Samfélagsmiðlar

Ísland á COP28

Átján íslensk fyrirtæki, auk fulltrúa íslenskra stjórnvalda, tóku þátt á COP28 í Dúbæ dagana 30. nóvember til 12. desember. Grænvangur leiddi íslensku viðskiptasendinefndina en þátttaka atvinnulífsins var skipulögð í nánu samstarfi við forsætisráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. 


Ein málstofan. Meðal þátttakenda voru Hjalti Páll Ingólfsson, Geothermal Research Cluster (GEORG) og Kristín Linda Árnadóttir, Landsvirkjun - MYND: Grænvangur

„Við erum hæstánægð með samstarf atvinnulífs og stjórnvalda á þessum mikilvæga vettvangi og framlag íslensku sendinefndarinnar á COP28,“ segir Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs, í fréttatilkynningu.

Á þinginu í Dúbæ var lögð áhersla á að þrefalda þyrfti endurnýjanlega orkuframleiðslu og bæta orkunýtni tvöfalt fram til ársins 2030. Sú áhersla er í samræmi við það sem Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) og IRENA – alþjóðleg stofnun um endurnýjanlega orku hafa kynnt. Hafa 130 þjóðir lýst stuðningi sínum við þetta, Ísland þar á meðal.

Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir að það sé risavaxið verkefni að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Það krefjist víðtæks samstarfs fyrirtækja og stjórnvalda um allan heim:

„Á þinginu í Dúbaí áttum við fjölda funda með fyrirtækjum sem standa framarlega í endurnýjanlegri orkuvinnslu og orkunýtingu. Þátttakan veitti okkur betri innsýn í hvernig hægt er að taka næstu raunhæfu skref í orkuskiptum á Íslandi, hvernig við munum knýja flutninga bæði á landi og á hafi.“ 

Fram kom á þinginu í Dúbæ að vaxandi skilningur er mikilvægi beinnar nýtingar jarðvarma í orkuskiptunum, segir í tilkynningu Grænvangs. Þar segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Arctic Green Energy: 

„Hitun og kæling samsvarar yfir helming orkuskiptaþarfar veraldar og bein nýting jarðhita, líkt og á Íslandi, er áhrifaríkur valkostur fyrir margar þjóðir. Við hjá Arctic Green spörum yfir 5 milljónir tonna af koltvísýringi í verkefnum okkar um allan heim á þessu ári og stefnum miklu hærra með fjárfestingum á næstu árum. Orkuskipti í hitun og kælingu eru stærsta áskorunin í baráttunni við loftslagsvána.“ 

Á COP28 stóðu Grænvangur og íslenska viðskiptasendinefndin fyrir þremur málstofum auk þess sem fulltrúar íslensks atvinnulífsins tóku þátt í fjölda annarra málstofa og samtala sem þar fóru fram. Þar má nefna málstofu um norræna samstarfsmódelið, sem haldin var í samstarfi við forsætisráðuneytið, umhverfisráðuneyti Finnlands, finnsku iðnaðarsamtökin EK og dönsku samtökin State of Green. 

Á þinginu staðfesti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, þátttöku Íslands í alþjóðlegu kolefnisáskoruninni í samstarfi við Bandaríkin. Ísland stendur framarlega á sviði kolefnisföngunar, förgunar og nýtingar. Þar má meðal annars nefna Carbfix og Carbon Recyling International, sem áttu fulltrúa á ráðstefnunni. 

Íslenskir þátttakendur á leið til funda á COP28 – MYND: Grænvangur

Carbon Recycling International (CRI) tilkynnti í Dúbæ um undirritun samnings við þýska eldsneytisframeiðandann P1 fuels, sem hyggst nota tækni CRI í framleiðslu á rafeldsneyti fyrir akstursíþróttir. Með tækninni verður hægt að framleiða vistvænt metanól úr koltvísýringi og vetni, en P1 mun nýta það til að framleiða bensín fyrir hefðbundnar bílvélar. 

„Við erum ákaflega stolt af samstarfi okkar við P1 þar sem græna metanóltæknin sem CRI hefur þróað mun styðja við orkuskiptin með framleiðslu á kolefnishlutlausu eldsneyti. Það er ánægjulegt að geta látið verkin tala og nýtt okkar tækni til að ná markmiðum í loftslagsmálum og orkuskiptum,“

segir Björk Kristjánsdóttir, forstjóri CRI, í tilkynningu Grænvangs.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …