Samfélagsmiðlar

Frakkar reyna að hindra framgang kínverskra bílaframleiðenda

Frönsk stjórnvöld kynntu í vikunni reglur til að örva rafbílavæðinguna - án bíla frá Kína. Þetta er gert þrátt fyrir að evrópskir framleiðendur geti ekki svarað samkeppni frá Kína í framboði á ódýrari gerðum rafbíla.

Einn af fánaberum franskrar rafbílavæðingar: Peugeot E-208

Frönsk stjórnvöld vilja hraða orkuskiptum í þágu loftslagsmarkmiða – en eru súr yfir því að meðal þeirra sem njóta efnahagslega góðs af því eru Kínverjar. Rafbílaframleiðendur í Kína eru komnir lengra á þróunarbrautinni en evrópskir keppinautar þeirra. Þeir geta nú boðið tiltölulega ódýra rafbíla á ört stækkandi evrópskum rafbílamarkaði – án þess að mæta verulegri samkeppni evrópskra framleiðenda. Hvernig ætli brugðist sé við slíkri innrás? Jú, með því að beita tæknilegum hindrunum. En munu þær duga?

Frönsk stjórnvöld bjóða nú kaupendum rafbíla 5.000 til 7.000 evrur í styrk eða bónus til kaupa á gjaldgengum rafbílum. Miðað er við að bíllinn kosti að hámarki 46.000 evrur, sem svarar til tæplega 6,5 milljóna íslenskra króna. Verja á rúmum milljarði evra á ári í þetta átak til að fjölga rafbílum á götum Frakklands.

Þar sem skortur er á ódýrum rafbílum með merki Peugeot, Citroën, VW, Fiat eða annarra evrópskra framleiðenda hafa neytendur hallað sér að kínverskri framleiðslu. Þetta hefur aukið innflutning og breikkað samkeppnisbilið. Innlendir framleiðendur líða fyrir það að geta ekki svarað eftirspurn neytenda.

Breytingarnar sem franska ríkisstjórnin kynnti í vikunni fela í sér að frá 15. desember næstkomandi verður tekið með í reikninginn hversu stórt kolefnisfótspor fylgir framleiðslu viðkomandi rafbíls. Og það verður allt tekið með í reikninginn. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og ráðherrar í ríkisstjórn hans reyna ekki að leyna því að þessum ráðstöfunum er beint að Kínverjum: Það á að hindra flæði kínverskra rafbíla inn á franska markaðinn.

Emmanuel Macron, foseti Frakklands, er staðráðinn í að mæta kínverskri samkeppni af hörku – MYND: Evrópuþingið

Samkvæmt nýju reglunum verður hver bílategund vegin og metin og kannað hvort hún uppfyllir lágmarkskröfur stjórnvalda um þá orku sem notuð var við framleiðsluna, flutning á markað og hvaða gerð rafhlöðu er notuð. Þessu er ætlað að ýta kínverskri bílaframleiðslu til hliðar vegna þess hversu mjög hún treysti á mengandi kolabrennslu til raforkuframleiðslu. Áhugasamir Frakkar um rafbílakaup fá þá tæplega ríkisstyrkinn ef þeir vilja kínverskan bíl frekar en franskan.

Í desember ætla frönsk stjórnvöld að birta lista yfir þær bílagerðir sem uppfylla þá staðla sem fylgt verður. Þau staðhæfa að þetta samræmist regluverki Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO) þar sem undanþágur frá meginreglunni um viðskiptafrelsi eru veittar á grundvelli heilsufars- og umhverfisástæðna.

Auðvitað er eðlilegt að spurt sé: Duga þessi viðbrögð frönsku ríkisstjórnarinnar til að hemja kínverska bílaframleiðendur? Kínverskir bílar eru u.þ.b. 20 prósentum ódýrari en þeir sem framleiddir eru í Evrópu. Bónusinn frá ríkinu getur ráðið úrslitum um kaupin á allra ódýrustu bílunum. En bílar í þeim flokki eru ekki væntanlegir frá evrópskum framleiðendum eins og Stellantis (Peugeot, Citroën, Opel, Lancia o.fl.) og Renault fyrr en á næsta ári. Kínverskir framleiðendur hafa hinsvegar ýmislegt að bjóða nú þegar – og þurfa ekki að treysta á franska bónusinn. Þeirra bílar eru ódýrastir og verða það þangað til Evrópumenn svara með nýjum rafknúnum alþýðubílum -„fólksvagni“ eða „bragga.“

Tveir gamlir, franskir klassíkerar minntu á sig í sumar: Citroën 2CV-braggi og Renault R4 – MYNDIR: ÓJ

Reuters-fréttaveitan tekur sem dæmi um stöðuna að rafbíll af gerðinni MG4 frá SAIC, sem er stærsti bílaframleiðandinn í Kína, verður ódýrari en sambærilegur Renault Megane með bónus frá franska ríkinu. Hinsvegar gæti Tesla framleidd i Kína misst kaupendur í Frakklandi vegna þess að verðið er fyrir ofan það hámark sem bónusgreiðslan verður miðuð við. Á heildina litið er búist við að kínverskir muni halda sjö til átta prósenta hlutdeild á franska rafbílamarkaðnum – þrátt fyrir íþyngjandi reglur – en hefðu ella átt um 10 prósent af markaðnum og gætu vonast eftir meiru.

Dacia Spring Extreme-rafbíllinn að innan – MYND: Dacia/Renault

Dacia Spring er einn vinsælasti rafbíllinn í Frakklandi ásamt Tesla Y, Peugeot e-208, Fiat 500e, Renault Megane eTech og áðurnefndum MG4. Reuters eftir forstjóra Renault að fyrirtækið hafi ekki í huga að flytja framleiðslu rafbílsins Dacia Spring frá Kína til Evrópu vegna breytinga á reglum um styrki eða bónusa til kaupenda. Hann segir að fyrirtækið komist vel af án bónusanna. Þetta viðhorf lýsir því vel að hinir stóru peningahagsmunir eru alþjóðlegir og láta sig lítt varða um viðleitni einstakra ríkja til að verja hagsmuni sína.

Renault Megane E-Tech í vetrarfærð – MYND: Renault

Kínversku framleiðendurnir SAIC og BYD hafa báðir lýst því yfir að þeir leiti að heppilegum stöðum til að reisa verksmiðjur í Evrópu – og mæta þannig mögulegum samkeppnishindrunum og samlagast betur viðkomandi hagkerfum. Það gerðu japanskir framleiðendur eins og Toyota, Nissan og Honda á sínum tíma – urðu evrópskir þegnar.

Kínverski BYD miðar Dolphin og Seal-gerðir sínar við evrópska kaupendur – MYND: BYD

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …