Samfélagsmiðlar

Ólífutréð í hlýnandi heimi

Meðan þráttað er um það á COP28 í Dúbæ hvernig draga megi úr notkun jarðefnaeldsneytis á næstu áratugum horfa grískir ólífubændur óttaslegnir á afleiðingar hlýnunar andrúmsloftsins fyrir framleiðslu þeirra. Uppskerubrestur blasir við á þessu ári, eins og víðar í ólífuræktarlöndum.

Grískar ólífur.

Ólífuræktun á sér árþúsunda sögu í Grikklandi og olían sem unnin er úr ávöxtum trjánna er meðal mikilvægustu afurða landsins – en hefur auðvitað líka sterka menningarlega stöðu og er hluti af sjálfsmynd fólksins sem landið og eyjarnar byggir. Gríska ólífuolían er líka dásömuð víða um lönd vegna gæða sinna.

Ólífutré þekja um fimmtung alls ræktarlands í Grikklandi og kemur stærsti hluti olíunnar sem framleidd er úr ólífum frá Palópsskaga í suðvesturhluta landsins og Krít. En á norðanverðum Halkidiki-skaganum í Mekedóníu, þar sem er að finna frægar og vinsælar baðstrendur, er líka framleidd eftirsótt gæðaolía.

Nú stynja aldagömul ólífutrén á Halkidiki undan óvenjulegu veðurfari. Um miðjan nóvember var hitinn enn yfir 15 gráður en næstu vikuna er búist við að hitinn fari aðeins niður fyrir 10 gráður. Ólífubændur þar og víðar í Makedóníu segja uppskeruna lélega og að þeir óttist að ekki taki betra við á næsta ári – eða í náinni framtíð. Svipaða sögu er að segja frá Þessalíu, þar sem mikil flóð urðu og spilltu ræktarlöndum.

Í stað þess að fá fremur svalt haust- og vetrarveður með jafnri úrkomu hefur hitastigið verið óvenju hátt og steypiregn tíð. Vetrarhitinn hefur haft áhrif á um sex milljónir ólífutrjáa á þessum slóðum og æ algengara verður að trén beri engan ávöxt. Fyrst fór að bera á því að ráði fyrir um fimm árum. Ólífutrén fá ekki þá nauðsynlegu tveggja mánaða hvíld sem þau þurfa til að dafna og blómstra.

Almennt horfir illa í framleiðslu ólífuolíu í hitnandi heimi. Það er stöðug og vaxandi brennsla á olíu úr iðrum jarðar sem spillir framtíð ólífuolíunnar. Evrópusambandið áætlar að uppskeran í löndum þess minnki um 39 prósent uppskeruárið 2022-23 og heimsframleiðslan um 26 prósent. Vegna þurrka er búist við verulegum uppskerubresti á Spáni, sem framleitt hefur langmest, en líka á Ítalíu, sem ásamt Grikklandi koma næst á eftir Spáni hvað varðar framleiðslumagn. 

Þó að ferðaþjónusta sé orðin mikilvægari atvinnugrein en landbúnaður á Halkidiki-skaganum þá er ólífuræktunin auðvitað gríðarlega mikilvæg. Um 20 þúsund bændur rækta ólífutré og hafa skilað að jafnaði um 120 til 150 þúsund tonnum af matarolíu á ári. Um 150 fyrirtæki framleiðendur selja unnar ólífur og olíu vítt og breitt um heiminn – alla leið til Brasilíu, Kina og Ástralíu. Nú horfir hinsvegar mjög illa vegna uppskerubrests og það gengur verr en áður að fá ólífur frá öðrum landshlutum. Framleiðslan hefur því dregist saman um 60 prósent. Ekki verður hægt að mæta eftirspurn, markaðir lokast og framleiðendur verða af miklum tekjum.

En það er ekki einungis að uppskera þessa árs hafi brugðist í Makedóníu og nærliggjandi héruðum Grikklands heldur eru horfurnar fyrir næstu ár daprar. Búist er við að meðalhiti á Halkidiki-skaganum hækki um 1,5 til 2 gráður á næstu árum – í besta falli. Ef meðalhitinn hækkar um 3 gráður mun það hafa umtalsverð áhrif á líf og afkomu á þessum slóðum. Búist er við að úrkoma minnki og það dragi úr vaxtarmöguleikum gróðurs en skapi líka erfiðleika í vatnsbúskap á þessum vinsælu ferðamannaslóðum. 

Baráttan er þó ekki töpuð. Enn gætu leiðtogarnir á COP28 í Dúbæ fært grískum ólífubændum og öðrum jarðarbúum góð tíðindi og vonarneista.

Og einhvern veginn reynir fólk að aðlagast. Ólífurækt hófst í Grikklandi fyrir þúsundum ára og þar eru bændur og vísindamenn ekki tilbúnir að játa sig sigraða. Meðal þess sem verið er að rannsaka og þróa er hvort hægt sé að rækta nýtt afbrigði af olífutré sem þoli mildara vetrarveður. 

Nýtt efni

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …