Samfélagsmiðlar

Troðningur – eða bara tuð?

Það er komið haust og enn eru erlendir ferðamenn mjög áberandi í miðborg Reykjavíkur. Eru þeir of margir miðað við íbúafjölda? Er Reykjavík ein ofsetnasta ferðamannaborg Evrópu, eins og haldið hefur verið fram?

Októberstemmning í „Regnbogastræti"

Ferðatímabilið lengist stöðugt hér á Íslandi eins og víða annars staðar. Einu sinni var talað um vor og haust sem „axlir“ (shoulder seasons), einskonar þynningartímabil á milli háannar og lágannar. Nú hefur teygst úr háönninni – eða axlirnar breikkað.

Túristi áætlar að rúmlega 200 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið til landsins í september. Um 90 prósent þeirra hafa væntanlega gist á höfuðborgarsvæðinu, að meðaltali líklega í 2 til 4 nætur, samkvæmt því sem fram kom í viðtali við framkvæmdastjóra Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins í vor. Reykjavík er og verður helsti áfangastaður ferðamanna á Íslandi og þessi mikli viðbótarfjöldi hefur mikil áhrif á samfélag og umhverfi – ekki síst þróun verslunar og viðskipta.

Hvar sem er í heiminum þar sem hlutfall ferðamanna er hátt miðað við íbúafjölda má búast við að hið sérsniðna, þjóðlega og einstaka víki fyrir einhverju víðtækara, almennara, alþjóðlegra og staðlaðra – því sem líklegt er að margir vilji nýta sér, njóta eða eignast á meðan á skammri viðdvöl stendur. Niðurstaðan verður meiri einsleitni. Þetta sjáum við á götum Feneyja og Flórens, Brugge og Dubrovnik – en líka á Laugavegi og Skólavörðustíg. 

Á Laugavegi og við Hallgrímskirkju – MYNDIR: ÓJ

Ferðabókunarsíðan Holidu birti í sumar lista yfir þær borgir Evrópu þar sem troðningstúrismi væri mestur og lenti Reykjavík i fimmta sæti. Greinin hét The European Cities Most Overloaded With Tourists eða Evrópskar borgir með mestan troðningstúrisma. Byggt var á talningu ferðamanna 2019 og reiknað út hversu margir þeirra væru miðað við íbúafjölda. Þannig fann Holidu út að í Reykjavík væru 16 ferðamenn á hvern íbúa Reykjavíkur. Unnið var með lista frá The Savvy Backpacker og Air Mundo.

Túristi veit ekki hverjir voru taldir íbúar Reykjavíkur? Er gert ráð fyrir að allir sem koma til landsins komi við í Reykjavík? Er þetta áætlaður heildarfjöldi erlendra ferðamanna allt árið miðað við fastan íbúafjölda? Það skiptir kannski ekki í raun miklu. Við blasir auðvitað að ferðamannafjöldi í miðborg Reykjavíkur er flesta daga margfaldur á við fjölda þeirra fastra íbúa sem þar sjást á ferli. Kannski er hlutfallið 16 á móti einum nærri lagi. Stundum gæti hlutfallið allt eins verið 100 á móti einum, eins og þann októbermorgun þegar þetta var skrifað. Ferðamenn á þessu hausti eru líka fleiri en þeir voru 2019.

Skyndibitinn lokkar í hádeginu þennan októberdag – MYNDIR: ÓJ

Samantekt Holidu, sem byggist þó á tölum fyrir heimsfaraldur, fór víða, t.d. gerði þýska tölfræðiupplýsingafyrirtækið Statista töflu og birti með grein um mestu túristaborgir álfunnar. Hefur þessi grein farið víða og er enn deilt á samfélagsmiðlum. Dubrovnik í Króatíu trónir lang efst á þessum lista með 36 ferðamenn á hvern íbúa. Í 2.-4.sæti eru Feneyjar, Brugge og Ródos með 21 ferðamann á íbúa. Reykjavík er sagt með 16 en Flórens og Heraklion á Krít með 13, Amsterdam með 12 á hvern íbúa.

Þarna er Reykjavík sett í neikvætt ljós. Hver vill vera í troðningtúrisma? Svarið er auðvitað: Alveg nógu margir!

Nú er komið fram í október og enn er mjög margt erlent ferðafólk á rölti um miðborg Reykjavíkur, inni á kaffihúsum, veitingahúsunum og í lundabúðunum, útilífsbúðunum, gjafavörubúðunum, á miðjum Skólavörðurstíg og Laugavegi, við og uppi í Hallgrímskirkju, við Sólfarið, niðri við höfn – út um allt. 

Ferðamenn á Laugavegi í morgun – MYND: ÓJ

Mikill ferðamannafjöldi í Reykjavík er lýsandi fyrir það sem blasir víða við. Ferðamenn í Reykjavík og á mörgum öðrum stöðum eru fleiri eða álíka margir og fyrir heimsfaraldur og það reynir á þolinmæði íbúa. Þetta á t.d. við um Ítali sem sagðir eru ferðast í vaxandi mæli til annarra landa, nefnd eru Túnis og Egyptaland. Ítalir hafa verið fremur heimakærir enda býður land þeirra upp á mikla fjölbreytni í náttúru, menningu og upplifun. Nú er þeim eiginlega nóg boðið, nenna ekki að lenda í troðningi á Amalfí, á Caprí – að maður tali ekki um Feneyjar, Flórens og Róm.

En hvað gera Reykvíkingar? Eru þeir orðnir þreyttir eru á túrismanum? Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Túrista í sumar töldu 58 prósent aðspurðra að ferðamenn hafi verið of margir á landinu í sumar. Óljóst er hvernig þessi tilfinning mótast: Verður hún til vegna þess að fólk kunni ekki að meta mannfjöldann sem fyrir var á Þingvöllum, við Gullfoss eða Jökulsárlón, þegar það kom þar við í sumar – eða er þetta þreyta vegna þess að miðborg Reykjavíkur er undirlögð af ferðamönnum og að þar miðist allt við þeirra þarfir?

Þetta er auðvitað athugunarefni. Er troðningstúrismi í Reykjavík – eða er þetta bara tuð í fólki sem hefur einhverjar furðulegar hugmyndir um að það sé hægt að snúa klukkunni til baka – til þeirra tíma þegar við vorum hér ein?

Var ekki Reykjavík ekki annars drepleiðinleg þá? 

Áður var vitnað til viðtals sem Túristi tók í vor við framkvæmdastjóra nýrrar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, Ingu Hlín Pálsdóttur. Þar sagði hún: „Við þurfum að dreifa ferðamönnum betur um höfuðborgarsvæðið og ákveða hvar við viljum byggja eitthvað upp og fá fólk til að fara víðar.“

Vonandi tekst það ætlunarverk. 

Rammagerðin flyst þangað sem Kirkjuhúsið var – MYND: ÓJ

Gamla Brynja horfin á bak við timburvegg – MYND: ÓJ

Augljóst er hinsvegar að miðborgin er og verður alltaf með mest aðdráttarafl ferðamannastaða á landinu. En það er ekki nóg að dreifa ferðamönnum um höfuðborgarsvæðið, lokka fleiri þeirra í sund í Breiðholti, Árbæ eða Kópavogi, á búðarölt í Mjódd, á pöbb í Hafnarfirði eða fjörugöngu á Seltjarnarnesi. Það þyrfti líka að tryggja fjölbreytni í framboði á vörum og þjónustu í miðborginni. Rammagerðin er á leið í Kirkjuhúsið, Brynja er horfin – hvað kemur í staðinn? Pöbb eða lundabúð?

Auðvitað er auðvelt að segja að tryggja þurfi fjölbreytni. Ekki er augljóst hvernig það verði gert. En eru stjórnmálin ekki list hins ómögulega – að breyta hugmynd í veruleika? Það hlýtur líka að eiga við um borgarstjórnmálin og stýringu ferðaþjónustunnar.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …