Samfélagsmiðlar

Ólífutréð í hlýnandi heimi

Meðan þráttað er um það á COP28 í Dúbæ hvernig draga megi úr notkun jarðefnaeldsneytis á næstu áratugum horfa grískir ólífubændur óttaslegnir á afleiðingar hlýnunar andrúmsloftsins fyrir framleiðslu þeirra. Uppskerubrestur blasir við á þessu ári, eins og víðar í ólífuræktarlöndum.

Grískar ólífur.

Ólífuræktun á sér árþúsunda sögu í Grikklandi og olían sem unnin er úr ávöxtum trjánna er meðal mikilvægustu afurða landsins – en hefur auðvitað líka sterka menningarlega stöðu og er hluti af sjálfsmynd fólksins sem landið og eyjarnar byggir. Gríska ólífuolían er líka dásömuð víða um lönd vegna gæða sinna.

Ólífutré þekja um fimmtung alls ræktarlands í Grikklandi og kemur stærsti hluti olíunnar sem framleidd er úr ólífum frá Palópsskaga í suðvesturhluta landsins og Krít. En á norðanverðum Halkidiki-skaganum í Mekedóníu, þar sem er að finna frægar og vinsælar baðstrendur, er líka framleidd eftirsótt gæðaolía.

Nú stynja aldagömul ólífutrén á Halkidiki undan óvenjulegu veðurfari. Um miðjan nóvember var hitinn enn yfir 15 gráður en næstu vikuna er búist við að hitinn fari aðeins niður fyrir 10 gráður. Ólífubændur þar og víðar í Makedóníu segja uppskeruna lélega og að þeir óttist að ekki taki betra við á næsta ári – eða í náinni framtíð. Svipaða sögu er að segja frá Þessalíu, þar sem mikil flóð urðu og spilltu ræktarlöndum.

Í stað þess að fá fremur svalt haust- og vetrarveður með jafnri úrkomu hefur hitastigið verið óvenju hátt og steypiregn tíð. Vetrarhitinn hefur haft áhrif á um sex milljónir ólífutrjáa á þessum slóðum og æ algengara verður að trén beri engan ávöxt. Fyrst fór að bera á því að ráði fyrir um fimm árum. Ólífutrén fá ekki þá nauðsynlegu tveggja mánaða hvíld sem þau þurfa til að dafna og blómstra.

Almennt horfir illa í framleiðslu ólífuolíu í hitnandi heimi. Það er stöðug og vaxandi brennsla á olíu úr iðrum jarðar sem spillir framtíð ólífuolíunnar. Evrópusambandið áætlar að uppskeran í löndum þess minnki um 39 prósent uppskeruárið 2022-23 og heimsframleiðslan um 26 prósent. Vegna þurrka er búist við verulegum uppskerubresti á Spáni, sem framleitt hefur langmest, en líka á Ítalíu, sem ásamt Grikklandi koma næst á eftir Spáni hvað varðar framleiðslumagn. 

Þó að ferðaþjónusta sé orðin mikilvægari atvinnugrein en landbúnaður á Halkidiki-skaganum þá er ólífuræktunin auðvitað gríðarlega mikilvæg. Um 20 þúsund bændur rækta ólífutré og hafa skilað að jafnaði um 120 til 150 þúsund tonnum af matarolíu á ári. Um 150 fyrirtæki framleiðendur selja unnar ólífur og olíu vítt og breitt um heiminn – alla leið til Brasilíu, Kina og Ástralíu. Nú horfir hinsvegar mjög illa vegna uppskerubrests og það gengur verr en áður að fá ólífur frá öðrum landshlutum. Framleiðslan hefur því dregist saman um 60 prósent. Ekki verður hægt að mæta eftirspurn, markaðir lokast og framleiðendur verða af miklum tekjum.

En það er ekki einungis að uppskera þessa árs hafi brugðist í Makedóníu og nærliggjandi héruðum Grikklands heldur eru horfurnar fyrir næstu ár daprar. Búist er við að meðalhiti á Halkidiki-skaganum hækki um 1,5 til 2 gráður á næstu árum – í besta falli. Ef meðalhitinn hækkar um 3 gráður mun það hafa umtalsverð áhrif á líf og afkomu á þessum slóðum. Búist er við að úrkoma minnki og það dragi úr vaxtarmöguleikum gróðurs en skapi líka erfiðleika í vatnsbúskap á þessum vinsælu ferðamannaslóðum. 

Baráttan er þó ekki töpuð. Enn gætu leiðtogarnir á COP28 í Dúbæ fært grískum ólífubændum og öðrum jarðarbúum góð tíðindi og vonarneista.

Og einhvern veginn reynir fólk að aðlagast. Ólífurækt hófst í Grikklandi fyrir þúsundum ára og þar eru bændur og vísindamenn ekki tilbúnir að játa sig sigraða. Meðal þess sem verið er að rannsaka og þróa er hvort hægt sé að rækta nýtt afbrigði af olífutré sem þoli mildara vetrarveður. 

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …