Samfélagsmiðlar

„Fólk er svo glatt“

Enn bíða margir ferðabændur eftir heildarsýn í stjórnvalda í þessari gríðarlegu mikilvægu starfsgrein - ferðaþjónustunni, sem bjargað hefur byggð í heilu sveitunum, t.d. í Suðursveit þar sem Laufey Helgadóttir og fjölskylda eiga og reka stórt hótel á Smyrlabjörgum.

Laufey Helgadóttir á hlaðinu á Smyrlabjörgum.

Bjart er yfir ferðabændum á Suðurlandi, allt komið í fullan gang og vel bókað hjá flestum fram á haust. Þannig er staðan á Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit sem Laufey Helgadóttir og Sigurbjörn Karlsson eiga og hafa rekið frá 1990. Þau byrjuðu með sex herbergi en í dag eru þau 68. „Ferðaþjónustan hefur orðið til þess að mikið líf er nú í sveitinni,“ segir Laufey sem fluttist að Smyrlabjörgum frá Hornafirði og var um árabil ljósmóðir þarna í sveitinni. Mikil umferð ferðamanna er um svæðið árið um kring. Þar ræður aðdráttarafl jöklanna mestu.

Þessi myndarlegi ferðabúskapur á Smyrlabjörgum er á gömlum grunni. Það liggur beint við fyrir marga ferðabændur sem ólust upp á mannmörgum sveitaheimilum að þreifa síðan fyrir sér í gistiþjónustu. Það gerðu þau Laufey og Sigurbjörn. Hann er fimmti ættliðurinn sem yrkir jörðina og er með sauðfé meðfram hótelrekstrinum. „Mér líst mjög vel á sumarið,“ segir Laufey. „Júnímánuður hefur verið miklu betri en ég þorði að vonast eftir. Mest eru þetta Bretar, Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Frakkar. Svipað og fyrir Covid-19. Minna er um hópa, aðallega fólk á eigin vegum sem pantar tvær til þrjár nætur. Mér finnst gaman að því að sjá hversu ánægt þetta fólk er að geta ferðast á ný.“

Þau hjónin óttuðust afleiðingar heimsfaraldursins en betur fór en á horfðist, þó vissulega sé ekki algjörlega séð fyrir endann á því öllu saman. „Fólk er svo glatt – og þolinmótt. Ef herbergi er ekki alveg tilbúið þegar það kemur, segir það bara: „Allt í lagi“, og brosir breitt.“ Laufey viðurkennir hinsvegar, og kímir dálítið, að hún hafi nú bara kunnað vel við að geta verið meira með fjölskyldunni þegar heimsfaraldurinn geisaði. Svo voru sumrin bæði árin ljómandi góð, margir Íslendingar á ferð um landið. Þau hafi ekki þorað að ráða erlent starfsfólk þessi tvö sumur en það hafi í raun verið mistök. Fjölskyldan hafi þurft að vinna myrkranna á milli – en naut samverunnar. En Laufey segir að þetta hafi verið skemmtilegur tími.

Stjórnvöld þurfa að gera betur

Fólk sem starfað hefur í greininni jafn lengi og þau hjónin á Smyrlabjörgum hafa tekið þátt í atvinnubyltingu. Ferðaþjónustan hefur sprungið út á þessum tíma – þá mest auðvitað á árunum eftir bankahrun og gosið í Eyjafjallajökli. Hótel og gistiheimili hafa sprottið upp hvarvetna, þjónustufyrirtæki af ýmsum toga orðið til.

En er þá ekki allt í sóma? Laufey segir að starfsgreinin hafi sannarlega náð miklum árangri en innviðir ýmiskonar hafi ekki fylgt með. Hún nefnir sérstaklega vegakerfið. Allir sem fara um Öræfin, Suðursveit og Hornafjörð skilja hvað hún á við: gríðarleg umferð er um þjóðveginn en biðraðir bíla við margar einbreiðar brýr. Svo bendir Laufey á mikinn skort á salernum og hreinlætisaðstöðu fyrir ferðafólk.

„Mér finnst eins og ríkið hafi ekki viljað hlusta á þetta fólk í ferðaþjónustunni varðandi það hvað er að gerast. Stjórnvöld töldu sig alltaf vita betur.“ Hún segist enn bíða eftir alvöru stefnu í málefnum ferðaþjónustunnar. „Þetta er eins og með hjónaband, horfa þarf 25 ár fram í tímann,“ segir Laufey og glottir. Hún beinir orðum sínum til þeirra sem fara með völdin: „Verið með heildarsýn. Ákveðið stefnuna – þó alltaf þurfi að taka tillit til einhverra breytinga á leiðinni.“

Fjölskyldufyrirtækjunum fækkar

Nú er það ferðaþjónustan sem er höfuðatvinnuvegurinn í Suðursveit eins og víðar um landið. Laufey segir hinsvegar að fjölskyldufyrirtækjum eins og þeirra hafi fækkað – og þau eigi enn eftir að tína tölunni. „Afkomendur virðast ekki tilbúnir að taka við rekstrinum, hafa séð foreldra sína í stöðugri vinnu og eru ekki tilbúnir til þess.“ Fjölskyldurekstur er ekki sjálfbær til lengdar í því álagi sem verið hefur í ferðaþjónustunni, treysta verður á utanaðkomandi starfsfólk. Laufey segir miklu skipta um reksturinn hvernig starfsfólk fáist. Nú séu þau t.d. að bíða eftir fleira fólki til að létta undir. Á hótelinu starfi 18 manns en von sé á átta í viðbót frá Slóvakíu, Rúmeníu og Slóveníu. Allt er það vant fólk.

Laufey segir þeim haldast vel á starfsfólki en hinsvegar sé ekki gott að fólk sé of lengi og staðni, betra sé að það sæki sér nýja reynslu annars staðar eftir svolítinn tíma og komi svo jafnvel aftur til baka. „Þetta er krefjandi vinna, mikil hlaup, fylgjast þarf með því að allt sé í lagi, allt sé tilbúið þegar þess þarf. Kúnninn á að fá það sem hann borgaði fyrir.“ Og það er óhætt að segja að störfin séu fjölbreytt á Hótel Smyrlabjörgum. Þar er allt brauð heimagert og kökur bakaðar, búnar til sultur, allar súpur og sósur lagaðar, líka ísinn – allt er þetta gert frá grunni. Já, það er nóg að gera á sveitahótelinu og Laufey Helgadóttir horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við eigum aldrei að vera svartsýn. Það er bara svo leiðinlegt.“


Viltu gerast áskrifandi að Túrista. Smelltu þá hér

Nýtt efni

Í byrjun apríl tók Einar Örn Ólafsson við sem forstjóri Play eftir að hafa verið stjórnarformaður þess allt frá því að félagið hóf áætlunarflug fyrir bráðum þremur árum síðan. Stuttu eftir að Einar Örn settist á forstjórastólinn réði hann Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og gerði Arnar Má Magnússon að aðstoðarforstjóra. …

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …