Samfélagsmiðlar

Óðinn Jónsson

HöfundurÓðinn Jónsson
Óðinn Jónsson

Óðinn Jónsson

Óðinn Jónsson er annar ritstjóra FF7 en gekk til liðs við Túrista árið 2022. Hann var fréttastjóri RÚV og starfaði lengi sem fréttamaður og þáttastjórnandi. Nú ferðast hann um Ísland og víðar, tekur viðtöl og ljósmyndir, og skrifar um það sem honum þykir áhugavert og eiga erindi við lesendur. [email protected]

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Það gætir oft mikillar þreytu meðal 1,6 milljóna íbúa Barselóna gagnvart ferðamönnum. Ekki að furða því að um 7 milljónir ferðamanna koma þangað árlega. Auðvitað búa Barselónabúa við þessa mótsögn: að hagnast af ferðamannastrauminum en sitja um leið uppi með íþyngjandi afleiðingar troðningstúrismans. Yfirvöld stöðugt fleiri borga átta sig á að það er þörf á …

Yfirlýsingin sem Julia Simpson, forseti og framkvæmdastjóri Alþjóða ferðamálaráðsins (World Travel&Tourism Counsil, WTTC) sendi frá sér með yfirskriftinni Ákall um aðgerðir kemur í kjölfar þess að staðfest er að aldrei hafi fleira fólk haft atvinnu af ferðaþjónustu í Evrópu. Stjórnmálamenn óttast reiði bænda sem aka inn í borgirnar á dráttarvélum sínum og stöðva umferð og …

Þjóðarframleiðsla í Japan dróst saman um 0,4 prósent frá októberbyrjun til ársloka 2023 en árinu í heild mældist 1,9 prósenta vöxtur. Samdráttur hófst um mitt ár og stóð til loka þess. Japanska hagkerfið var það næst stærsta í heiminum til ársins 2010 þegar Kína fór fram úr og kom næst á eftir Bandaríkjunum. Á síðasta …

Þetta kom fram nýverið á fundi nefnar um Evrópumál á breska þinginu, þar sem farið var yfir álitsgerðir ýmissa hagaðila um áhrif fyrirhugaðra breytinga, m.a. frá samtökum breskra flugfélaga, Eurostar-lestarfélaginu og sveitarfélögum, sem óttast um áhrif á velferð ferðafólks og rekstur fyrirtækja ef miklar tafir verða. Fulltrúi eins sveitarfélagsins, Ashford-sýslu í Kent, lýsti í skriflegum …

Það blés byrlega í evrópskri ferðaþjónustu undir lok árs 2023, batinn hélt áfram eftir áföllin í kórónaveirufaraldrinum - þrátt fyrir verðbólguþrýsting. Síðasta ár stendur ekki langt að baki árinu 2019, komur erlendra ferðamanna til skráðra evrópskra komustaða voru aðeins 1,6 prósentum færri en 2019 og aðeins vantaði 0,6 prósent upp á gistináttafjöldann. Þetta endurspeglar sterka …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða