Samfélagsmiðlar

En hvað með skattsporið hans Skúla?

Rekstur íslenskra flugfélaga skapar þjóðarbúinu miklar tekjur líkt og forsvarsmenn þeirra hafa vísað til þegar á brattann er að sækja.

Gjaldeyristekjur af farþegum Wow Air, flugfélags Skúla Mogensen, námu um 120 milljörðum króna árið 2018 samkvæmt útreikningum sem gerðir voru fyrir flugfélagið.

Icelandair Group var það fyrirtæki sem fékk langhæstu styrkina frá hinu opinbera vegna áhrifa heimsfaraldursins. Ríkið lagði flugfélaginu til um fimm milljarða króna í tengslum við hlutabótaleiðina og eins í uppsagnarstyrki.

Á ræðu sinni á aðalfundi Icelandair á fimmtudag, sem send var fjölmiðlum sama dag, fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri flugfélagsins, að ríkið hefði fengið upphæðina fimmfalt til baka því svokallað skattspor félagsins hafi numið 26 milljörðum króna síðustu tvö ár.

Með þessu var ætlun forstjórans að svara fyrir þá umræðu sem „skotið hef­ur upp koll­in­um“ um nýt­ingu Icelandair á úrræðum rík­is­ins eins og það er orðað í frétt Mbl.is um ræðuna. Sú grein er skrifuð af nýráðnum ritstjóra viðskiptafrétta Morgunblaðsins sem síðustu ár hefur verið ráðgjafi Icelandair í almannatengslum og þar með á lista Fjármálaeftirlitsins yfir innherja í flugfélaginu.

Stefna á hagnað í ár

Útreikningar á skattspori Icelandair byggja á öllum greiddum sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga og þar með talinn skattur af launum starfsmanna. Ríkissjóður fær þó engar skatttekjur af afkomu Icelandair því flugfélagið tapaði þrettán milljörðum króna í fyrra. Þetta var fjórða tapárið í röð en stjórnendur félagsins stefna á jákvæða afkomu í ár. Sú spá var gefin út áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst sem valdið hefur ennþá hærra olíuverði og eins gæti eftirspurn eftir Evrópureisum í Bandaríkjunum dregist saman vegna ástandsins.

Óbeinu áhrifin á pari við Wow Air

Í ræðu sinni á aðalfundinum á fimmtudag sagði forstjóri Icelandair að auk skattsporsins fyrrnefnda þá hefðu jákvæð óbein áhrif af starfsemi flugfélagsins verið gríðarleg. Þannig hafi þeir 350 þúsund ferðamenn sem flugu með Icelandair í fyrra keypt vörur og þjónustu hér á landi fyrir um 85 milljarða króna.

Sú upphæð er sjö milljörðum lægri en farþegar Wow Air eyddu hér á landi árið 2018 samkvæmt útreikningi sem Reykjavík Economics vann fyrir flugfélagið í árbyrjun 2019 þegar falast var eftir opinberum stuðningi við reksturinn.

Ríkisstjórnin varð ekki við þeirri beiðni en ef rökstuðningi forstjóra Icelandair fyrir ríkisstuðningi væri beitt þá má segja að það hefði borgað sig fyrir ráðamenn að rétta flugfélagi Skúla Mogensen hjálparhönd.

Skattspor Wow Air árið 2019 hefði nefnilega líka geta hlaupið á tugum milljarða árið 2019 og ekki síst í ljósi þess að það ár var Icelandair vængbrotið vegna kyrrsetningar Boeing Max þotanna. Samkeppnin við Wow Air hefði því getað reynst Icelandair mjög erfið við þær aðstæður.

Almenn úrræði en sérsniðin

Til að geta allrar sanngirni þá stóðu úrræðin sem Icelandair nýtti sér í heimsfaraldrinum almenn en ekki sértæk eins og sú aðstoð sem Wow Air leitaði eftir. Aðstoðin sem ríkið bauð atvinnulífinu vegna Covid-19 voru þó sniðin að töluverðu leyti að þörfum Icelandair og á það sérstaklega við um uppsagnarstyrkina.

Alþingi samþykkti þó að veita Icelandair sérstaka ríkisábyrgð á allt að sextán milljarða króna láni. Það vilyrði nýttu stjórnendur Icelandair sér ekki og afsöluðu sér ábyrgðinni á sama tíma og nýtt kaupréttakerfi fyrir yfirmenn og sérvalda starfsmenn flugfélagsins var kynnt í síðasta mánuði.

Besta fjárfestingin fyrir alla nema Skúla

Í fyrrnefndri skýrslu Reykjavík Economics eru engir útreikningar á svokölluðu skattspori en þar segir að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af farþegum Wow Air hafi numið 120 milljörðum króna árið 2018 og reyndar líka árið áður. Það er meira en allur sá gjaldeyrir sem áliðnaðurinn skilaði inn í íslenskan efnahag á sama tíma líkt og Egill Almar Ágústsson, fyrrum forstöðumaður leiðakerfis Icelandair og Wow Air, benti á í aðsendri grein í Viðskiptablaðinu í fyrra.

Þar kemst Egill meðal annars að þeirri niðurstöðu að þeir fjórir milljarðara króna sem Skúli Mogensen fjárfesti í Wow Air hafi líklega verið besta fjárfesting Íslandssögunnar fyrir alla nema Skúla sjálfan því flugfélagið endaði í gjaldþroti.

Egill bendir nefnilega á að hagsmunir íslensks samfélags af rekstri flugfélaga séu miklu meiri en hagsmunir eigendanna sjálfra. Og það er kannski það sem forstjóri Icelandair var að reyna að benda á með útreikningum sínum á skattspori Icelandair síðustu tvö ár.

Nýtt efni

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …