Samfélagsmiðlar

„Fólk er svo glatt“

Enn bíða margir ferðabændur eftir heildarsýn í stjórnvalda í þessari gríðarlegu mikilvægu starfsgrein - ferðaþjónustunni, sem bjargað hefur byggð í heilu sveitunum, t.d. í Suðursveit þar sem Laufey Helgadóttir og fjölskylda eiga og reka stórt hótel á Smyrlabjörgum.

Laufey Helgadóttir á hlaðinu á Smyrlabjörgum.

Bjart er yfir ferðabændum á Suðurlandi, allt komið í fullan gang og vel bókað hjá flestum fram á haust. Þannig er staðan á Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit sem Laufey Helgadóttir og Sigurbjörn Karlsson eiga og hafa rekið frá 1990. Þau byrjuðu með sex herbergi en í dag eru þau 68. „Ferðaþjónustan hefur orðið til þess að mikið líf er nú í sveitinni,“ segir Laufey sem fluttist að Smyrlabjörgum frá Hornafirði og var um árabil ljósmóðir þarna í sveitinni. Mikil umferð ferðamanna er um svæðið árið um kring. Þar ræður aðdráttarafl jöklanna mestu.

Þessi myndarlegi ferðabúskapur á Smyrlabjörgum er á gömlum grunni. Það liggur beint við fyrir marga ferðabændur sem ólust upp á mannmörgum sveitaheimilum að þreifa síðan fyrir sér í gistiþjónustu. Það gerðu þau Laufey og Sigurbjörn. Hann er fimmti ættliðurinn sem yrkir jörðina og er með sauðfé meðfram hótelrekstrinum. „Mér líst mjög vel á sumarið,“ segir Laufey. „Júnímánuður hefur verið miklu betri en ég þorði að vonast eftir. Mest eru þetta Bretar, Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Frakkar. Svipað og fyrir Covid-19. Minna er um hópa, aðallega fólk á eigin vegum sem pantar tvær til þrjár nætur. Mér finnst gaman að því að sjá hversu ánægt þetta fólk er að geta ferðast á ný.“

Þau hjónin óttuðust afleiðingar heimsfaraldursins en betur fór en á horfðist, þó vissulega sé ekki algjörlega séð fyrir endann á því öllu saman. „Fólk er svo glatt – og þolinmótt. Ef herbergi er ekki alveg tilbúið þegar það kemur, segir það bara: „Allt í lagi“, og brosir breitt.“ Laufey viðurkennir hinsvegar, og kímir dálítið, að hún hafi nú bara kunnað vel við að geta verið meira með fjölskyldunni þegar heimsfaraldurinn geisaði. Svo voru sumrin bæði árin ljómandi góð, margir Íslendingar á ferð um landið. Þau hafi ekki þorað að ráða erlent starfsfólk þessi tvö sumur en það hafi í raun verið mistök. Fjölskyldan hafi þurft að vinna myrkranna á milli – en naut samverunnar. En Laufey segir að þetta hafi verið skemmtilegur tími.

Stjórnvöld þurfa að gera betur

Fólk sem starfað hefur í greininni jafn lengi og þau hjónin á Smyrlabjörgum hafa tekið þátt í atvinnubyltingu. Ferðaþjónustan hefur sprungið út á þessum tíma – þá mest auðvitað á árunum eftir bankahrun og gosið í Eyjafjallajökli. Hótel og gistiheimili hafa sprottið upp hvarvetna, þjónustufyrirtæki af ýmsum toga orðið til.

En er þá ekki allt í sóma? Laufey segir að starfsgreinin hafi sannarlega náð miklum árangri en innviðir ýmiskonar hafi ekki fylgt með. Hún nefnir sérstaklega vegakerfið. Allir sem fara um Öræfin, Suðursveit og Hornafjörð skilja hvað hún á við: gríðarleg umferð er um þjóðveginn en biðraðir bíla við margar einbreiðar brýr. Svo bendir Laufey á mikinn skort á salernum og hreinlætisaðstöðu fyrir ferðafólk.

„Mér finnst eins og ríkið hafi ekki viljað hlusta á þetta fólk í ferðaþjónustunni varðandi það hvað er að gerast. Stjórnvöld töldu sig alltaf vita betur.“ Hún segist enn bíða eftir alvöru stefnu í málefnum ferðaþjónustunnar. „Þetta er eins og með hjónaband, horfa þarf 25 ár fram í tímann,“ segir Laufey og glottir. Hún beinir orðum sínum til þeirra sem fara með völdin: „Verið með heildarsýn. Ákveðið stefnuna – þó alltaf þurfi að taka tillit til einhverra breytinga á leiðinni.“

Fjölskyldufyrirtækjunum fækkar

Nú er það ferðaþjónustan sem er höfuðatvinnuvegurinn í Suðursveit eins og víðar um landið. Laufey segir hinsvegar að fjölskyldufyrirtækjum eins og þeirra hafi fækkað – og þau eigi enn eftir að tína tölunni. „Afkomendur virðast ekki tilbúnir að taka við rekstrinum, hafa séð foreldra sína í stöðugri vinnu og eru ekki tilbúnir til þess.“ Fjölskyldurekstur er ekki sjálfbær til lengdar í því álagi sem verið hefur í ferðaþjónustunni, treysta verður á utanaðkomandi starfsfólk. Laufey segir miklu skipta um reksturinn hvernig starfsfólk fáist. Nú séu þau t.d. að bíða eftir fleira fólki til að létta undir. Á hótelinu starfi 18 manns en von sé á átta í viðbót frá Slóvakíu, Rúmeníu og Slóveníu. Allt er það vant fólk.

Laufey segir þeim haldast vel á starfsfólki en hinsvegar sé ekki gott að fólk sé of lengi og staðni, betra sé að það sæki sér nýja reynslu annars staðar eftir svolítinn tíma og komi svo jafnvel aftur til baka. „Þetta er krefjandi vinna, mikil hlaup, fylgjast þarf með því að allt sé í lagi, allt sé tilbúið þegar þess þarf. Kúnninn á að fá það sem hann borgaði fyrir.“ Og það er óhætt að segja að störfin séu fjölbreytt á Hótel Smyrlabjörgum. Þar er allt brauð heimagert og kökur bakaðar, búnar til sultur, allar súpur og sósur lagaðar, líka ísinn – allt er þetta gert frá grunni. Já, það er nóg að gera á sveitahótelinu og Laufey Helgadóttir horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við eigum aldrei að vera svartsýn. Það er bara svo leiðinlegt.“


Viltu gerast áskrifandi að Túrista. Smelltu þá hér

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …