

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …