Samfélagsmiðlar

Ritstjórn

HöfundurRitstjórn
Ritstjórn

Ritstjórn

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Nýverið náðist samkomulag á vettvangi Evrópusambandsins um breytingar á aksturs- og hvíldartímareglum ökumanna í fólksflutningum. Engar breytingar verða þó á hámarks vinnutíma eða lágmarks hvíld. Breytingarnar eru sagðar til hagsbóta bæði fyrir ökumenn og farþega og stuðla að meira öryggi í umferðinni. Lagt er til að meiri sveigjanleiki verði heimilaður varðandi lágmarks hvíldartíma: Ferðamannarútur og …

Seðlabanki Þýskalands segir í nýjustu mánaðarskýrslu sinni að horfur séu á efnahagssamdrætti í þessu stærsta hagkerfi Evrópu vegna minni útflutnings, varfærni neytenda og samdráttar í fjárfestingum innanlands vegna hækkunar á lántökukostnaði. Þýska hagkerfið hefur verið í mótbyr allt frá innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Orkuverð er hátt og hagkerfið sem reiðir sig mjög …

Rafbílar í hleðslu

Um áramótin féll niður skattafrádráttur til rafbílakaupa sem gat numið allt að 1,3 milljónum króna. Bílaumboðin lögðu mörg hver áherslu á þessa breytingu í auglýsingum sínum undir lok síðasta árs en kaupendur rafknúinna ökutækja geta núna sótt um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun. Rafbílar sem seldust fyrir skattahækkunina hafa margir hverjir komið nýir á …

Í janúar síðastliðinn fóru 4,8 milljónir farþega um CDG eða Charles de Gaulle-flugvöll í París, 2,2 prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta eru tæplega 90 prósent af janúarumferðinni 2019. Tæplega þriðjungur flugumferðarinnar um CDG-flugvöll er frá öðrum Schengen-löndum, Íslandi þar á meðal. Terminal 1 á Paris Charles de Gaulle í byggingu í …

Bláa lónið opnar á nýjan leik í dag og það sama á við um allan annan rekstur við lónið sjálft. Þar á meðal hótelin Retreat og Silica auk veitingastaðanna Lava og Moss. Ákvörðun um opnun er tekin í nánu samráði við yfirvöld að því segir í frétt á heimasíðu lónsins. „Sem fyrr fylgjum við fyrirmælum …

„Neytendur sitja eftir með sárt ennið enda um töluverðar upphæðir að ræða auk þess sem ágreiningur við bílaleigu kemur niður á upplifun ferðamanna," segir í frétt Neytendasamtakanna. Þar segir að bílaleigan Nordic Car Rental, sem er í eigu sömu aðila, hafi líka tapað einu máli fyrir kærunefndinni og ekki heldur orðið við kröfum neytanda um …

Gengi hlutabréfa í Play hækkaði um 22,5 prósent í dag og endaði 4,9 krónum á hlut þegar Kauphöllin lokaði. Markaðsvirði flugfélagsins hækkaði því í dag úr 3,5 milljörðum kr. í 4,3 milljarða kr. Til samanburðar var markaðsvirðið 5,8 milljarðar kr. á fimmtudaginn sl. áður en uppgjör fyrir nýliðið ár var birt. Þá var einnig boðað …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða