Samfélagsmiðlar

Ný bók eftir Sally Rooney væntanleg í haust

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024. 

Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  útgáfu nýju bókarinnar sem hefur fengið titilinn Intermezzo: „Eftir þrjár ótrúlegar skáldsögur eiga milljónir af aðdáendum hennar eftir að þekkja þá fegurð og innsæi, sársauka og von sem streymir frá nýrri skáldsögu Sally Rooney.“

Intermezzo er fjórða skáldsaga metsöluhöfundarins. Sagan snýst um uppáhalds umfjöllunarefni Rooney; flókin sambönd og samskipti ungs fólks. Í þetta sinn beinir hún sjónum sínum að tveimur ungum mönnum Peter og Ivan Koubek. Þeir virðast ekki hafa margt sameiginlegt annað en að þeir eru bræður. 

Peter er rúmlega þrítugur og  starfar sem lögfræðingur í Dublin. Honum farnast vel í starfi, hann er duglegur,  hæfur og að því er virðist ósnertanlegur. En í kjölfar dauða föður þeirra bræðra á hann bæði í vandræðum með svefn og á í vandræðum með að fóta sig í sambandi sínu við tvær ólíkar konur – æskuást sína Sylviu og Naomi sem er háskólanemi og lítur á lífið sem einn allsherjar brandara. 

Ivan bróðir Peters er tuttugu og tveggja ára og atvinnumaður í skák. Hann hefur alltaf litið á sjálfan sig sem hálf félagsfatlaðan einfara og algjöra andstöðu bróður síns. Dagana eftir föðurmissinn hittir hann Margaret, eldri konu með erfiða fortíð og þau flækjast fljótlega inn í líf hvors annars.

Tveir syrgjandi bræður og manneskjurnar sem þeir elska.  Allt er þetta kunnugleg viðfangsefni frá hendi skáldkonunnar. 

Fyrri bækur Sally Rooney hafa náð mikilli alþjóðlegrar hylli og klifrað upp á topp metsölulista víða um heim. Eftir tveimur af fyrri bókum hennar Eins og fólk er flest og Okkar á milli gerði breska sjónvarpsstöðin BBC vinsælar sjónvarpsþáttaraðir. 

Nýjasta bók hennar Fagra veröld, hvar ert þú varð samstundis mikil metsölubók þegar hún kom út árið 2021 og seldist í 40.000 eintökum í Englandi fyrstu fjóra dagana eftir útkomu. 

Þykir það mikil tíðindi að Sally Rooney skipuleggur að koma fram bæði í London og Dublin í tengslum við útkomu Intermezzo bókarinnar.

Bea Carvalho stjórnandi  stærstu bókaverslunar Englands, Waterstone, sagði í samtali við The Guardian að hún vænti þess að útgáfa Intermezzo verði „einstakur viðburður“ og eigi eftir að verða hápunktur haustbókaútgáfunnar. „Á meðal bóksala landsins njóta fáir höfundar jafnmikillar ástar og hylli og Sally Rooney. Fyrstu söludagar Fagra veröld, hvar ert þú voru algjörlega ógleymanlegir. Þetta var ein af fyrstu höfundaráritunum eftir heimsfaraldurinn og það var þvílík gleði í búðum okkar að enginn sem tók þátt í þeim viðburðum mun gleyma þeim.“ 

Bækur Sally Rooney hafa selst í rúmlega þremur milljónum eintaka í Englandi og Írlandi og samkvæmt umboðsmanni hennar hefur þýðingarréttur bóka hennar verið seldur til 40 landa. 

Árið 2022 var Sally Rooney valin á lista tímaritsins Times yfir 100 áhrifamestu manneskjur heims. 

Sally Rooney býr í Mayo-sýslu í norðvesturhluta Írlands eða þar sem hún fæddist og ólst upp. 

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …