Samfélagsmiðlar

Er óeðlilegt að vildarpunktar fylgi flugmiðum?

„Opinberu starfsfólki er að sönnu óheimilt að þiggja gjafir (regla sem því miður er stundum brotin), en fylgivara í viðskiptum er ekki gjöf, hvernig sem hún er - ef hún tengist kaupunum og er hluti af skilgreindri vöru," segir Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, í aðsendri grein.

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur.

Fram er komin umræða um hvort það sé spilling að vildarpunktar fylgi farmiða sem opinberar stofnanir kaupa fyrir starfsfólk.

Fyrir kemur að verslunarvöru fylgir eitthvað smálegt. Mér finnst skipta máli að slíkur pakki tengist hinni keyptu vöru, þó það sé ekki alltaf. Þannig fylgja barnavörum oft eitthvert glingur, aukahlutir fyrir bílinn gjarnan bílakaupum, minnislykill tölvukaupum o.s.frv. Mörg flugfélög láta veitingar í ferðinni fylgja farmiðakaupum, áfenga drykki eða óáfenga, frátekt á sæti, aukinn farangur – en lággjaldaflugfélög selja miðana strípaða til að halda verðinu niðri. Þetta teljast ekki óheilbrigðir viðskiptahættir og ekki er talið að einn níðist á öðrum vegna þessa – menn selja ekki sambærilega vöru.

Ef við snúum okkur fyrst að hugtakinu spilling verðum við að muna að í stuttu máli snýst hún um að bregðast trausti – sem getur komið fyrir þá sem hafa eitthvert umboð, hvort heldur sem er opinber fulltrúi almennings eða þá í fyrirtækjarekstri. En það bregst enginn trausti sem fær í hendurnar flugmiða, sætisfrátekt, farangursheimild og vildarpunkta frá vinnuveitanda sínum – og því síður vinnuveitandinn sjálfur.

Opinberu starfsfólki er að sönnu óheimilt að þiggja gjafir (regla sem því miður er stundum brotin), en fylgivara í viðskiptum er ekki gjöf, hvernig sem hún er – ef hún tengist kaupunum og er hluti af skilgreindri vöru. Hún er innifalin í verðinu. Hvorki flugmiði né fylgivara eru laun (af þessu er ekki borgaður skattur) – og því síður eign (er hvergi eignfært) – en hvort tveggja er fullyrt. Um er að ræða venjuleg vörukaup sem eru rekstrarútgjöld vegna starfsemi.

Fargjald sem opinberir aðilar kaupa er ætlað fyrir starfsmanninn og því eðlilegt að það sem fylgir honum renni líka til starfsmannsins, bæði sætisfrátektin og annað. Vildarpunktarnir verða aðeins nýttir á vettvangi flugfélagsins. Þeir jafngilda hálfri samloku og má nota þá til kaupa á veitingum í ferðalaginu – eða mjög smálegu framlagi til annarrar flugferðar. 

Nú um stundir er mikil áhersla lögð á hagkvæm innkaup opinberra aðila. Ég þekki þó, sem gamall tölvumaður hjá hinu opinbera, að hagnýting vöru veldur meiru um hagkvæmni vörukaupa en innkaupsverðið – og oftast er betra og hagkvæmara að kaupa vandaða og dýra vöru en ódýra (þetta þekkja flestir frá heimilisrekstri og fyrirtækjarekstri). Sama á við um flugmiða. Huga þarf að hagnýtingu þeirra. 

Samstarfsfólk getur þurft að sitja saman á flugi til að nýta ferðina til vinnu; opinberir starfsmenn þurfa að hafa með sér ferðatölvuna og jafnvel annan búnað, auk annars eðlilegs farangurs. Þá getur sveigjanleiki skipt máli, t.d. tíðni flugferða til og frá áfangastað og möguleikinn á að fara til einnar borgar, ferðast annað í millitíðinni og koma svo heim frá enn annarri borg.

Þegar keyptur er flugmiði með ríkulegri þjónustu og vildarpunktum getur hann verið hagkvæmasti kosturinn þegar kemur að hagnýtingu. Munum að tíminn er líka peningar, ekki síst í opinberu lífi og hjá stjórnendum. Menn mega ekki bera saman epli og appelsínur og krefjast þess að allir selji sama ávöxtinn. Þannig eru eðlileg viðskipti ekki.

Höfundur er stjórnsýslufræðingur.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …