Samfélagsmiðlar

Ritstjórn

HöfundurRitstjórn
Ritstjórn

Ritstjórn

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …

Megn óánægja er meðal starfsmanna skemmtigarðsins Disneyland í Kaliforníu í Bandaríkjunum og hóta þeir nú verkfalli í fyrsta skipti frá árinu 1984. Kjaraviðræður sem staðið hafa síðan í apríl hafa engum árangri skilað. Ef af verður munu 14 þúsund starfsmenn skemmtigarðsins leggja niður störf samkvæmt frétt CNN en 99 prósent þeirra hafa samþykkt verkfallsaðgerðir. Til …

Verð á fati af Norðursjávarolíu lækkaði um tvo dollara í gærkvöld og kostar nú nærri 83 bandaríkjadollara. Svo lágt hefur verðið ekki verið í fimm vikur og skrifast verðlækkun gærdagsins á óvissu varðandi eftirspurn frá Kína að því segir í frétt DN. Þrátt fyrir þessa verðlækkun hefur olíuverð hækkað um nærri níu af hundraði í …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa undanfarin misseri horft á eftir viðskiptum til Noregs enda vísbendingar um að verðlag í Noregi sé ferðafólki hagstæðara en hér á landi. Og nú gæti verðbilið breikkað því gengi norsku krónunnar hefur lækkað eftir að nýjar verðlagsmælingar voru birtar í morgun. Þær sýna að verðbólga í Noregi mælist nú 2,6 prósent sem …

„Þessi fjárfesting hefur valdið okkur vonbrigðum alveg frá upphafi," segir Georgi Ganev, forstjóri sænska fjárfestingafélagsins Kinnevik, í tilkynningu sem fylgir nýjasta uppgjöri félagins sem birt var fyrr í dag. Þar er eignarhluturinn í norsku netversluninni Oda færð niður í núll krónur samkvæmt frétt Sænska dagblaðsins. Oda er með sterka stöðu í heimsendingu á matvælum í …

Skráðar gistinætur hér á landi voru um 611 þúsund í maí sem er um 15 prósent minna en á sama tíma í fyrra. Gistinóttum útlendinga fækkað ennþá meira eða um 18 prósent en erlendir gestir stóðu undir 78 prósent af gistimarkaðnum í maí. Tölur Hagstofunnar sýna að gistinóttum fækkaði um allt land í maí en …

Kaupendur nýrra rafbíla geta sótt um allt að 900 þúsund króna styrk frá Orkustofnun í tengslum við viðskiptin samkvæmt reglum sem tóku gildi í ársbyrjun. Áður fékkst sjálfkrafa skattaafsláttur upp á rúmar 1,3 milljónir króna við kaup á nýjum rafbíl. Á fyrri helmingi ársins voru 698 styrkir afgreiddir í takt við nýja fyrirkomulagið og samtals …

Við gjaldþrot Wow Air voru það í raun aðeins stjórnendur Norwegian sem sáu tækifæri í auknu flugi til Íslands. Veturinn fyrir kórónuveirufaraldurinn stóð norska flugfélagið fyrir um 70 brottförum í mánuði frá Keflavíkurflugvelli samkvæmt ferðagögnum FF7 og í flestum tilfellum var ferðinni heitið til Spánar. Núna takmarkast útgerð Norwegian á Keflavíkurflugvelli við þrjár ferðir í …

Heimssamtök ferðamálaþjónustu Sameinuðu þjóðanna hafa formlega samþykkt aðild Íslandshótela að Glasgow yfirlýsingunni um loftslagsaðgerðir í ferðaþjónustunni. Íslandshótel er þannig fyrsta íslenska ferðaþjónustufyrirtækið og fyrsta hótelkeðjan á Íslandi sem tekur þar þátt, en fyrir var Íslenski ferðaklasinn. Þetta kemur fram í tilkynningu og þar segir að þessi áfangi undirstriki enn frekar skuldbindingu Íslandshótela um sjálfbærni og …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða