Samfélagsmiðlar

Halla Ólafsdóttir

HöfundurHalla Ólafsdóttir
Halla Ólafsdóttir

Halla Ólafsdóttir

Halla Ólafsdóttir, fjölmiðlafræðingur og blaðamaður, er búsett á Ísafirði. Hún var fréttamaður RÚV og vann efni fyrir sjónvarpsþáttinn Landann. Nú tekur hún viðtöl og skrifar um ferðaþjónustu, menningu og samfélag á Vestfjörðum og víðar á landinu.

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

„Það hafði samband við mig kona sem sagði mér frá mömmu sinni sem var um nírætt og tímdi ekki að deyja fyrr en hún kæmist að því hvernig sagan endaði,“ segir finnski rithöfundurinn Satu Rämö en sakamálabókaflokkur hennar Hildur hefur slegið í gegn í Finnlandi. Nú þegar hafa komið út þrjár bækur í bókaflokknum en …

Fyrst skráði fólk sig í hlaupahóp, svo keypti stór hluti þjóðarinnar sér fjallahjól áður en gönguskíðin ruku út. Skíðagangan fékk svo byr undir báða vængi í heimsfaraldrinum, þegar hún var ein af fáum íþróttum sem fólk gat stundað. Eftir mörg ár af eftirsóttum helgarnámskeiðum í skíðagöngu á Ísafirði virðist Ísafjörður kominn í erfiða samkeppni – …

Ísfirðingar fögnuðu hækkandi sól og að tveggja mánaða sólarleysi í bænum væri lokið þann 25. janúar. Þá tóku líklega margir fram pönnukökupönnurnar og skelltu í nokkrar sólarpönnukökur og gæddu sér á með rjóma og sultu, eða bara hinum klassíska strásykri.  Víða um land, í djúpum fjörðum, á milli hárra fjalla, sést ekki til sólar um …

Hugmyndir um kláf á Ísafirði hafa lengi legið í loftinu, frá því fyrir aldamót. Árið 2006 setti Úlfar Ágústsson, verslunarmaður, fram hugmyndir um kláf á ný og í framhaldinu var stofnað félagið Eyrarkláfur en ekkert varð úr þeim áætlunum. En fyrir nokkrum árum fór verkefnið aftur á skrið og í forsvari fyrir félaginu nú eru …

„Ég hugsaði að ég myndi kannski fylla einn þriðja af þessum 680 fermetrum og ákvað að taka fyrst bara helminginn – svo leið mánuður og þá var ég búin fylla þann þriðjung,“ segir Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, forsprakki nýrra skapandi vinnustofa í gömlu Netagerðinni á Ísafirði. Litla systir Íshússins í Hafnarfirði Heiðrún Björk er listakona og …

Íbúafjöldi Íslands nálgast fjögur hundruð þúsund. Fólki hefur fjölgað hratt á síðustu árum en fjölgunin er ekki drifin áfram af náttúrulegri fjölgun heldur miklum aðflutningum erlendra ríkisborgara. Tæplega 73 þúsund landsmanna eru innflytjendur eða rúm 18 prósent. Á veitingahúsi í Vík - MYND: ÓJ Það er ekki ólíklegt að hitta fyrir nýja Íslendinga í ýmsum …

Ekki á að ráðast í endurbætur á Bíldudalsvegi 63, á milli Bíldudalsflugvallar og Dynjandisheiðar, fyrr en eftir að framkvæmdum á nýjum vegi yfir Dynjandisheiði lýkur. Vegurinn er ekki ruddur á veturna þrátt fyrir að hann gegni mikilvægu hlutverki fyrir atvinnulífið.  Gamall malarvegur Við Helluskarð á Dynjandisheiði eru vegamót Vestfjarðavegar 60 og Bíldudalsvegar 63. Bíldudalsvegur liggur …

Með tilkomu Dýrafjarðarganga og vetrarþjónustu á Dynjandisheiði á Vestfjörðum varð í fyrsta sinn fært milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða árið um kring. Tengingin er mikilvæg fyrir þjónustu, menningarlíf og atvinnuþátttöku á Vestfjörðum og skapaði forsendur fyrir nýrri ferðamannaleið, svokallaðri Vestfjarðaleið, sem liggur um norðan- og sunnanverða Vestfirði yfir Dynjandisheiði og um Dýrafjarðargöng og er fær …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða