Samfélagsmiðlar

Magurt ár hjá flugvélaframleiðendum

Valdimar Björnsson fer hér yfir stöðuna hjá flugvélaframleiðendum í ár. Afhendingar á þotum hafa dregist umtalsvert saman í heimsfaraldrinum.

„Miðað við afhendingartölur flugvéla í ár þá má búast við að 2021 verði hvorugum risanum gjöfult," segir Valdimar Björnsson í grein sinni.

Stærstu flugvélaframleiðendur heimsins, Boeing og Airbus, hafa afhent samtals 514 flugvélar fyrstu sjö mánuði ársins. Þessi fjöldi endurspeglar þá erfiðu stöðu sem ríkir í flugrekstri vegna Covid-19 hjá langflestum flugrekendum og þar með flugvélaframleiðendum. Ekki liggja fyrir tölur frá öðrum flugvélaframleiðendum sem af er árinu. 

Árið 2019 afhentu Boeing, Airbus, Embraer (Brasilíu), Bombardier (Kanada), Sukhoi (Rússlandi) og Comac (Kína) í allt sextán hundruð flugvélar og árið eftir voru þær um eitt þúsund. Fækkunin á milli þessara tveggja ára skýrist meðal annars af þeim vandræðum sem Boeing lenti í vegna hönnunargalla í MAX vélunum.

Eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan þá fer Boeing frá því að vera með markaðsráðandi stöðu í að verða jafningi Airbus árið 2018. Tveimur árum síðar afhenti Airbus svo fleiri flugvélar en keppinauturinn og það sama á við sem af er þessu ári.

344 flugvélar hafa flogið frá verksmiðjum Airbus en 170 frá Boeing. Sá síðarnefndi hefur þó afhent ögn fleiri breiðþotur en keppinauturinn, 43 á móti 41.

Þegar afhendingatölur í ár eru skoðaðar nánar þá kemur í ljós að Airbus hefur afhent fleiri flugvélar í öllum mánuðum ársins en Boeing ef janúar er undanskilinn.

Southwest er það flugfélag sem hefur fengið flestar Boeing vélar það sem af er ári eða alls nítján, allt 737 MAX. United Airlines er með næst flestar þotur eða ellefu eintök, bæði 737 MAX og Dreamliner. Jafn margar hafa farið til Ryanair og þar af níu 737 MAX vélar nú í júlí.

Boeing hefur afhent alls 127 MAX þotur í ár og nemur það þremur fjórðu af öllum þeim flugvélum sem Boeing hefur afhent flugfélögum í ár.

Hjá Airbus þá er það Delta Air Lines sem hefur fengið flestar þotur í ár eða 25. Þar af sextán A321ceo vélar. Þar á eftir kemur China Eastern Airlines með átján vélar.

Airbus hefur afhent mest af A320 neo flugvélum í ár eða alls 147. Þar á eftir koma 112 A321 neo. Airbus afhenti þrjár A320neo vélar til Spirit og þrjár A321neo vélar til Wizz Air í júli í ár.

Vinsældir flugvéla með minna drægi, færri sætum og með einn gang („narrowbody“), skýrist að miklu leiti af innanlandsflugi í landfræðilega víðfeðmu löndunum. Eftirspurn eftir innanlandsflugi í Bandaríkjunum og Kína hefur verið meiri en í millilandaflugi í faraldrinum.

Til að átta sig á stærð félaganna tveggja þá var samanlögð heildarvelta þeirra í fyrra 15.207 milljarðar króna, umreiknað í krónur á loka gengi ársins. Þetta eru tuttugufaldar áætlaðar skatttekjur íslenska ríkisins.

Samanlagður starfsmannafjöldi Boeing og Airbus telur 272.363 manns eða 74 prósent af íbúum Íslands. Bæði félögin skiluðu tapi á síðasta ári og var afkoma Boeing meira en áttfalt lakari en hjá Airbus.

Airbus tapaði 182 milljörðum árið 2020 en bandaríski keppinauturinn 1.524 milljörðum. Miðað við afhendingartölur flugvéla í ár, samanborið við árið 2020, þá má búast við að 2021 verði hvorugum risanum gjöfult.  

Um höfundinn: Valdimar Björnsson er flugvélaverkfræðingur með einkaflugmannspróf og hefur lokið áfanga í flugslysarannsóknum. Hann er með MBA gráðu með áherslu á flugrekstur og hefur starfað hjá Icelandair, Icelandair Cargo og Primera Air.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …