Samfélagsmiðlar

Ísland á COP28

Átján íslensk fyrirtæki, auk fulltrúa íslenskra stjórnvalda, tóku þátt á COP28 í Dúbæ dagana 30. nóvember til 12. desember. Grænvangur leiddi íslensku viðskiptasendinefndina en þátttaka atvinnulífsins var skipulögð í nánu samstarfi við forsætisráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. 


Ein málstofan. Meðal þátttakenda voru Hjalti Páll Ingólfsson, Geothermal Research Cluster (GEORG) og Kristín Linda Árnadóttir, Landsvirkjun - MYND: Grænvangur

„Við erum hæstánægð með samstarf atvinnulífs og stjórnvalda á þessum mikilvæga vettvangi og framlag íslensku sendinefndarinnar á COP28,“ segir Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs, í fréttatilkynningu.

Á þinginu í Dúbæ var lögð áhersla á að þrefalda þyrfti endurnýjanlega orkuframleiðslu og bæta orkunýtni tvöfalt fram til ársins 2030. Sú áhersla er í samræmi við það sem Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) og IRENA – alþjóðleg stofnun um endurnýjanlega orku hafa kynnt. Hafa 130 þjóðir lýst stuðningi sínum við þetta, Ísland þar á meðal.

Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir að það sé risavaxið verkefni að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Það krefjist víðtæks samstarfs fyrirtækja og stjórnvalda um allan heim:

„Á þinginu í Dúbaí áttum við fjölda funda með fyrirtækjum sem standa framarlega í endurnýjanlegri orkuvinnslu og orkunýtingu. Þátttakan veitti okkur betri innsýn í hvernig hægt er að taka næstu raunhæfu skref í orkuskiptum á Íslandi, hvernig við munum knýja flutninga bæði á landi og á hafi.“ 

Fram kom á þinginu í Dúbæ að vaxandi skilningur er mikilvægi beinnar nýtingar jarðvarma í orkuskiptunum, segir í tilkynningu Grænvangs. Þar segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Arctic Green Energy: 

„Hitun og kæling samsvarar yfir helming orkuskiptaþarfar veraldar og bein nýting jarðhita, líkt og á Íslandi, er áhrifaríkur valkostur fyrir margar þjóðir. Við hjá Arctic Green spörum yfir 5 milljónir tonna af koltvísýringi í verkefnum okkar um allan heim á þessu ári og stefnum miklu hærra með fjárfestingum á næstu árum. Orkuskipti í hitun og kælingu eru stærsta áskorunin í baráttunni við loftslagsvána.“ 

Á COP28 stóðu Grænvangur og íslenska viðskiptasendinefndin fyrir þremur málstofum auk þess sem fulltrúar íslensks atvinnulífsins tóku þátt í fjölda annarra málstofa og samtala sem þar fóru fram. Þar má nefna málstofu um norræna samstarfsmódelið, sem haldin var í samstarfi við forsætisráðuneytið, umhverfisráðuneyti Finnlands, finnsku iðnaðarsamtökin EK og dönsku samtökin State of Green. 

Á þinginu staðfesti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, þátttöku Íslands í alþjóðlegu kolefnisáskoruninni í samstarfi við Bandaríkin. Ísland stendur framarlega á sviði kolefnisföngunar, förgunar og nýtingar. Þar má meðal annars nefna Carbfix og Carbon Recyling International, sem áttu fulltrúa á ráðstefnunni. 

Íslenskir þátttakendur á leið til funda á COP28 – MYND: Grænvangur

Carbon Recycling International (CRI) tilkynnti í Dúbæ um undirritun samnings við þýska eldsneytisframeiðandann P1 fuels, sem hyggst nota tækni CRI í framleiðslu á rafeldsneyti fyrir akstursíþróttir. Með tækninni verður hægt að framleiða vistvænt metanól úr koltvísýringi og vetni, en P1 mun nýta það til að framleiða bensín fyrir hefðbundnar bílvélar. 

„Við erum ákaflega stolt af samstarfi okkar við P1 þar sem græna metanóltæknin sem CRI hefur þróað mun styðja við orkuskiptin með framleiðslu á kolefnishlutlausu eldsneyti. Það er ánægjulegt að geta látið verkin tala og nýtt okkar tækni til að ná markmiðum í loftslagsmálum og orkuskiptum,“

segir Björk Kristjánsdóttir, forstjóri CRI, í tilkynningu Grænvangs.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …