Samfélagsmiðlar

Play meðal þeirra 100 bestu en Icelandair ekki

Niðurstöðurnar byggja á dómum flugfarþega.

Singapore Airlines er fremsta flugfélag heims samkvæmt árlegum lista World Travel Awards yfir 100 bestu flugfélögin. Listinn sem byggir á umsögnum flugfarþega var birtur var í síðustu viku og sem fyrr leita niðurstöðurnar í fjölmiðlar hér og þar um heiminn.

Mr Goh Choon Phong, forstjóri Singapore Airlines, tók við viðurkenningunni fyrir hönd félagsins. Mynd: WTA

Átta flugfélög frá Asíu eru meðal þeirra tíu bestu og reyndar mætti telja Turkish Airlines með enda er Tyrkland líka hluti af þeirri heimsálfu. Fara þarf niður í 18. sætið til að finna flugfélag sem flýgur reglulega til Íslands en það er British Airways. Tveimur sætum neðar er Delta sem einnig heldur úti Íslandsflugi og er félagið jafnframt fremsti fulltrúi Bandaríkjanna á listanum.

Af norrænu flugfélögunum er Finnair efst á blaði eða í 24. sæti. Sextíu sætum neðar er SAS og í 91. sæti er Play. Norwegian er 98. sæti .

Icelandair kemst ekki á blað en félagið var ávallt á listanum á síðasta áratug eins og sjá má hér fyrir neðan. Wow Air komst þó aldrei í hóp þeirra 100 bestu hjá World Travel Awards.

Sætin sem Icelandair hefur vermt síðustu ár á lista World Travel Awards yfir 100 bestu flugfélögin:

2019: 100. sæti
2018: 87. sæti
2017: 82. sæti
2016: 81. sæti
2015: 81. sæti
2014: 81. sæti
2013: 73. sæti
2012: 88. sæti

Nýtt efni

Frá og með deginum í dag er bókunarrisinn Booking.com einn af hliðvörðum hins stafræna markaðar í Evrópu og sem slíkur verður fyrirtækið að gangast undir strangari reglur og eftirlit af hendi Evrópusambandsins. Booking.com fær nú hálft ár til að laga starfsemi sína að þessum nýja veruleika að því segir í tilkynningu frá ESB. Með þessari …

Ákvörðun Breta, í framhaldi af því að þeir gengu úr Evrópusambandinu, að hætta að endurgreiða erlendum ferðamönnum virðisaukaskatt af varningi sem keyptur er í landinu hefur leitt til breytinga á verslunarferðamynstri. Bloomberg hefur eftir Global Blue í Sviss, umsvifamesta fyrirtækinu á sviði endurgreiðslu virðisaukaskatts til ferðamanna, að fimmtungur þess fjölda sem sótti um endurgreiðslu í …

Hlutabréfin í Icelandair hefur fallið um fjórðung frá áramótum og gengið hjá Play hefur nærri því helmingast í ár. Bréfin í því síðarnefnda lækkuðu hratt í byrjun febrúar eftir að stjórnendur þess tilkynntu að leita ætti eftir auknu fjármagni en Play tapaði 21 milljarði króna, fyrir skatt, frá því að áætlunarflug hófst sumarið 2021 og …

Kínastjórn er í mun að blása nýju lífi í alþjóðasambönd sín eftir að hafa vikið af sviðinu vegna Covid-19 og eftirkasta faraldursins. Í fyrstu Evrópuferð sinni í 5 ár valdi Xi Jinping, forseti Kína, að heimsækja þrjú lönd þar sem áhrif Bandaríkjanna eru minni en víða annars staðar í álfunni: Frakkland, Serbíu og Ungverjaland. Kínversk …

Það hefur dregið verulega úr ferðum ungverska flugfélagsins Wizz Air hingað til lands en það hefur lengi verið umsvifamesta erlenda flugfélagið á Keflavíkurflugvelli þegar horft er til fjölda ferða yfir árið. Nýliðinn vetur flugu þotur Wizz Air hingað reglulega frá Póllandi, Ítalíu, Austurríki, Bretlandi og Ungverjalandi en áætlun næsta veturs gerir ekki ráð fyrir eins …

„Heiðarleg samkeppni er af hinu góða. En það sem við kunnum ekki að meta er þegar Kínverjar yfirfylla markaðinn með stórlega niðurgreiddum rafbílum. Við verðum að bregðast við og verja iðnað okkar,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í vikunni þar sem hún ræddi mögulega refsitolla á kínverska rafbíla. Í Hvíta húsinu er …

Icelandair

"Við erum sannfærð um að víðtæk reynsla okkar úr fluggeiranum og virðisaukandi nálgun muni styðja við vöxt Icelandair til hagsbóta fyrir alla hluthafa." Þetta fullyrti Matthew Evans, framkvæmdastjóri hjá Bain Capital Credit, í tilkynningu sem gefin var út í tengslum við kaup bandaríska sjóðsins á 16,6 prósent hlut í Icelandair í júní 2021 fyrir 8,1 …

Það voru 137 þúsund útlendingar sem fóru í gegnum vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli í apríl en talningin sem þar fer fram, á þjóðernum farþega, hefur lengi verið nýtt til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Samkvæmt þessum niðurstöðum fækkaði ferðamönnum um fjögur prósent í síðasta mánuði en hins vegar fjölgaði flugferðunum um 5 …