Samfélagsmiðlar

Evrópa tapar fyrir Kína

Evrópskir bílaframleiðendur sjá fram á versnandi afkomu á næstu árum vegna hraðrar rafbílaæðingar þar sem Kínverjar hafa náð forskoti í þróuninni. Mikill efnahagssamdráttur blasir við í Evrópu þar sem bílaiðnaður hefur verið öflugur.

Kínversku BYD Dolphin og Seal eru framleiddir fyrir Evrópumarkað

Hröð fjölgun rafbíla hefur mikil áhrif á stöðu evrópskra bílaframleiðenda. Bílar sem ganga fyrir rafmagni, öðrum vistvænum orkugjöfum, eða svokallaðir blendingar, voru 47% allra nýrra bíla sem skráðir voru í Evrópu árið 2022. Sala á hreinum rafbílum jókst mest og voru þeir 12% nýskráninga.

Hlutfall rafbílanna mun hækka hratt næstu árin enda er markið sett á að banna sölu á bílum með sprengihreyfil sem notar bensín eða dísil árið 2035. Bann mun leiða til gríðarlegra breytinga í bílaaiðnaðinum og virðiskeðju hans. Færri hreyfanlega hluti þarf til smíði rafbíls en hefðbundins bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti og allt viðhald minnkar og einfaldast. Þetta hefur áhrif á framleiðendur bílahluta vítt og breitt um heiminn. Vægi bílaframleiðslu í Evrópu mun minnka jafnt og þétt. Stærsta ógnin kemur þó frá Kína, segir í nýrri skýrslu tryggingarisans Allianz Trade.

VW ID.3 er þriðji mest seldi rafbíllinn í Evrópu á árinu, næst á eftir tveimur gerðum Tesla – MYND: Volkswagen

Kínverjar áttuðu sig á því upp úr aldamótunum hversu miklir möguleikar fælust í framleiðslu rafbíla og hafa þeir fjárfest gríðarlega í þróun þeirra og tekið forystu á rafbílamarkaði heimsins. Árið 2022 seldu Kínverjar meira en tvöfalt fleiri hreina rafbíla heldur en evrópskir og bandarískir framleiðendur samanlagt. Þá eru kínverskir framleiðendur með forystu hvert sem litið er í virðiskeðju rafbíla.

Styrkleiki kínversku bílaframleiðendanna felst í yfirburðum á heimamarkaði þar sem innlendir framleiðendur ráða um 50% af markaðnum. Kínverjar hafa snúið við neikvæðum viðskiptajöfnuði í bílaverslun í jákvæða á fáeinum árum. Meðal mest seldu rafbílanna í Evrópu í fyrra voru 3 fluttir inn frá Kína. Hlutfallslega vaxandi sala rafbíla í Evrópu mun leiða til þess að æ oftar muni evrópskir bílar víkja fyrir bílum smíðuðum í Kína – frá kínverskum, bandarískum eða evrópskum framleiðendum. Merkið framan á bílnum verður þýskt, fransk, breskt eða sænskt – en stöðugt fleiri þeirra verða að óbreyttu framleiddir í Kína að mestu leyti.

Mest seldi rafbíllinn í Evrópu er Tesla Model Y – MYND: TESLA

Allianz Trade áætlar að árlegur samanlagður hagnaður evrópskra bílaframleiðenda hafi dregist saman um 7 milljarða evra árið 2030. Ef kínverskum bílaframleiðendum tekst að ná 75% markaðshlutdeild heima fyrir það ár má ætla að sala evrópskra bíla í Kína hafi minnkað um 39%, farið úr 4,4 milljónum í 2,7 milljónir bíla. Á sama tíma má búast við að árið 2030 flytji Evrópumenn inn 1,5 milljónir kínverskra bíla, sem svari til 13,5% af evrópskri rafbílaframleiðslu. Þessari breytingu fylgir mikill efnahagslegur samdráttur þar sem bílaiðnaður hefur verið mikilvægur – í Þýskalandi, Slóvakíu og Tékklandi. 

Sérfræðingar Allianz Trade velta fyrir sér hvað sé til ráða í Evrópu. Hvað geta stjórnmálamennirnir gert?

Vegna efnahagslegs mikilvægis bílaiðnaðarins fyrir Evrópuríkin gætu stjórnvöld í viðkomandi ríkjum leitað eftir gagnkvæmum hagkvæmum viðskiptasamningum við Kína og Bandaríkin. Um leið þyrfti að stórbæta hleðsluinnviði í Evrópu til að greiða götu rafbílavæðingar. Þá gæti einnig verið jákvætt fyrir þróun evrópsks bílaiðnaðar til lengri tíma að leyfa kínverska fjárfestingu í samsetningarverksmiðjum hér og þar í álfunni – að Evrópumenn læri af Kínverjum. Á sama tíma ættu evrópskir framleiðendur að leitast við að verða sjálfum sér nógir um nauðsynleg aðföng til framleiðslu á rafhlöðum og fjárfesta í þróun þeirra til framtíðar. 

Peugeot e 208 er mest seldi rafbíllinn í Frakklandi – MYND: PEUGEOT

Evrópumenn verða með öðrum orðum að gyrða sig í brók til að eiga einhverja möguleika í kapphlaupinu við Kínverja á rafbílamarkaðnum. Langar virðiskeðjur hafa orðið til í langri sögu evrópskrar bílaframleiðslu en segja má að þær þvælist að einhverju leyti fyrir í rafbílabyltingunni.

Hver framleiðandinn af öðrum er nú að endurskipuleggja framleiðslulínur og endurmennta starfsfólk til að hraða umskiptunum yfir í rafbílaframleiðslu. Tíminn sem er til stefnu er skammur. Evrópusambandið hefur þegar gefið eftir til að þóknast þýskum bílaframleiðendum. Þeir fá að framleiða bíla með sprengihreyflum sem ganga fyrir svonefndu rafeldsneyti (metan, kerósín, metanól) eða vetni eftir 2035 – ef það svarar þá enn kostnaði að gera það að 12 árum liðnum þegar hreinir rafbílar hafa þróast og orðið betri en þeir eru í dag.

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …