Samfélagsmiðlar

Ólífutréð í hlýnandi heimi

Meðan þráttað er um það á COP28 í Dúbæ hvernig draga megi úr notkun jarðefnaeldsneytis á næstu áratugum horfa grískir ólífubændur óttaslegnir á afleiðingar hlýnunar andrúmsloftsins fyrir framleiðslu þeirra. Uppskerubrestur blasir við á þessu ári, eins og víðar í ólífuræktarlöndum.

Grískar ólífur.

Ólífuræktun á sér árþúsunda sögu í Grikklandi og olían sem unnin er úr ávöxtum trjánna er meðal mikilvægustu afurða landsins – en hefur auðvitað líka sterka menningarlega stöðu og er hluti af sjálfsmynd fólksins sem landið og eyjarnar byggir. Gríska ólífuolían er líka dásömuð víða um lönd vegna gæða sinna.

Ólífutré þekja um fimmtung alls ræktarlands í Grikklandi og kemur stærsti hluti olíunnar sem framleidd er úr ólífum frá Palópsskaga í suðvesturhluta landsins og Krít. En á norðanverðum Halkidiki-skaganum í Mekedóníu, þar sem er að finna frægar og vinsælar baðstrendur, er líka framleidd eftirsótt gæðaolía.

Nú stynja aldagömul ólífutrén á Halkidiki undan óvenjulegu veðurfari. Um miðjan nóvember var hitinn enn yfir 15 gráður en næstu vikuna er búist við að hitinn fari aðeins niður fyrir 10 gráður. Ólífubændur þar og víðar í Makedóníu segja uppskeruna lélega og að þeir óttist að ekki taki betra við á næsta ári – eða í náinni framtíð. Svipaða sögu er að segja frá Þessalíu, þar sem mikil flóð urðu og spilltu ræktarlöndum.

Í stað þess að fá fremur svalt haust- og vetrarveður með jafnri úrkomu hefur hitastigið verið óvenju hátt og steypiregn tíð. Vetrarhitinn hefur haft áhrif á um sex milljónir ólífutrjáa á þessum slóðum og æ algengara verður að trén beri engan ávöxt. Fyrst fór að bera á því að ráði fyrir um fimm árum. Ólífutrén fá ekki þá nauðsynlegu tveggja mánaða hvíld sem þau þurfa til að dafna og blómstra.

Almennt horfir illa í framleiðslu ólífuolíu í hitnandi heimi. Það er stöðug og vaxandi brennsla á olíu úr iðrum jarðar sem spillir framtíð ólífuolíunnar. Evrópusambandið áætlar að uppskeran í löndum þess minnki um 39 prósent uppskeruárið 2022-23 og heimsframleiðslan um 26 prósent. Vegna þurrka er búist við verulegum uppskerubresti á Spáni, sem framleitt hefur langmest, en líka á Ítalíu, sem ásamt Grikklandi koma næst á eftir Spáni hvað varðar framleiðslumagn. 

Þó að ferðaþjónusta sé orðin mikilvægari atvinnugrein en landbúnaður á Halkidiki-skaganum þá er ólífuræktunin auðvitað gríðarlega mikilvæg. Um 20 þúsund bændur rækta ólífutré og hafa skilað að jafnaði um 120 til 150 þúsund tonnum af matarolíu á ári. Um 150 fyrirtæki framleiðendur selja unnar ólífur og olíu vítt og breitt um heiminn – alla leið til Brasilíu, Kina og Ástralíu. Nú horfir hinsvegar mjög illa vegna uppskerubrests og það gengur verr en áður að fá ólífur frá öðrum landshlutum. Framleiðslan hefur því dregist saman um 60 prósent. Ekki verður hægt að mæta eftirspurn, markaðir lokast og framleiðendur verða af miklum tekjum.

En það er ekki einungis að uppskera þessa árs hafi brugðist í Makedóníu og nærliggjandi héruðum Grikklands heldur eru horfurnar fyrir næstu ár daprar. Búist er við að meðalhiti á Halkidiki-skaganum hækki um 1,5 til 2 gráður á næstu árum – í besta falli. Ef meðalhitinn hækkar um 3 gráður mun það hafa umtalsverð áhrif á líf og afkomu á þessum slóðum. Búist er við að úrkoma minnki og það dragi úr vaxtarmöguleikum gróðurs en skapi líka erfiðleika í vatnsbúskap á þessum vinsælu ferðamannaslóðum. 

Baráttan er þó ekki töpuð. Enn gætu leiðtogarnir á COP28 í Dúbæ fært grískum ólífubændum og öðrum jarðarbúum góð tíðindi og vonarneista.

Og einhvern veginn reynir fólk að aðlagast. Ólífurækt hófst í Grikklandi fyrir þúsundum ára og þar eru bændur og vísindamenn ekki tilbúnir að játa sig sigraða. Meðal þess sem verið er að rannsaka og þróa er hvort hægt sé að rækta nýtt afbrigði af olífutré sem þoli mildara vetrarveður. 

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …