Samfélagsmiðlar

Ólífutréð í hlýnandi heimi

Meðan þráttað er um það á COP28 í Dúbæ hvernig draga megi úr notkun jarðefnaeldsneytis á næstu áratugum horfa grískir ólífubændur óttaslegnir á afleiðingar hlýnunar andrúmsloftsins fyrir framleiðslu þeirra. Uppskerubrestur blasir við á þessu ári, eins og víðar í ólífuræktarlöndum.

Grískar ólífur.

Ólífuræktun á sér árþúsunda sögu í Grikklandi og olían sem unnin er úr ávöxtum trjánna er meðal mikilvægustu afurða landsins – en hefur auðvitað líka sterka menningarlega stöðu og er hluti af sjálfsmynd fólksins sem landið og eyjarnar byggir. Gríska ólífuolían er líka dásömuð víða um lönd vegna gæða sinna.

Ólífutré þekja um fimmtung alls ræktarlands í Grikklandi og kemur stærsti hluti olíunnar sem framleidd er úr ólífum frá Palópsskaga í suðvesturhluta landsins og Krít. En á norðanverðum Halkidiki-skaganum í Mekedóníu, þar sem er að finna frægar og vinsælar baðstrendur, er líka framleidd eftirsótt gæðaolía.

Nú stynja aldagömul ólífutrén á Halkidiki undan óvenjulegu veðurfari. Um miðjan nóvember var hitinn enn yfir 15 gráður en næstu vikuna er búist við að hitinn fari aðeins niður fyrir 10 gráður. Ólífubændur þar og víðar í Makedóníu segja uppskeruna lélega og að þeir óttist að ekki taki betra við á næsta ári – eða í náinni framtíð. Svipaða sögu er að segja frá Þessalíu, þar sem mikil flóð urðu og spilltu ræktarlöndum.

Í stað þess að fá fremur svalt haust- og vetrarveður með jafnri úrkomu hefur hitastigið verið óvenju hátt og steypiregn tíð. Vetrarhitinn hefur haft áhrif á um sex milljónir ólífutrjáa á þessum slóðum og æ algengara verður að trén beri engan ávöxt. Fyrst fór að bera á því að ráði fyrir um fimm árum. Ólífutrén fá ekki þá nauðsynlegu tveggja mánaða hvíld sem þau þurfa til að dafna og blómstra.

Almennt horfir illa í framleiðslu ólífuolíu í hitnandi heimi. Það er stöðug og vaxandi brennsla á olíu úr iðrum jarðar sem spillir framtíð ólífuolíunnar. Evrópusambandið áætlar að uppskeran í löndum þess minnki um 39 prósent uppskeruárið 2022-23 og heimsframleiðslan um 26 prósent. Vegna þurrka er búist við verulegum uppskerubresti á Spáni, sem framleitt hefur langmest, en líka á Ítalíu, sem ásamt Grikklandi koma næst á eftir Spáni hvað varðar framleiðslumagn. 

Þó að ferðaþjónusta sé orðin mikilvægari atvinnugrein en landbúnaður á Halkidiki-skaganum þá er ólífuræktunin auðvitað gríðarlega mikilvæg. Um 20 þúsund bændur rækta ólífutré og hafa skilað að jafnaði um 120 til 150 þúsund tonnum af matarolíu á ári. Um 150 fyrirtæki framleiðendur selja unnar ólífur og olíu vítt og breitt um heiminn – alla leið til Brasilíu, Kina og Ástralíu. Nú horfir hinsvegar mjög illa vegna uppskerubrests og það gengur verr en áður að fá ólífur frá öðrum landshlutum. Framleiðslan hefur því dregist saman um 60 prósent. Ekki verður hægt að mæta eftirspurn, markaðir lokast og framleiðendur verða af miklum tekjum.

En það er ekki einungis að uppskera þessa árs hafi brugðist í Makedóníu og nærliggjandi héruðum Grikklands heldur eru horfurnar fyrir næstu ár daprar. Búist er við að meðalhiti á Halkidiki-skaganum hækki um 1,5 til 2 gráður á næstu árum – í besta falli. Ef meðalhitinn hækkar um 3 gráður mun það hafa umtalsverð áhrif á líf og afkomu á þessum slóðum. Búist er við að úrkoma minnki og það dragi úr vaxtarmöguleikum gróðurs en skapi líka erfiðleika í vatnsbúskap á þessum vinsælu ferðamannaslóðum. 

Baráttan er þó ekki töpuð. Enn gætu leiðtogarnir á COP28 í Dúbæ fært grískum ólífubændum og öðrum jarðarbúum góð tíðindi og vonarneista.

Og einhvern veginn reynir fólk að aðlagast. Ólífurækt hófst í Grikklandi fyrir þúsundum ára og þar eru bændur og vísindamenn ekki tilbúnir að játa sig sigraða. Meðal þess sem verið er að rannsaka og þróa er hvort hægt sé að rækta nýtt afbrigði af olífutré sem þoli mildara vetrarveður. 

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …