Samfélagsmiðlar

Evrópa tapar fyrir Kína

Evrópskir bílaframleiðendur sjá fram á versnandi afkomu á næstu árum vegna hraðrar rafbílaæðingar þar sem Kínverjar hafa náð forskoti í þróuninni. Mikill efnahagssamdráttur blasir við í Evrópu þar sem bílaiðnaður hefur verið öflugur.

Kínversku BYD Dolphin og Seal eru framleiddir fyrir Evrópumarkað

Hröð fjölgun rafbíla hefur mikil áhrif á stöðu evrópskra bílaframleiðenda. Bílar sem ganga fyrir rafmagni, öðrum vistvænum orkugjöfum, eða svokallaðir blendingar, voru 47% allra nýrra bíla sem skráðir voru í Evrópu árið 2022. Sala á hreinum rafbílum jókst mest og voru þeir 12% nýskráninga.

Hlutfall rafbílanna mun hækka hratt næstu árin enda er markið sett á að banna sölu á bílum með sprengihreyfil sem notar bensín eða dísil árið 2035. Bann mun leiða til gríðarlegra breytinga í bílaaiðnaðinum og virðiskeðju hans. Færri hreyfanlega hluti þarf til smíði rafbíls en hefðbundins bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti og allt viðhald minnkar og einfaldast. Þetta hefur áhrif á framleiðendur bílahluta vítt og breitt um heiminn. Vægi bílaframleiðslu í Evrópu mun minnka jafnt og þétt. Stærsta ógnin kemur þó frá Kína, segir í nýrri skýrslu tryggingarisans Allianz Trade.

VW ID.3 er þriðji mest seldi rafbíllinn í Evrópu á árinu, næst á eftir tveimur gerðum Tesla – MYND: Volkswagen

Kínverjar áttuðu sig á því upp úr aldamótunum hversu miklir möguleikar fælust í framleiðslu rafbíla og hafa þeir fjárfest gríðarlega í þróun þeirra og tekið forystu á rafbílamarkaði heimsins. Árið 2022 seldu Kínverjar meira en tvöfalt fleiri hreina rafbíla heldur en evrópskir og bandarískir framleiðendur samanlagt. Þá eru kínverskir framleiðendur með forystu hvert sem litið er í virðiskeðju rafbíla.

Styrkleiki kínversku bílaframleiðendanna felst í yfirburðum á heimamarkaði þar sem innlendir framleiðendur ráða um 50% af markaðnum. Kínverjar hafa snúið við neikvæðum viðskiptajöfnuði í bílaverslun í jákvæða á fáeinum árum. Meðal mest seldu rafbílanna í Evrópu í fyrra voru 3 fluttir inn frá Kína. Hlutfallslega vaxandi sala rafbíla í Evrópu mun leiða til þess að æ oftar muni evrópskir bílar víkja fyrir bílum smíðuðum í Kína – frá kínverskum, bandarískum eða evrópskum framleiðendum. Merkið framan á bílnum verður þýskt, fransk, breskt eða sænskt – en stöðugt fleiri þeirra verða að óbreyttu framleiddir í Kína að mestu leyti.

Mest seldi rafbíllinn í Evrópu er Tesla Model Y – MYND: TESLA

Allianz Trade áætlar að árlegur samanlagður hagnaður evrópskra bílaframleiðenda hafi dregist saman um 7 milljarða evra árið 2030. Ef kínverskum bílaframleiðendum tekst að ná 75% markaðshlutdeild heima fyrir það ár má ætla að sala evrópskra bíla í Kína hafi minnkað um 39%, farið úr 4,4 milljónum í 2,7 milljónir bíla. Á sama tíma má búast við að árið 2030 flytji Evrópumenn inn 1,5 milljónir kínverskra bíla, sem svari til 13,5% af evrópskri rafbílaframleiðslu. Þessari breytingu fylgir mikill efnahagslegur samdráttur þar sem bílaiðnaður hefur verið mikilvægur – í Þýskalandi, Slóvakíu og Tékklandi. 

Sérfræðingar Allianz Trade velta fyrir sér hvað sé til ráða í Evrópu. Hvað geta stjórnmálamennirnir gert?

Vegna efnahagslegs mikilvægis bílaiðnaðarins fyrir Evrópuríkin gætu stjórnvöld í viðkomandi ríkjum leitað eftir gagnkvæmum hagkvæmum viðskiptasamningum við Kína og Bandaríkin. Um leið þyrfti að stórbæta hleðsluinnviði í Evrópu til að greiða götu rafbílavæðingar. Þá gæti einnig verið jákvætt fyrir þróun evrópsks bílaiðnaðar til lengri tíma að leyfa kínverska fjárfestingu í samsetningarverksmiðjum hér og þar í álfunni – að Evrópumenn læri af Kínverjum. Á sama tíma ættu evrópskir framleiðendur að leitast við að verða sjálfum sér nógir um nauðsynleg aðföng til framleiðslu á rafhlöðum og fjárfesta í þróun þeirra til framtíðar. 

Peugeot e 208 er mest seldi rafbíllinn í Frakklandi – MYND: PEUGEOT

Evrópumenn verða með öðrum orðum að gyrða sig í brók til að eiga einhverja möguleika í kapphlaupinu við Kínverja á rafbílamarkaðnum. Langar virðiskeðjur hafa orðið til í langri sögu evrópskrar bílaframleiðslu en segja má að þær þvælist að einhverju leyti fyrir í rafbílabyltingunni.

Hver framleiðandinn af öðrum er nú að endurskipuleggja framleiðslulínur og endurmennta starfsfólk til að hraða umskiptunum yfir í rafbílaframleiðslu. Tíminn sem er til stefnu er skammur. Evrópusambandið hefur þegar gefið eftir til að þóknast þýskum bílaframleiðendum. Þeir fá að framleiða bíla með sprengihreyflum sem ganga fyrir svonefndu rafeldsneyti (metan, kerósín, metanól) eða vetni eftir 2035 – ef það svarar þá enn kostnaði að gera það að 12 árum liðnum þegar hreinir rafbílar hafa þróast og orðið betri en þeir eru í dag.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …