Samfélagsmiðlar

Sævar stígur til hliðar og Berglind tekur við

Berglind Viktorsdóttir og Sævar Skaptason.

Ferðaþjónusta bænda hf., sem á og rekur Hey Iceland og Bændaferðir, stendur frammi fyrir breytingum þar sem Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins undanfarin 25 ár, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun í framhaldinu taka við stjórnarformennsku félagsins. Þar mun hann leiða fyrirtækið til áframhaldandi vaxtar til samræmis við stefnu þess. Sævar tekur við stjórnarformennsku af Gunnlaugi Jónassyni sem verið hefur formaður undanfarin fimm ár.

Við starfi framkvæmdastjóra tekur Elín Berglind Viktorsdóttir en hún hefur starfað fyrir Ferðaþjónustu bænda og Félag ferðaþjónustubænda í 21 ár, lengst af sem gæðastjóri. Berglind er kennari að mennt, með diplóma í markaðsfræði ferðamála frá Merkantile Hoyskole í Osló og meistaragráðu í umhverfisfræðum frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún nýlokið PMD stjórnendanámi frá Háskólanum í Reykjavík.

Ferðaþjónusta bænda hf. var stofnuð af íslenskum ferðaþjónustubændum árið 1991 en félagið á þó forsögu til ársins 1965 þegar erlendum ferðamönnum var fyrst boðið að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi. 

„Sævar hefur leitt fyrirtækið í aldarfjórðung með traustu teymi stjórnenda við aðstæður þar sem íslensk ferðaþjónusta hefur slitið barnsskónum og upplifað áskoranir á borð við efnahagshrun, eldgos og heimsfaraldur. Vöxtur félagsins hefur verið góður undanfarin ár þar sem áhersla hefur verið lögð á ábyrga ferðaþjónustu og stafræna framþróun. Starfsmenn í dag eru 28 talsins og hefur fyrirtækinu tekist vel að halda mannauði og þekkingu í fyrirtækinu,“ segir í tilkynningu.

Undir merkinu Hey Iceland sérhæfir félagið sig í ferðalögum á landsbyggðinni með sölu á fjölbreyttri gistingu og afþreyingu. Undir merki Bændaferða býður félagið upp á innihaldsríkar pakkaferðir með íslenskri fararstjórn um allan heim. 

„Mér líður mjög vel í dag með það að afhenda félagið henni Berglindi sem ég hef starfað farsællega með í 21 ár á sama tíma og ég tek að mér nýtt hlutverk í þágu fyrirtækisins sem stjórnarformaður. Mín verkefni verða nú að leiða stefnumótunarvinnu til lykta, leiða verkefni í tengslum við nýja markaði og leita vaxtar- og hagræðingartækifæra í takt við stefnu eigenda fyrirtækisins. Hér eru einstakir vinnufélagar sem hafa alltaf þétt raðirnar þegar á reynir og það hefur skilað okkur þrautseigu fyrirtæki sem er mjög framarlega í íslenskri ferðaþjónustu og nýtur mikils trausts viðskiptavina. Um leið og ég þakka stjórninni traustið og fráfarandi stjórnarformanni samstarfið í mínu fyrra hlutverki vil ég leggja sérstaka áherslu á að velgengni fyrirtækisins er okkar samhenta starfsfólki að þakka. Ég vil því þakka vinnufélögum mínum fyrir farsælt samstarf á liðnum árum,“ segir Sævar Skaptason, stjórnarformaður Ferðaþjónustu bænda hf.

„Það er ef til vill ekki oft sem nýr framkvæmdastjóri í fyrirtæki nýtur áframhaldandi handleiðslu fyrrverandi framkvæmdastjóra í nýju hlutverki stjórnarformanns en ég held að þetta sé afskaplega skynsamleg nálgun og í takti við okkar stjórnarhætti. Með Sævar sem stjórnarformann er samfella við stjórnun fyrirtækisins tryggð og að okkar mati farsæl leið til að hrinda í framkvæmd þeim verkefnum sem standa fyrir dyrum í okkar sókn. Fyrirtækið gengur vel og er í mikilli uppbyggingu og saman ætlum við okkur að finna tækifæri til frekari vaxtar. Ég hlakka mikið til að takast á við þessa áskorun,“ segir Berglind, nýr framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda hf. 

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …