Samfélagsmiðlar

Sævar stígur til hliðar og Berglind tekur við

Berglind Viktorsdóttir og Sævar Skaptason.

Ferðaþjónusta bænda hf., sem á og rekur Hey Iceland og Bændaferðir, stendur frammi fyrir breytingum þar sem Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins undanfarin 25 ár, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun í framhaldinu taka við stjórnarformennsku félagsins. Þar mun hann leiða fyrirtækið til áframhaldandi vaxtar til samræmis við stefnu þess. Sævar tekur við stjórnarformennsku af Gunnlaugi Jónassyni sem verið hefur formaður undanfarin fimm ár.

Við starfi framkvæmdastjóra tekur Elín Berglind Viktorsdóttir en hún hefur starfað fyrir Ferðaþjónustu bænda og Félag ferðaþjónustubænda í 21 ár, lengst af sem gæðastjóri. Berglind er kennari að mennt, með diplóma í markaðsfræði ferðamála frá Merkantile Hoyskole í Osló og meistaragráðu í umhverfisfræðum frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún nýlokið PMD stjórnendanámi frá Háskólanum í Reykjavík.

Ferðaþjónusta bænda hf. var stofnuð af íslenskum ferðaþjónustubændum árið 1991 en félagið á þó forsögu til ársins 1965 þegar erlendum ferðamönnum var fyrst boðið að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi. 

„Sævar hefur leitt fyrirtækið í aldarfjórðung með traustu teymi stjórnenda við aðstæður þar sem íslensk ferðaþjónusta hefur slitið barnsskónum og upplifað áskoranir á borð við efnahagshrun, eldgos og heimsfaraldur. Vöxtur félagsins hefur verið góður undanfarin ár þar sem áhersla hefur verið lögð á ábyrga ferðaþjónustu og stafræna framþróun. Starfsmenn í dag eru 28 talsins og hefur fyrirtækinu tekist vel að halda mannauði og þekkingu í fyrirtækinu,“ segir í tilkynningu.

Undir merkinu Hey Iceland sérhæfir félagið sig í ferðalögum á landsbyggðinni með sölu á fjölbreyttri gistingu og afþreyingu. Undir merki Bændaferða býður félagið upp á innihaldsríkar pakkaferðir með íslenskri fararstjórn um allan heim. 

„Mér líður mjög vel í dag með það að afhenda félagið henni Berglindi sem ég hef starfað farsællega með í 21 ár á sama tíma og ég tek að mér nýtt hlutverk í þágu fyrirtækisins sem stjórnarformaður. Mín verkefni verða nú að leiða stefnumótunarvinnu til lykta, leiða verkefni í tengslum við nýja markaði og leita vaxtar- og hagræðingartækifæra í takt við stefnu eigenda fyrirtækisins. Hér eru einstakir vinnufélagar sem hafa alltaf þétt raðirnar þegar á reynir og það hefur skilað okkur þrautseigu fyrirtæki sem er mjög framarlega í íslenskri ferðaþjónustu og nýtur mikils trausts viðskiptavina. Um leið og ég þakka stjórninni traustið og fráfarandi stjórnarformanni samstarfið í mínu fyrra hlutverki vil ég leggja sérstaka áherslu á að velgengni fyrirtækisins er okkar samhenta starfsfólki að þakka. Ég vil því þakka vinnufélögum mínum fyrir farsælt samstarf á liðnum árum,“ segir Sævar Skaptason, stjórnarformaður Ferðaþjónustu bænda hf.

„Það er ef til vill ekki oft sem nýr framkvæmdastjóri í fyrirtæki nýtur áframhaldandi handleiðslu fyrrverandi framkvæmdastjóra í nýju hlutverki stjórnarformanns en ég held að þetta sé afskaplega skynsamleg nálgun og í takti við okkar stjórnarhætti. Með Sævar sem stjórnarformann er samfella við stjórnun fyrirtækisins tryggð og að okkar mati farsæl leið til að hrinda í framkvæmd þeim verkefnum sem standa fyrir dyrum í okkar sókn. Fyrirtækið gengur vel og er í mikilli uppbyggingu og saman ætlum við okkur að finna tækifæri til frekari vaxtar. Ég hlakka mikið til að takast á við þessa áskorun,“ segir Berglind, nýr framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda hf. 

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …