Samfélagsmiðlar

Er óeðlilegt að vildarpunktar fylgi flugmiðum?

„Opinberu starfsfólki er að sönnu óheimilt að þiggja gjafir (regla sem því miður er stundum brotin), en fylgivara í viðskiptum er ekki gjöf, hvernig sem hún er - ef hún tengist kaupunum og er hluti af skilgreindri vöru," segir Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, í aðsendri grein.

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur.

Fram er komin umræða um hvort það sé spilling að vildarpunktar fylgi farmiða sem opinberar stofnanir kaupa fyrir starfsfólk.

Fyrir kemur að verslunarvöru fylgir eitthvað smálegt. Mér finnst skipta máli að slíkur pakki tengist hinni keyptu vöru, þó það sé ekki alltaf. Þannig fylgja barnavörum oft eitthvert glingur, aukahlutir fyrir bílinn gjarnan bílakaupum, minnislykill tölvukaupum o.s.frv. Mörg flugfélög láta veitingar í ferðinni fylgja farmiðakaupum, áfenga drykki eða óáfenga, frátekt á sæti, aukinn farangur – en lággjaldaflugfélög selja miðana strípaða til að halda verðinu niðri. Þetta teljast ekki óheilbrigðir viðskiptahættir og ekki er talið að einn níðist á öðrum vegna þessa – menn selja ekki sambærilega vöru.

Ef við snúum okkur fyrst að hugtakinu spilling verðum við að muna að í stuttu máli snýst hún um að bregðast trausti – sem getur komið fyrir þá sem hafa eitthvert umboð, hvort heldur sem er opinber fulltrúi almennings eða þá í fyrirtækjarekstri. En það bregst enginn trausti sem fær í hendurnar flugmiða, sætisfrátekt, farangursheimild og vildarpunkta frá vinnuveitanda sínum – og því síður vinnuveitandinn sjálfur.

Opinberu starfsfólki er að sönnu óheimilt að þiggja gjafir (regla sem því miður er stundum brotin), en fylgivara í viðskiptum er ekki gjöf, hvernig sem hún er – ef hún tengist kaupunum og er hluti af skilgreindri vöru. Hún er innifalin í verðinu. Hvorki flugmiði né fylgivara eru laun (af þessu er ekki borgaður skattur) – og því síður eign (er hvergi eignfært) – en hvort tveggja er fullyrt. Um er að ræða venjuleg vörukaup sem eru rekstrarútgjöld vegna starfsemi.

Fargjald sem opinberir aðilar kaupa er ætlað fyrir starfsmanninn og því eðlilegt að það sem fylgir honum renni líka til starfsmannsins, bæði sætisfrátektin og annað. Vildarpunktarnir verða aðeins nýttir á vettvangi flugfélagsins. Þeir jafngilda hálfri samloku og má nota þá til kaupa á veitingum í ferðalaginu – eða mjög smálegu framlagi til annarrar flugferðar. 

Nú um stundir er mikil áhersla lögð á hagkvæm innkaup opinberra aðila. Ég þekki þó, sem gamall tölvumaður hjá hinu opinbera, að hagnýting vöru veldur meiru um hagkvæmni vörukaupa en innkaupsverðið – og oftast er betra og hagkvæmara að kaupa vandaða og dýra vöru en ódýra (þetta þekkja flestir frá heimilisrekstri og fyrirtækjarekstri). Sama á við um flugmiða. Huga þarf að hagnýtingu þeirra. 

Samstarfsfólk getur þurft að sitja saman á flugi til að nýta ferðina til vinnu; opinberir starfsmenn þurfa að hafa með sér ferðatölvuna og jafnvel annan búnað, auk annars eðlilegs farangurs. Þá getur sveigjanleiki skipt máli, t.d. tíðni flugferða til og frá áfangastað og möguleikinn á að fara til einnar borgar, ferðast annað í millitíðinni og koma svo heim frá enn annarri borg.

Þegar keyptur er flugmiði með ríkulegri þjónustu og vildarpunktum getur hann verið hagkvæmasti kosturinn þegar kemur að hagnýtingu. Munum að tíminn er líka peningar, ekki síst í opinberu lífi og hjá stjórnendum. Menn mega ekki bera saman epli og appelsínur og krefjast þess að allir selji sama ávöxtinn. Þannig eru eðlileg viðskipti ekki.

Höfundur er stjórnsýslufræðingur.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …