Samfélagsmiðlar

Upp á Eyrarfjall með kláfi

Vinna við umhverfismat er hafin við fyrirhugaðan kláf upp á Eyrarfjall ofan Ísafjarðar. Vonast er til að innan fimm ára geti fólk skotist í kláfi upp á Eyrarfjall og notið þaðan útsýnisins yfir Skutulsfjörð. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er 3,5 milljarðar króna.

Horft yfir Ísafjörð frá fyrirhugaðri leið kláfsins - MYND: Eyrarkláfur

Hugmyndir um kláf á Ísafirði hafa lengi legið í loftinu, frá því fyrir aldamót. Árið 2006 setti Úlfar Ágústsson, verslunarmaður, fram hugmyndir um kláf á ný og í framhaldinu var stofnað félagið Eyrarkláfur en ekkert varð úr þeim áætlunum. En fyrir nokkrum árum fór verkefnið aftur á skrið og í forsvari fyrir félaginu nú eru þeir Gissur Skarphéðinsson og Úlfur Úlfarsson. 

Úlfur Úlfarsson og Úlfar Ágústsson á Eyrarfjalli – MYND: Eyrarkláfur

Framkvæmdin þarf í umhverfismat

Sumarið 2021 úrskurðaði Skipulagsstofnun að framkvæmdin væri háð umhverfismati. Forsvarsmenn Eyrarkláfs kærðu ákvörðunina til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og vildu fá hana fellda úr gildi en því var hafnað. Nú hefur félagið Eyrarkláfur fengið tveggja milljóna króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða til að hefja umhverfismatsvinnu og sér félagið Rorum ehf. um umhverfismatið. Eftir að umhverfismat liggur fyrir þarf að fara í aðal- og deiliskipulagsvinnu. 

Gissur Skarphéðinsson – MYND: Eyrarkláfur

Kláfur, veitingahús og gisting

Ætlunin er að reisa kláf og með honum tvö stöðvarhús, byrjunarstöð í þéttbýlinu á Ísafirði ofan Hlíðarvegar á Ísafirði – og endastöð uppi á fjallinu.  Þá er ætlunin að byggja veitingastað á toppi Eyrarfjalls og gistieiningar eða hótel. „Markmiðið með kláfnum er að veita upplifun sem er ekki algeng á Vestfjörðum: Að einstaklingar fái nýja sýn á þetta svæði með því að eiga kost á að fara upp á Eyrarfjall á auðveldan hátt um leið og félagið býður viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu með miklu öryggi,“ segir Gissur, og nefnir sem dæmi að kláfarnir fari inn í hús þegar upp er komið. 

Frá væntanlegum upphafsstað kláfsins – MYND: Eyrarkláfur

Gæti flutt allt að 5400 manns á dag

„Kláfurinn sem núna er verið að skoða er stærri og öflugri en sá sem var skoðaður 2006,” segir Gissur. Kláfurinn sem áætlað er að setja upp er af gerðinni 3S Gondola Lift sem Gissur segir að sé hagkvæmur kostur og þoli vel vind. „Hann verður  með tveimur „vögnum“ á tveimur línum. Þegar annar er í efstu stöðu þá er hinn í neðstu stöðu. Hvor vagn tekur allt að 45 manns í hverri ferð.“ 

Eitt mastur kemur á milli neðri stöðvar og efri stöðvar til að lyfta kláfnum yfir Gleiðarhjalla. Hvor vagn getur farið þrjár til fimm ferðir upp á klukkustund, samtals sex til tíu ferðir. Miðað við hundrað prósent nýtingu á báðum vögnum er afkastageta kláfsins 270 til 450 manns á klukkustund eða 2700 til 5400 á dag en gert er ráð fyrir að kláfurinn sé um 6–7 mínútur upp á topp Eyrafjalls, segir Gissur. Hann bendir á að víða megi finna kláfa sem þennan til að mynda í Loen í Noregi.

Endastöð kláfsins í Loen – MYND: Eyrarkláfur

Farþegar skemmtiferðaskipa meginmarkhópurinn

Meginmarkhópur kláfsins er farþegar skemmtiferðaskipa „Í sumar komu um 200 þúsund farþegar með þeim,“ segir Gissur og tilkoma kláfsins komi svo til með að styrkja enn frekar Vestfjarðaleiðina og að fleiri komi þá landleiðina. Kláfurinn er nú þegar orðinn hluti af áfangastaðaáætlun Vestfjarða.  

Áætlaður kostnaður 3,5 milljarðar

Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins eru 3,5 milljarðar króna. Gissur segir að fjármögnun sé ekki farin af stað og að það verði ekki farið af stað með hana fyrr en umhverfismat og skipulagsvinnu sé lokið. Hann áætlar að umhverfismatsvinna taki um eitt til eitt og hálft ár og að skipulagsvinna, framkvæmdir við stöðvarhús, veitingahús og uppsetning kláfsins taki um þrjú ár.  Samkvæmt upplýsingum frá Eyrarkláfi kemur fram að framkvæmdin komi til með að skapa 25-30 varanleg störf auk afleiddra starfa. Þá skapist atvinna við uppsetningu kláfsins. 

Kláfur og veitingastaður í Loen í Noregi – MYND: Eyrarkláfur

7.500 krónur fyrir farið

Ætlunin er að hafa kláfinn opinn allt árið ef veður leyfir og þá aðallega um helgar yfir veturinn. Fyrsta áætlun gerir ráð fyrir að far upp og niður kosti 7.500 krónur fyrir fullorðinn einstakling. 

Stefnt er að því að kynna verkefnið fyrir íbúum á Ísafirði á vormánuðum. Þá verður kynnt framvinda verkefnisins sem og tekið við ábendingum og athugasemdum um hvað betur megi fara. 

Horft yfir Skutulsfjörð frá væntanlegri endastöð kláfsins á Eyrarfjalli – MYND: Eyrarkláfur

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …