Samfélagsmiðlar

Sævar stígur til hliðar og Berglind tekur við

Berglind Viktorsdóttir og Sævar Skaptason.

Ferðaþjónusta bænda hf., sem á og rekur Hey Iceland og Bændaferðir, stendur frammi fyrir breytingum þar sem Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins undanfarin 25 ár, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun í framhaldinu taka við stjórnarformennsku félagsins. Þar mun hann leiða fyrirtækið til áframhaldandi vaxtar til samræmis við stefnu þess. Sævar tekur við stjórnarformennsku af Gunnlaugi Jónassyni sem verið hefur formaður undanfarin fimm ár.

Við starfi framkvæmdastjóra tekur Elín Berglind Viktorsdóttir en hún hefur starfað fyrir Ferðaþjónustu bænda og Félag ferðaþjónustubænda í 21 ár, lengst af sem gæðastjóri. Berglind er kennari að mennt, með diplóma í markaðsfræði ferðamála frá Merkantile Hoyskole í Osló og meistaragráðu í umhverfisfræðum frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún nýlokið PMD stjórnendanámi frá Háskólanum í Reykjavík.

Ferðaþjónusta bænda hf. var stofnuð af íslenskum ferðaþjónustubændum árið 1991 en félagið á þó forsögu til ársins 1965 þegar erlendum ferðamönnum var fyrst boðið að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi. 

„Sævar hefur leitt fyrirtækið í aldarfjórðung með traustu teymi stjórnenda við aðstæður þar sem íslensk ferðaþjónusta hefur slitið barnsskónum og upplifað áskoranir á borð við efnahagshrun, eldgos og heimsfaraldur. Vöxtur félagsins hefur verið góður undanfarin ár þar sem áhersla hefur verið lögð á ábyrga ferðaþjónustu og stafræna framþróun. Starfsmenn í dag eru 28 talsins og hefur fyrirtækinu tekist vel að halda mannauði og þekkingu í fyrirtækinu,“ segir í tilkynningu.

Undir merkinu Hey Iceland sérhæfir félagið sig í ferðalögum á landsbyggðinni með sölu á fjölbreyttri gistingu og afþreyingu. Undir merki Bændaferða býður félagið upp á innihaldsríkar pakkaferðir með íslenskri fararstjórn um allan heim. 

„Mér líður mjög vel í dag með það að afhenda félagið henni Berglindi sem ég hef starfað farsællega með í 21 ár á sama tíma og ég tek að mér nýtt hlutverk í þágu fyrirtækisins sem stjórnarformaður. Mín verkefni verða nú að leiða stefnumótunarvinnu til lykta, leiða verkefni í tengslum við nýja markaði og leita vaxtar- og hagræðingartækifæra í takt við stefnu eigenda fyrirtækisins. Hér eru einstakir vinnufélagar sem hafa alltaf þétt raðirnar þegar á reynir og það hefur skilað okkur þrautseigu fyrirtæki sem er mjög framarlega í íslenskri ferðaþjónustu og nýtur mikils trausts viðskiptavina. Um leið og ég þakka stjórninni traustið og fráfarandi stjórnarformanni samstarfið í mínu fyrra hlutverki vil ég leggja sérstaka áherslu á að velgengni fyrirtækisins er okkar samhenta starfsfólki að þakka. Ég vil því þakka vinnufélögum mínum fyrir farsælt samstarf á liðnum árum,“ segir Sævar Skaptason, stjórnarformaður Ferðaþjónustu bænda hf.

„Það er ef til vill ekki oft sem nýr framkvæmdastjóri í fyrirtæki nýtur áframhaldandi handleiðslu fyrrverandi framkvæmdastjóra í nýju hlutverki stjórnarformanns en ég held að þetta sé afskaplega skynsamleg nálgun og í takti við okkar stjórnarhætti. Með Sævar sem stjórnarformann er samfella við stjórnun fyrirtækisins tryggð og að okkar mati farsæl leið til að hrinda í framkvæmd þeim verkefnum sem standa fyrir dyrum í okkar sókn. Fyrirtækið gengur vel og er í mikilli uppbyggingu og saman ætlum við okkur að finna tækifæri til frekari vaxtar. Ég hlakka mikið til að takast á við þessa áskorun,“ segir Berglind, nýr framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda hf. 

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …