Samfélagsmiðlar

Ný bók eftir Sally Rooney væntanleg í haust

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024. 

Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  útgáfu nýju bókarinnar sem hefur fengið titilinn Intermezzo: „Eftir þrjár ótrúlegar skáldsögur eiga milljónir af aðdáendum hennar eftir að þekkja þá fegurð og innsæi, sársauka og von sem streymir frá nýrri skáldsögu Sally Rooney.“

Intermezzo er fjórða skáldsaga metsöluhöfundarins. Sagan snýst um uppáhalds umfjöllunarefni Rooney; flókin sambönd og samskipti ungs fólks. Í þetta sinn beinir hún sjónum sínum að tveimur ungum mönnum Peter og Ivan Koubek. Þeir virðast ekki hafa margt sameiginlegt annað en að þeir eru bræður. 

Peter er rúmlega þrítugur og  starfar sem lögfræðingur í Dublin. Honum farnast vel í starfi, hann er duglegur,  hæfur og að því er virðist ósnertanlegur. En í kjölfar dauða föður þeirra bræðra á hann bæði í vandræðum með svefn og á í vandræðum með að fóta sig í sambandi sínu við tvær ólíkar konur – æskuást sína Sylviu og Naomi sem er háskólanemi og lítur á lífið sem einn allsherjar brandara. 

Ivan bróðir Peters er tuttugu og tveggja ára og atvinnumaður í skák. Hann hefur alltaf litið á sjálfan sig sem hálf félagsfatlaðan einfara og algjöra andstöðu bróður síns. Dagana eftir föðurmissinn hittir hann Margaret, eldri konu með erfiða fortíð og þau flækjast fljótlega inn í líf hvors annars.

Tveir syrgjandi bræður og manneskjurnar sem þeir elska.  Allt er þetta kunnugleg viðfangsefni frá hendi skáldkonunnar. 

Fyrri bækur Sally Rooney hafa náð mikilli alþjóðlegrar hylli og klifrað upp á topp metsölulista víða um heim. Eftir tveimur af fyrri bókum hennar Eins og fólk er flest og Okkar á milli gerði breska sjónvarpsstöðin BBC vinsælar sjónvarpsþáttaraðir. 

Nýjasta bók hennar Fagra veröld, hvar ert þú varð samstundis mikil metsölubók þegar hún kom út árið 2021 og seldist í 40.000 eintökum í Englandi fyrstu fjóra dagana eftir útkomu. 

Þykir það mikil tíðindi að Sally Rooney skipuleggur að koma fram bæði í London og Dublin í tengslum við útkomu Intermezzo bókarinnar.

Bea Carvalho stjórnandi  stærstu bókaverslunar Englands, Waterstone, sagði í samtali við The Guardian að hún vænti þess að útgáfa Intermezzo verði „einstakur viðburður“ og eigi eftir að verða hápunktur haustbókaútgáfunnar. „Á meðal bóksala landsins njóta fáir höfundar jafnmikillar ástar og hylli og Sally Rooney. Fyrstu söludagar Fagra veröld, hvar ert þú voru algjörlega ógleymanlegir. Þetta var ein af fyrstu höfundaráritunum eftir heimsfaraldurinn og það var þvílík gleði í búðum okkar að enginn sem tók þátt í þeim viðburðum mun gleyma þeim.“ 

Bækur Sally Rooney hafa selst í rúmlega þremur milljónum eintaka í Englandi og Írlandi og samkvæmt umboðsmanni hennar hefur þýðingarréttur bóka hennar verið seldur til 40 landa. 

Árið 2022 var Sally Rooney valin á lista tímaritsins Times yfir 100 áhrifamestu manneskjur heims. 

Sally Rooney býr í Mayo-sýslu í norðvesturhluta Írlands eða þar sem hún fæddist og ólst upp. 

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …