Samfélagsmiðlar

En hvað með skattsporið hans Skúla?

Rekstur íslenskra flugfélaga skapar þjóðarbúinu miklar tekjur líkt og forsvarsmenn þeirra hafa vísað til þegar á brattann er að sækja.

Gjaldeyristekjur af farþegum Wow Air, flugfélags Skúla Mogensen, námu um 120 milljörðum króna árið 2018 samkvæmt útreikningum sem gerðir voru fyrir flugfélagið.

Icelandair Group var það fyrirtæki sem fékk langhæstu styrkina frá hinu opinbera vegna áhrifa heimsfaraldursins. Ríkið lagði flugfélaginu til um fimm milljarða króna í tengslum við hlutabótaleiðina og eins í uppsagnarstyrki.

Á ræðu sinni á aðalfundi Icelandair á fimmtudag, sem send var fjölmiðlum sama dag, fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri flugfélagsins, að ríkið hefði fengið upphæðina fimmfalt til baka því svokallað skattspor félagsins hafi numið 26 milljörðum króna síðustu tvö ár.

Með þessu var ætlun forstjórans að svara fyrir þá umræðu sem „skotið hef­ur upp koll­in­um“ um nýt­ingu Icelandair á úrræðum rík­is­ins eins og það er orðað í frétt Mbl.is um ræðuna. Sú grein er skrifuð af nýráðnum ritstjóra viðskiptafrétta Morgunblaðsins sem síðustu ár hefur verið ráðgjafi Icelandair í almannatengslum og þar með á lista Fjármálaeftirlitsins yfir innherja í flugfélaginu.

Stefna á hagnað í ár

Útreikningar á skattspori Icelandair byggja á öllum greiddum sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga og þar með talinn skattur af launum starfsmanna. Ríkissjóður fær þó engar skatttekjur af afkomu Icelandair því flugfélagið tapaði þrettán milljörðum króna í fyrra. Þetta var fjórða tapárið í röð en stjórnendur félagsins stefna á jákvæða afkomu í ár. Sú spá var gefin út áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst sem valdið hefur ennþá hærra olíuverði og eins gæti eftirspurn eftir Evrópureisum í Bandaríkjunum dregist saman vegna ástandsins.

Óbeinu áhrifin á pari við Wow Air

Í ræðu sinni á aðalfundinum á fimmtudag sagði forstjóri Icelandair að auk skattsporsins fyrrnefnda þá hefðu jákvæð óbein áhrif af starfsemi flugfélagsins verið gríðarleg. Þannig hafi þeir 350 þúsund ferðamenn sem flugu með Icelandair í fyrra keypt vörur og þjónustu hér á landi fyrir um 85 milljarða króna.

Sú upphæð er sjö milljörðum lægri en farþegar Wow Air eyddu hér á landi árið 2018 samkvæmt útreikningi sem Reykjavík Economics vann fyrir flugfélagið í árbyrjun 2019 þegar falast var eftir opinberum stuðningi við reksturinn.

Ríkisstjórnin varð ekki við þeirri beiðni en ef rökstuðningi forstjóra Icelandair fyrir ríkisstuðningi væri beitt þá má segja að það hefði borgað sig fyrir ráðamenn að rétta flugfélagi Skúla Mogensen hjálparhönd.

Skattspor Wow Air árið 2019 hefði nefnilega líka geta hlaupið á tugum milljarða árið 2019 og ekki síst í ljósi þess að það ár var Icelandair vængbrotið vegna kyrrsetningar Boeing Max þotanna. Samkeppnin við Wow Air hefði því getað reynst Icelandair mjög erfið við þær aðstæður.

Almenn úrræði en sérsniðin

Til að geta allrar sanngirni þá stóðu úrræðin sem Icelandair nýtti sér í heimsfaraldrinum almenn en ekki sértæk eins og sú aðstoð sem Wow Air leitaði eftir. Aðstoðin sem ríkið bauð atvinnulífinu vegna Covid-19 voru þó sniðin að töluverðu leyti að þörfum Icelandair og á það sérstaklega við um uppsagnarstyrkina.

Alþingi samþykkti þó að veita Icelandair sérstaka ríkisábyrgð á allt að sextán milljarða króna láni. Það vilyrði nýttu stjórnendur Icelandair sér ekki og afsöluðu sér ábyrgðinni á sama tíma og nýtt kaupréttakerfi fyrir yfirmenn og sérvalda starfsmenn flugfélagsins var kynnt í síðasta mánuði.

Besta fjárfestingin fyrir alla nema Skúla

Í fyrrnefndri skýrslu Reykjavík Economics eru engir útreikningar á svokölluðu skattspori en þar segir að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af farþegum Wow Air hafi numið 120 milljörðum króna árið 2018 og reyndar líka árið áður. Það er meira en allur sá gjaldeyrir sem áliðnaðurinn skilaði inn í íslenskan efnahag á sama tíma líkt og Egill Almar Ágústsson, fyrrum forstöðumaður leiðakerfis Icelandair og Wow Air, benti á í aðsendri grein í Viðskiptablaðinu í fyrra.

Þar kemst Egill meðal annars að þeirri niðurstöðu að þeir fjórir milljarðara króna sem Skúli Mogensen fjárfesti í Wow Air hafi líklega verið besta fjárfesting Íslandssögunnar fyrir alla nema Skúla sjálfan því flugfélagið endaði í gjaldþroti.

Egill bendir nefnilega á að hagsmunir íslensks samfélags af rekstri flugfélaga séu miklu meiri en hagsmunir eigendanna sjálfra. Og það er kannski það sem forstjóri Icelandair var að reyna að benda á með útreikningum sínum á skattspori Icelandair síðustu tvö ár.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …