Samfélagsmiðlar

Óðinn Jónsson

HöfundurÓðinn Jónsson
Óðinn Jónsson

Óðinn Jónsson

Óðinn Jónsson er annar ritstjóra FF7 en gekk til liðs við Túrista árið 2022. Hann var fréttastjóri RÚV og starfaði lengi sem fréttamaður og þáttastjórnandi. Nú ferðast hann um Ísland og víðar, tekur viðtöl og ljósmyndir, og skrifar um það sem honum þykir áhugavert og eiga erindi við lesendur. [email protected]

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …

Síðasta áratuginn hefur gengi norsku krónunnar farið heldur lækkandi en nú að undanförnu er þessi gengisþróun farin að hafa umtalsverð áhrif á ferðaþjónustuna: Ferðamönnum fjölgar í Noregi en fækkar á Íslandi. Þegar horft er á tölur um fjölda gistinótta útlendinga í löndunum í maí á ári hverju sést að norsk gistiþjónusta er að auka forskot …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Þessa dagana er mikið rætt um samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu miðað við síðasta ár en þá er einblínt á að vöxturinn haldi ekki áfram á sama hraða og hann hefur gert eftir heimsfaraldur. Ef bornar eru saman tölur um komur erlendra ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2019 sést að …

Það styttist í frumsýningu heimildarþáttanna Alætan, eða Omnivore, þar sem danski listakokkurinn René Redzepi á Noma í Kaupmannahöfn leiðir áhorfendur um undraveröld matarins. Í þáttunum er farið vítt um heiminn, m.a. til Danmerkur, Serbíu, Tælands, Spánar, Japans, Djibútí, Perú, Suður-Kóreu, Frakklands, Kólombíu, Indlands, Balí, Rúanda, Mexíkó og Bandaríkjanna. Meðal þess sem verður kannað er hvernig …

Samdrátturinn í rafbílasölunni virðist samkvæmt reynslu BMW ekki eiga við um dýrari tegundir þessara nýju bíla. Þeir efnuðu endurnýja rafbílinn sinn þó aðrir haldi að sér höndum á samdráttartímum. BMW seldi rúmlega 34% fleiri hreina rafbíla á fyrri helmingi ársins heldur en á sama tíma í fyrra, samkvæmt fréttatilkynningu fyrirtækisins, eða samtals nærri 180 þúsund …

Verndaraðgerðir Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn innflutningi á kínverskum rafbílum eru sagðar viðbragð til verndar bílaiðnaði í álfunni gagnvart óeðlilegri samkeppni. Enginn í evrópskum bílaiðnaði vill þó kannast við að hafa beðið um þessar viðskiptahindranir gagnvart Kínverjum enda eru þeir flestir í einhverju samstarfi við kínverska framleiðendur og birgja. Þetta útspil Framkvæmdastjórnarinnar um allt að 38% viðbótartoll …

Það fer ekkert á milli mála að fólk er almennt hlynnt vistvænum eða grænum leiðum á ferðalögum, hvort sem um er að ræða farkosti eða afþreyingu. Vandinn er bara sá að þau hin sömu gera lítið til að sýna það í verki. Markaðsstofa ferðamála í Kaupmannahöfn, eða Wonderful Copenhagen, bendir á niðurstöður könnunar sem sýni …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða